Óli Jó: Teljum stigin að móti loknu | Myndband Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. ágúst 2015 19:00 Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, mætir í Kaplakrika á morgun í fyrsta skipti síðan hann hætti sem þjálfari FH árið 2007. Ólafur náði frábærum árangri með FH en undir hans stjórn varð liðið þrívegis Íslandsmeistari og einu sinni bikarmeistari. „Það verður gaman að koma þangað. Mér hefur yfirleitt gengið vel í Krikanum og vonandi verður það svoleiðis áfram,“ sagði Ólafur í samtali við Hörð Magnússon í kvöldfréttum Stöðvar 2. Valsmenn hafa spilað vel undir stjórn Ólafs í sumar og eru í 3. sæti Pepsi-deildarinnar, aðeins þremur stigum frá toppliði FH sem þeir geta náð að stigum með sigri á morgun. Þá er Valur kominn í úrslit Borgunarbikarsins. En kemur þessi góði árangur Vals Ólafi á óvart? „Bæði og. En jú, ég verð að viðurkenna að ef einhver hefði boðið mér að vera rétt fyrir aftan FH og KR á þessum tímapunkti hefði ég þegið það,“ sagði Ólafur. „En eins og ég hef sagt áður erum við með fínt fótboltalið og höfum náð að búa til gott lið hérna,“ asgði Ólafur sem segir að leikurinn gegn FH sé stærsta próf Vals á tímabilinu. En hvað finnst Ólafi um frammistöðu síns gamla liðs á tímabilinu? „FH-liðið er skipað frábærum leikmönnum og er í efsta sæti deildarinnar. Ég held það sé ekki hægt að gera betur en þeir eru að gera núna. Þeir eru að spila mjög vel,“ sagði Ólafur kankvís en getur Valur farið alla leið og unnið Íslandsmeistaratitilinn? „Við erum s.s. ekki farnir að velta því fyrir okkur en við erum í þessum efri pakka eins og staðan er núna og viljum vera þar sem lengst. Svo teljum við bara upp úr pokunum þegar mótið er búið.“ Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Handbolti Skýrsla Vals: Píptest og svefnlyf Handbolti Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Grænhöfðaeyjum: Hlaðborð fyrir hornamennina Handbolti Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Fótbolti „Ég gerði það sem ég geri á æfingum“ Sport Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn Körfubolti „Þetta tók eina eða tvær sóknir en svo var ég rólegur“ Handbolti Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Handbolti Fleiri fréttir Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Sjá meira
Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, mætir í Kaplakrika á morgun í fyrsta skipti síðan hann hætti sem þjálfari FH árið 2007. Ólafur náði frábærum árangri með FH en undir hans stjórn varð liðið þrívegis Íslandsmeistari og einu sinni bikarmeistari. „Það verður gaman að koma þangað. Mér hefur yfirleitt gengið vel í Krikanum og vonandi verður það svoleiðis áfram,“ sagði Ólafur í samtali við Hörð Magnússon í kvöldfréttum Stöðvar 2. Valsmenn hafa spilað vel undir stjórn Ólafs í sumar og eru í 3. sæti Pepsi-deildarinnar, aðeins þremur stigum frá toppliði FH sem þeir geta náð að stigum með sigri á morgun. Þá er Valur kominn í úrslit Borgunarbikarsins. En kemur þessi góði árangur Vals Ólafi á óvart? „Bæði og. En jú, ég verð að viðurkenna að ef einhver hefði boðið mér að vera rétt fyrir aftan FH og KR á þessum tímapunkti hefði ég þegið það,“ sagði Ólafur. „En eins og ég hef sagt áður erum við með fínt fótboltalið og höfum náð að búa til gott lið hérna,“ asgði Ólafur sem segir að leikurinn gegn FH sé stærsta próf Vals á tímabilinu. En hvað finnst Ólafi um frammistöðu síns gamla liðs á tímabilinu? „FH-liðið er skipað frábærum leikmönnum og er í efsta sæti deildarinnar. Ég held það sé ekki hægt að gera betur en þeir eru að gera núna. Þeir eru að spila mjög vel,“ sagði Ólafur kankvís en getur Valur farið alla leið og unnið Íslandsmeistaratitilinn? „Við erum s.s. ekki farnir að velta því fyrir okkur en við erum í þessum efri pakka eins og staðan er núna og viljum vera þar sem lengst. Svo teljum við bara upp úr pokunum þegar mótið er búið.“ Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Handbolti Skýrsla Vals: Píptest og svefnlyf Handbolti Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Grænhöfðaeyjum: Hlaðborð fyrir hornamennina Handbolti Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Fótbolti „Ég gerði það sem ég geri á æfingum“ Sport Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn Körfubolti „Þetta tók eina eða tvær sóknir en svo var ég rólegur“ Handbolti Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Handbolti Fleiri fréttir Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Sjá meira