Volt sló við Leaf í sölu í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 4. ágúst 2015 09:56 Chevrolet Volt og Nissan Leaf. Chevrolet Volt seldist betur en Nissan Leaf í júlí í Bandaríkjunum í fyrsta skipti síðan í október árið 2013. Allar götur síðan þá hefur Nissan Leaf selst í meira magni en Volt þar vestra. Kemur þetta á óvart þar sem Chevrolet Volt af núverandi kynslóð er farinn að eldast og von er á nýrri kynslóð bílsins mjög fljótlega. Alls seldust 1.313 Volt í júlí en 1.174 Leaf og minnkaði sala Volt um 35% á milli ára en sala Leaf minnkaði um 61,1%. Sala Chevrolet Volt á þessu ári nemur samtals 80.292 bílum en Nissan Leaf hefur selst í 83.312 eintökum og hefur því enn vinninginn. Er þetta til vitnis um dræma sölu tvíorkubíla í Bandaríkjunum sökum lækkandi olíuverðs. Stutt er í nýjan Volt en einnig nýjan Leaf og gæti sala þeirra beggja farið verulega uppávið þegar þeir koma á markað. Mest lesið Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent
Chevrolet Volt seldist betur en Nissan Leaf í júlí í Bandaríkjunum í fyrsta skipti síðan í október árið 2013. Allar götur síðan þá hefur Nissan Leaf selst í meira magni en Volt þar vestra. Kemur þetta á óvart þar sem Chevrolet Volt af núverandi kynslóð er farinn að eldast og von er á nýrri kynslóð bílsins mjög fljótlega. Alls seldust 1.313 Volt í júlí en 1.174 Leaf og minnkaði sala Volt um 35% á milli ára en sala Leaf minnkaði um 61,1%. Sala Chevrolet Volt á þessu ári nemur samtals 80.292 bílum en Nissan Leaf hefur selst í 83.312 eintökum og hefur því enn vinninginn. Er þetta til vitnis um dræma sölu tvíorkubíla í Bandaríkjunum sökum lækkandi olíuverðs. Stutt er í nýjan Volt en einnig nýjan Leaf og gæti sala þeirra beggja farið verulega uppávið þegar þeir koma á markað.
Mest lesið Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent