Utan vallar: Smiðurinn byggir á sama grunni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. ágúst 2015 07:30 Ólafur Jóhannesson var kátur eftir sigur Vals á KR í úrslitaleik Borgunarbikarsins um helgina. vísir/anton Það var auðvelt að afskrifa Ólaf Jóhannesson eftir fyrsta leik Vals í Pepsi-deildinni í sumar. Þrjú núll tap fyrir nýliðum Leiknis var niðurstaðan og það var ekki bjart yfir Ólafi þegar hann svaraði spurningum blaðamanna, niðurlútur með hallærislega 10/11 húfu á höfðinu. Hann virkaði hálfráðalaus og eiginlega búinn á því, enda síðustu ár hans í þjálfun ekki gjöful. Íslenska landsliðið vann aðeins tvo af sextán mótsleikjum undir stjórn Ólafs og honum tókst ekki að koma Haukum upp í efstu deild í tveimur tilraunum. Spólum rúma þrjá mánuði fram í tímann: Valsmenn eru bikarmeistarar í tíunda sinn eftir sanngjarnan sigur á KR í úrslitaleik, Ólafur er heitasti þjálfari landsins og 10/11 húfan er farin að trenda eins og krakkarnir segja. Það var auðvelt að samgleðjast Ólafi þegar hann fagnaði að leik loknum, svo innilega kátur og mátti vera það enda búinn að skila titli í hús og sæti í Evrópukeppni að ári. Ólafur er langelsti þjálfarinn í Pepsi-deildinni og búinn að reyna margt síðan þjálfaraferillinn hófst á Vopnafirði fyrir 33 árum. Eitt er samt öruggt: hann kemur alltaf aftur. Hann virtist vera dottinn úr myndinni þegar hann var fenginn til að taka við FH fyrir tólf árum. Framhaldið þekkja allir. Og hann virtist einnig hafa lokið leik þegar hann hætti með Hauka 2013. En Valsmenn veðjuðu á Ólaf síðasta haust og sjá væntanlega ekki eftir því. Þótt Valsmenn séu dottnir úr titilbaráttunni og aðeins með þremur stigum meira en þeir voru með á sama tíma í fyrra er samt bjart yfir Hlíðarenda. Bikartitillinn gefur góð fyrirheit sem og samsetningin á Valsliðinu. Hún er nefnilega ekki svo ósvipuð þeirri sem var hjá FH á sínum tíma og Ólafur virðist vera að byggja á sama grunni og hann gerði þegar hann tók við FH fyrir tímabilið 2003. Í Valsliðinu í ár eru tveir Danir í lykilhlutverki, miðvörður og framherji (Thomas Christensen og Patrick Pedersen) og það er freistandi að hugsa til FH-liðsins 2003 þar sem miðvörðurinn Tommy Nielsen og framherjinn Allan Borgvardt voru í stórum hlutverkum. Þessir leikmenn eiga líka fleira sameiginlegt en að vera Danir; Thomas og Tommy eru reynslumiklir leikmenn, sem treysta á leiklestur frekar en hraða og Allan og Patrick eru markaskorarar auk þess að vera mikilvægir í uppspilinu. Í bæði FH-liðinu 2003 og Val 2015 er ungur íslenskur leikmaður (Sverrir Garðarsson og Orri S. Ómarsson) við hlið reynds Dana í miðri vörninni. Í stöðu hægri bakvarðar er leikmaður sem var ekki vanur að spila þá stöðu (Guðmundur Sævarsson og Andri Fannar Stefánsson) og á hægri kantinum er sprettharður leikmaður (Jón Þ. Stefánsson og Kristinn Ingi Halldórsson). Það merkilega í þessu öllu er svo að árangur FH-inga eftir fimmtán leiki 2003 er sá sami og hjá Val nú: 24 stig eftir sjö sigra, þrjú jafntefli og fimm töp. Og FH komst einnig í bikarúrslit 2003 eins og Valur í ár. Það er vel hægt að stimpla það sem tilviljun en það er ekki tilviljun hvernig Ólafur er að setja Valsliðið saman. Smiðurinn er að byggja á sama grunni og fyrir tólf árum og stuðningsmenn Vals gera sér eflaust vonir um að árangurinn sem á eftir fylgi verði sá sami og hjá Fimleikafélaginu. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fleiri fréttir Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Sjá meira
Það var auðvelt að afskrifa Ólaf Jóhannesson eftir fyrsta leik Vals í Pepsi-deildinni í sumar. Þrjú núll tap fyrir nýliðum Leiknis var niðurstaðan og það var ekki bjart yfir Ólafi þegar hann svaraði spurningum blaðamanna, niðurlútur með hallærislega 10/11 húfu á höfðinu. Hann virkaði hálfráðalaus og eiginlega búinn á því, enda síðustu ár hans í þjálfun ekki gjöful. Íslenska landsliðið vann aðeins tvo af sextán mótsleikjum undir stjórn Ólafs og honum tókst ekki að koma Haukum upp í efstu deild í tveimur tilraunum. Spólum rúma þrjá mánuði fram í tímann: Valsmenn eru bikarmeistarar í tíunda sinn eftir sanngjarnan sigur á KR í úrslitaleik, Ólafur er heitasti þjálfari landsins og 10/11 húfan er farin að trenda eins og krakkarnir segja. Það var auðvelt að samgleðjast Ólafi þegar hann fagnaði að leik loknum, svo innilega kátur og mátti vera það enda búinn að skila titli í hús og sæti í Evrópukeppni að ári. Ólafur er langelsti þjálfarinn í Pepsi-deildinni og búinn að reyna margt síðan þjálfaraferillinn hófst á Vopnafirði fyrir 33 árum. Eitt er samt öruggt: hann kemur alltaf aftur. Hann virtist vera dottinn úr myndinni þegar hann var fenginn til að taka við FH fyrir tólf árum. Framhaldið þekkja allir. Og hann virtist einnig hafa lokið leik þegar hann hætti með Hauka 2013. En Valsmenn veðjuðu á Ólaf síðasta haust og sjá væntanlega ekki eftir því. Þótt Valsmenn séu dottnir úr titilbaráttunni og aðeins með þremur stigum meira en þeir voru með á sama tíma í fyrra er samt bjart yfir Hlíðarenda. Bikartitillinn gefur góð fyrirheit sem og samsetningin á Valsliðinu. Hún er nefnilega ekki svo ósvipuð þeirri sem var hjá FH á sínum tíma og Ólafur virðist vera að byggja á sama grunni og hann gerði þegar hann tók við FH fyrir tímabilið 2003. Í Valsliðinu í ár eru tveir Danir í lykilhlutverki, miðvörður og framherji (Thomas Christensen og Patrick Pedersen) og það er freistandi að hugsa til FH-liðsins 2003 þar sem miðvörðurinn Tommy Nielsen og framherjinn Allan Borgvardt voru í stórum hlutverkum. Þessir leikmenn eiga líka fleira sameiginlegt en að vera Danir; Thomas og Tommy eru reynslumiklir leikmenn, sem treysta á leiklestur frekar en hraða og Allan og Patrick eru markaskorarar auk þess að vera mikilvægir í uppspilinu. Í bæði FH-liðinu 2003 og Val 2015 er ungur íslenskur leikmaður (Sverrir Garðarsson og Orri S. Ómarsson) við hlið reynds Dana í miðri vörninni. Í stöðu hægri bakvarðar er leikmaður sem var ekki vanur að spila þá stöðu (Guðmundur Sævarsson og Andri Fannar Stefánsson) og á hægri kantinum er sprettharður leikmaður (Jón Þ. Stefánsson og Kristinn Ingi Halldórsson). Það merkilega í þessu öllu er svo að árangur FH-inga eftir fimmtán leiki 2003 er sá sami og hjá Val nú: 24 stig eftir sjö sigra, þrjú jafntefli og fimm töp. Og FH komst einnig í bikarúrslit 2003 eins og Valur í ár. Það er vel hægt að stimpla það sem tilviljun en það er ekki tilviljun hvernig Ólafur er að setja Valsliðið saman. Smiðurinn er að byggja á sama grunni og fyrir tólf árum og stuðningsmenn Vals gera sér eflaust vonir um að árangurinn sem á eftir fylgi verði sá sami og hjá Fimleikafélaginu.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fleiri fréttir Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Sjá meira