Audi kynnir keppinaut Tesla Model X Finnur Thorlacius skrifar 19. ágúst 2015 14:05 Audi Q6 e-tron quattro concept. Audi sendi í dag frá sér myndir af rafmagnsjepplingi sem ætlað er að keppa við Tesla Model X jeplinginn sem brátt kemur á markað. Þessi bíll á að koma á markað árið 2018. Hann með meiri drægni en Tesla Model X, þ.e. 500 km í stað 435 km. Verður þetta fyrsti bíll Audi sem einungis er framleiddur sem rafmagnsbíll. Talið er líklegt að Audi muni sýna þennan bíl á bílasýningunni í Frankfürt sem hefst um miðjan næsta mánuð. Þar yrði hann kynntur sem Audi Q6 e-tron quattro concept. Lengd bílsins liggur á milli Audi Q5 og Q7 bílanna og því ef til vill rökrétt að hann fái stafina Q6. Bíllinn á að fá 3 rafmótora og skila þeir samtals 500 hestöflum og 700 Nm togi. Bíllinn er sérlega straumlínulagaður og loftmótsstuðull hans er aðeins 0,25 cd. Botnpalata hans er rennislétt og til að bæta loftflæði bílsins að framan eru hreyfanlegir fletir sem stjórnast af hraða bílsins hverju sinni. MLB undirvagn bílsins er sá sami og er undir nýjum Audi Q7. Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent
Audi sendi í dag frá sér myndir af rafmagnsjepplingi sem ætlað er að keppa við Tesla Model X jeplinginn sem brátt kemur á markað. Þessi bíll á að koma á markað árið 2018. Hann með meiri drægni en Tesla Model X, þ.e. 500 km í stað 435 km. Verður þetta fyrsti bíll Audi sem einungis er framleiddur sem rafmagnsbíll. Talið er líklegt að Audi muni sýna þennan bíl á bílasýningunni í Frankfürt sem hefst um miðjan næsta mánuð. Þar yrði hann kynntur sem Audi Q6 e-tron quattro concept. Lengd bílsins liggur á milli Audi Q5 og Q7 bílanna og því ef til vill rökrétt að hann fái stafina Q6. Bíllinn á að fá 3 rafmótora og skila þeir samtals 500 hestöflum og 700 Nm togi. Bíllinn er sérlega straumlínulagaður og loftmótsstuðull hans er aðeins 0,25 cd. Botnpalata hans er rennislétt og til að bæta loftflæði bílsins að framan eru hreyfanlegir fletir sem stjórnast af hraða bílsins hverju sinni. MLB undirvagn bílsins er sá sami og er undir nýjum Audi Q7.
Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent