Fótbolti

Messi fékk "bolamynd" af sér með Totti

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lionel Messi.
Lionel Messi. Vísir/Getty
Lionel Messi var greinilega sáttur með tækifærið að fá mynd af sér með Francesco Totti, fyrirliða Roma, eftir æfingaleik liðanna á Nývangi í Barcelona í gær.

Barcelona vann 3-0 sigur á Roma í leiknum og skoraði Lionel Messi annað mark Barcelona-liðsins í leiknum.

Þetta var fyrsti leikur Lionel Messi með Barcelona-liðinu á undirbúningstímabilinu en hann fékk aukafrí vegna þátttöku sinnar í Suður-Ameríkukeppninni.

Lionel Messi og Francesco Totti eiga það sameiginlegt að vera andlit sinna félaga en þeir hafa báðir aðeins spilað með einu félagi í meistaraflokki, Messi með Barcelona og Totti með Roma.

Francesco Totti lék sinn fyrsta leik með Roma í mars 1993 þegar hann var aðeins sextán ára gamall. Messi var þá aðeins sex ára pjakkur í Argentínu.

Eftir leikinn var tekin mynd af þeim Lionel Messi og Francesco Totti saman og Messi skellti henni stoltur inn á Instagram-síðu sína og undir skrifaði hann "A phenomenon" eða "undur" upp á íslenska tungu.

Þeir félagar bera greinilega mikla virðingu fyrir hvorum öðrum en eins og sjá má á myndinni þá voru þeir nýbúnir að skipta um treyju.

Messi virtist líka vera búinn að jafna sig eftir að hafa misst stjórn á sér í fyrri hálfleiknum þar sem hann virtist skalla franska landsliðsmanninn Mapou Yanga-Mbiwa auk þess að taka hann hálstaki.

Myndina má sjá hér fyrir neðan.

UN GRANDE !!! Que fenómeno !!!

A photo posted by Leo Messi (@leomessi) on


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×