Fótbolti

Kári og félagar komust naumlega áfram | Úrslit kvöldsins

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Kári Árnason og félagar í Malmö komust áfram í 4. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar í kvöld með 3-0 sigri á Red Bull Salzburg. Er þetta annað árið í röð sem Malmö slær út austurrísku meistaranna. Í Sviss skoraði Birkir Bjarnason sigurmark Basel gegn Lech Poznan.

Malmö sem tapaði fyrri leik liðanna 0-2 fékk sannkallaða draumabyrjun í dag en eftir korters leik var sænska liðið komið í 2-0. Sænska félagið bætti við marki undir lok fyrri hálfleiks en varð fyrir áfalli þegar Enoch Adu fékk seinna gula spjald sitt á 64. mínútu. Þrátt fyrir að vera manni fleiri náðu austurrísku meistararnir ekki að lauma inn marki og lauk leiknum því með 3-0 sigri Malmö.

Í Basel lék Birkir allan leikinn í 1-0 sigri á Lech Poznan en svissneska liðið vann fyrri leik liðanna 3-1 í Póllandi. Var því aðeins um formsatriði að ræða en Birkir gulltryggði sæti Basel í næstu umferð með sigurmarki leiksins í uppbótartíma.



Úrslit kvöldsins:

Basel 1-0 Lech Poznan (4-1 samanlagt, Basel áfram)

Club Brugge 3-0 Panathinaikos (4-2 samanlagt, Club Brugge áfram)

Malmö 3-0 Red Bull Salzburg (3-2 samanlagt, Malmö áfram)

Partizan 4-2 Steuaa Bucharest (5-3 samanlagt, Partizan áfram)

Plzen 0-2 Maccabi Tel Aviv (2-3 samanlagt, Maccabi Tel Aviv áfram)

Shaktar 3-0 Fenerbahce (3-0 samanlagt, Shaktar áfram)

Skenderbeu 2-0 Milsami (4-0 samanlagt, Skenderbeu áfram)


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×