Volt sló við Leaf í sölu í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 4. ágúst 2015 09:56 Chevrolet Volt og Nissan Leaf. Chevrolet Volt seldist betur en Nissan Leaf í júlí í Bandaríkjunum í fyrsta skipti síðan í október árið 2013. Allar götur síðan þá hefur Nissan Leaf selst í meira magni en Volt þar vestra. Kemur þetta á óvart þar sem Chevrolet Volt af núverandi kynslóð er farinn að eldast og von er á nýrri kynslóð bílsins mjög fljótlega. Alls seldust 1.313 Volt í júlí en 1.174 Leaf og minnkaði sala Volt um 35% á milli ára en sala Leaf minnkaði um 61,1%. Sala Chevrolet Volt á þessu ári nemur samtals 80.292 bílum en Nissan Leaf hefur selst í 83.312 eintökum og hefur því enn vinninginn. Er þetta til vitnis um dræma sölu tvíorkubíla í Bandaríkjunum sökum lækkandi olíuverðs. Stutt er í nýjan Volt en einnig nýjan Leaf og gæti sala þeirra beggja farið verulega uppávið þegar þeir koma á markað. Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent
Chevrolet Volt seldist betur en Nissan Leaf í júlí í Bandaríkjunum í fyrsta skipti síðan í október árið 2013. Allar götur síðan þá hefur Nissan Leaf selst í meira magni en Volt þar vestra. Kemur þetta á óvart þar sem Chevrolet Volt af núverandi kynslóð er farinn að eldast og von er á nýrri kynslóð bílsins mjög fljótlega. Alls seldust 1.313 Volt í júlí en 1.174 Leaf og minnkaði sala Volt um 35% á milli ára en sala Leaf minnkaði um 61,1%. Sala Chevrolet Volt á þessu ári nemur samtals 80.292 bílum en Nissan Leaf hefur selst í 83.312 eintökum og hefur því enn vinninginn. Er þetta til vitnis um dræma sölu tvíorkubíla í Bandaríkjunum sökum lækkandi olíuverðs. Stutt er í nýjan Volt en einnig nýjan Leaf og gæti sala þeirra beggja farið verulega uppávið þegar þeir koma á markað.
Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent