Forstöðumaður Fjölskyldugarðsins vill geta sleppt dýrum eins og kópnum sem var drepinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. ágúst 2015 11:15 Selkópurinn sem var lógað. Vísir/Andri Marinó Tómas Ó. Guðjónsson, líffræðingur og forstöðumaður Fjölskyldu- og húsdýragarðsins, vill að lög um dýravernd verði lagfærð til þess að leyfilegt verði að sleppa dýrum sem alast upp hjá mönnum. Hann segir engan faglegan ágreining ríkja um að selkópar eigi vissulega afkomu von þegar þeim sé sleppt. Ein sorglegasta saga sumarsins er sú af selkópnum í Fjölskyldugarðinum sem flúði úr garðinum og kom sér með lækjum í Laugardalnum á tjaldstæðið þar sem hann náðist. Ferð kópsins vakti mikla athygli en ekki síður fréttir sem bárust daginn eftir að hann hefði verið aflífaður. Í sjónvarpsfréttinni hér að neðan má sjá leið kópsins úr garðinum og á tjaldstæðið. Hilmar Össurarson, settur yfirdýrahirðir, segir að kópnum hafi verið lógað líkt og gert sé við alla þá kópa sem ekki eigi að halda. „Á haustin og seinni part sumars er öllum kópum lógað vegna plássleysis,“ segir Hilmar. Enginn faglegur ágreiningur Tómas mætti á fund Íþrótta- og tómstundaráðs fyrir helgi og upplýsti stjórnarmenn um „kópamálið“. Lagði hann fram beiðni til Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytis um fyrrnefnda breytingu á lögum um dýravernd svo hægt verði að veita undanþágu frá 23. grein laganna. Í henni er kveðið á um að ekki sé leyfilegt að sleppa dýrum sem alast upp hjá mönnum. ÍTR tók undir beiðni Tómasar og vísað er til þess að enginn faglegur ágreiningur ríki um að selkópar eigi vissulega afkomu von þegar þeim er sleppt. Töluverð reiði braust út meðal fólks þegar fréttist af því að kópurinn hefði verið aflífaður. Var meðal annars stofnaður Facebook-hópur sem vildu þyrma lífi hans. Boltinn er því hjá ráðuneytinu en sem gera þarf breytingar á lögum um dýravernd til þess að garðurinn eigi þess kost að sleppa kópum og öðrum dýrum út í náttúruna. Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Reykjavík Tengdar fréttir Dýralæknir um mál selkópsins í Laugardal: „Fólk að rugla saman húsdýrum og villtum dýrum“ Sif Traustadóttir Rossi segir að það gleymist í umræðunni að selir eru ekki húsdýr. 8. ágúst 2015 13:30 Lögreglan handsamaði kóp á tjaldsvæðinu í Laugardal Gestum tjaldsvæðisins varð ekki um sel er selur tók á móti þeim í morgunsárið. 3. ágúst 2015 09:13 Selkópurinn sem slapp fer í refafóður Verður lógað vegna plássleysis. 4. ágúst 2015 10:09 Sex hundruð vilja að lífi kópsins sé þyrmt: Ekki ráðlagt að halda kóp heima hjá sér Kópurinn sem slapp úr Húsdýragarðinum fer í refafóður. 4. ágúst 2015 16:15 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Sjá meira
Tómas Ó. Guðjónsson, líffræðingur og forstöðumaður Fjölskyldu- og húsdýragarðsins, vill að lög um dýravernd verði lagfærð til þess að leyfilegt verði að sleppa dýrum sem alast upp hjá mönnum. Hann segir engan faglegan ágreining ríkja um að selkópar eigi vissulega afkomu von þegar þeim sé sleppt. Ein sorglegasta saga sumarsins er sú af selkópnum í Fjölskyldugarðinum sem flúði úr garðinum og kom sér með lækjum í Laugardalnum á tjaldstæðið þar sem hann náðist. Ferð kópsins vakti mikla athygli en ekki síður fréttir sem bárust daginn eftir að hann hefði verið aflífaður. Í sjónvarpsfréttinni hér að neðan má sjá leið kópsins úr garðinum og á tjaldstæðið. Hilmar Össurarson, settur yfirdýrahirðir, segir að kópnum hafi verið lógað líkt og gert sé við alla þá kópa sem ekki eigi að halda. „Á haustin og seinni part sumars er öllum kópum lógað vegna plássleysis,“ segir Hilmar. Enginn faglegur ágreiningur Tómas mætti á fund Íþrótta- og tómstundaráðs fyrir helgi og upplýsti stjórnarmenn um „kópamálið“. Lagði hann fram beiðni til Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytis um fyrrnefnda breytingu á lögum um dýravernd svo hægt verði að veita undanþágu frá 23. grein laganna. Í henni er kveðið á um að ekki sé leyfilegt að sleppa dýrum sem alast upp hjá mönnum. ÍTR tók undir beiðni Tómasar og vísað er til þess að enginn faglegur ágreiningur ríki um að selkópar eigi vissulega afkomu von þegar þeim er sleppt. Töluverð reiði braust út meðal fólks þegar fréttist af því að kópurinn hefði verið aflífaður. Var meðal annars stofnaður Facebook-hópur sem vildu þyrma lífi hans. Boltinn er því hjá ráðuneytinu en sem gera þarf breytingar á lögum um dýravernd til þess að garðurinn eigi þess kost að sleppa kópum og öðrum dýrum út í náttúruna.
Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Reykjavík Tengdar fréttir Dýralæknir um mál selkópsins í Laugardal: „Fólk að rugla saman húsdýrum og villtum dýrum“ Sif Traustadóttir Rossi segir að það gleymist í umræðunni að selir eru ekki húsdýr. 8. ágúst 2015 13:30 Lögreglan handsamaði kóp á tjaldsvæðinu í Laugardal Gestum tjaldsvæðisins varð ekki um sel er selur tók á móti þeim í morgunsárið. 3. ágúst 2015 09:13 Selkópurinn sem slapp fer í refafóður Verður lógað vegna plássleysis. 4. ágúst 2015 10:09 Sex hundruð vilja að lífi kópsins sé þyrmt: Ekki ráðlagt að halda kóp heima hjá sér Kópurinn sem slapp úr Húsdýragarðinum fer í refafóður. 4. ágúst 2015 16:15 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Sjá meira
Dýralæknir um mál selkópsins í Laugardal: „Fólk að rugla saman húsdýrum og villtum dýrum“ Sif Traustadóttir Rossi segir að það gleymist í umræðunni að selir eru ekki húsdýr. 8. ágúst 2015 13:30
Lögreglan handsamaði kóp á tjaldsvæðinu í Laugardal Gestum tjaldsvæðisins varð ekki um sel er selur tók á móti þeim í morgunsárið. 3. ágúst 2015 09:13
Sex hundruð vilja að lífi kópsins sé þyrmt: Ekki ráðlagt að halda kóp heima hjá sér Kópurinn sem slapp úr Húsdýragarðinum fer í refafóður. 4. ágúst 2015 16:15