Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Stjarnan - Víkingur 1-1 | Enn eitt jafntefli liðanna | Sjáðu mörkin Tómas Þór Þórðarson á Samsung-vellinum skrifar 9. ágúst 2015 22:00 Rolf Toft og Gunnar Nielsen eigast við á Samsung-vellinum í kvöld. vísir/ernir Víkingur og Stjarnan skilja vanalega jöfn þegar þau mætast í Pepsi-deild karla í fótbolta og sú var niðurstaðan í kvöld þegar lærisveinar Milosar Milojevic heimsóttu Garðabæinn. Liðin skildu jöfn í fimmta sinn í síðustu sex leikjum gegn hvort öðru í efstu deild, 1-1. Varamaðurinn Þórhallur Kári Knútsson kom Stjörnunni yfir en Vladimir Tufgdzeic jafnaði metin í leik þar sem tvö rauð spjöld fóru á loft. Fyrri hálfleikurinn var tíðindalítill sem hentaði gestunum ágætlega. Þeir lögðu upp með að verjast og sækja hratt, en fyrstu 20 mínútur leiksins voru algjör eign Stjörnumanna. Stjörnunni gekk samt bölvanlega að skapa sér færi í fyrri hálfleik. Guðjón Baldvinsson slapp í gegn en missti boltann og langt frá sér þegar hann var kominn framhjá Nielsen í marki Víkings. Þrátt fyrir yfirburðina úti á vellinum komust heimamenn lítt áleiðis gegn Víkingum í fyrri hálfleik. Viktor Bjarki Arnarsson spilaði vel inn á miðjunni og lét Stjörnumennina finna fyrir sér endalaust. Milos Zivkovic var svo sterkur í vörninni. Hallgrímur Mar Steingrímsson minnti á sig með tveimur skotum; það fyrra beint á markið eftir fínan ein leik og það síðara small í stönginni af 25 metra færi eftir frábær tilþrif. Eftir því sem á leið fyrri hálfleikinn komust Víkingar betur inn í leikinn, en rétt eins og gegn Skagamönnum í síðustu umferð gekk gestunum ekkert að skapa sér alvöru færi. Fátt var í raun um fína drætti í fyrri hálfleiknum og staðan markalaus eftir hann.Það tók 75 mínútur fyrir leikinn að fara almennilega í gang en þá sprakk líka allt í loft upp. Á síðustu fimmtán mínútunum voru skoruð tvö mörk og Stjörnumenn fengu tvö rauð spjöld. Þórhallur Kári Knútsson hleypti öll upp með að brjóta ísinn á 75. mínútu, en hann tók færið sitt vel í teignum eftir fyrirgjöf Daníels Laxdal. Vel gert hjá varamanninum en þarna var fjörið rétt að byrja. Michael Præst, fyrirliði Stjörnunnar, fékk rautt spjald í næstu sókn Víkinga fyrir að sparka Hallgrím Mar niður aftan frá. Hallgrímur skýldi boltanum og danski fyrirliðinn sparkaði aftan í hælana á honum. Gult spjald og hressilegt tiltal hefði líklega verið nóg en Ívar Orri Kristjánsson vísaði honum af velli. Það má deila um dóminn hjá Ívar en brotið var óþarfi hjá Præst. Sex mínútum síðar jafnaði Víkingur með marki Serbans Vladimir Tufegdiz. Hann stangaði boltann í netið af stuttu færi eftir aukaspyrnu Hallgríms Mar inn á teiginn. Hallgrímur er heldur betur að sýna þessa dagana að hann er tilbúinn í Pepsi-deildina. Húsvíkingurinn var mjög góður í dag. Fjörið var ekki búið því Brynjar Gauti Guðjónsson átti eftir að fá gult spjald í annað sinn fyrir að trufla Thomas Nielsen þegar hann ætlaði að losa boltann í skyndisókn. Brotið, ef brot má kalla, virtist algjört óviljaverk og í raun sturlað að reka manninn af velli. Tveimur fleiri náðu Víkingar ekki að stela hinum stigunum tveimur og niðurstaðan mátulega sanngjarnt jafntefli, 1-1. Leikáætlun Víkinga gekk vel upp í kvöld en þeir leyfðu Stjörnunni að vera með boltann og sóttu svo hratt. Þeir sköpuðu sér nokkur færi en Gunnar Nielsen, sem átti fínan dag, sá við þeim í markinu. Stjörnumenn eiga að vera fúlir með þetta stig þegar á heildina er litið miðað við hvað þeir voru mikið með boltann. Það er bara ekkert samasemmerki á milli þess og að skapa sér færi eins og Garðbæingar hafa heldur betur áttað sig á í sumar. Víkingar eru nú með 17 stig í Pepsi-deildinni og á leið inn í tvo stærstu leiki sumarsins; sex stiga leiki gegn Leikni og ÍBV. Lífsbarátta þeirra heldur áfram á meðan Stjarnan varð fyrir enn einu áfallinu í baráttunni um Evrópudeildarsæti.Rúnar Páll: Glórulaust hjá dómaranum "Það er erfitt að skapa eitthvað á móti Víkingunum þegar þeir liggja svona aftarlega og beita skyndisóknum. Við vissum að þeir myndu spila svona því þessu hafa þeir beitt síðan Milos tók við og gert það vel," sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, við Vísi eftir leikinn. "Mér fannst við spila vel í dag. Við sköpuðum samt ekkert mikið af færum en eftir að við skoruðum vildi maður sigla þessu í höfn. Þannig er það nú bara. Við vorum ekkert óheppnir heldur bara klaufar að taka þetta ekki." Michael Præst, fyrirliði Stjörnunnar, fékk beint rautt spjald fyrir að sparka Hallgrím Mar Steingrímsson niður á 77. mínútu og seinna fékk Brynjar Gauti Guðjónsson sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir að hlaupa fyrir Thomas Nielsen, markvörð Víkings. "Þetta var glórulaust rautt spjald sem Præst fær en það var óþarfi hjá honum að fara út í svona tæklingar. Svo fær Brynjar rautt spjald eftir tilviljanakenndar pælingar hjá dómaranum. Alveg glórulaust. Það var erfitt að vera tveimur færri síðustu mínúturnar," sagði Rúnar og hélt áfram um Brynjar Gauta: "Þetta er alveg glórulaust. Brynjar Gauti var bara að hlaupa til baka og hvort hann hafi rekist í boltann eða einhver annar veit ég ekki. Ég held að dómarinn hafi ekki vitað það sjálfur og gaf Brynjari því þetta fína gula spjald. Ég á eftir að sjá þetta aftur en ég held að þetta sé ekki rétt hjá dómaranum." "Þetta er dýrt fyrir okkur, en sem betur fer erum við með sterkan hóp og við leysum þetta fyrir mánudaginn." Stjörnuþjálfarinn kættist ekkert yfir því að fá eitt stig þrátt fyrir að tveimur færri síðasta hluta leiksins. "Ég er ekkert sáttur við stigið. Þeir eru að ræna tveimur stigum frá okkur. Við vorum miklu betri aðilinn í þessum leik og eigum að fá meira út úr þessu en raun ber vitni," sagði Rúnar Páll. Hann kveðst vonsvikinn yfir því að liðið hafi ekki loks farið í gang eftir sannfærandi sigur á Eyjamönnum á dögunum. Þeim sigri fylgdu Stjörnumenn eftir með tapi gegn Leikni og jafntefli í kvöld. "Auðvitað vonaðist ég til þess að við myndum hrökkva í gang. Við vorum miklu betri aðilinn upp í Breiðholti í síðustu umferð en fengum ekkert þar. Frammistaðan þar var svo sem ekkert til að hrópa húrra fyrir en í dag var hún góð og við áttum skilið meira en eitt stig," sagði Rúnar Páll. Aðspurður að lokum um umræðuna í kringum Jeppe Hansen á Þjóðhátíð í Eyjum sagði Rúnar Páll engar agareglur hafa verið brotnar. Daninn byrjaði á bekknum í dag eftir að vera veikur í í síðustu umferð. "Menn fengu bara frí á laugardag og sunnudag. Það voru engar agareglur brotnar eða neitt slíkt," sagði Rúnar Páll Sigmundsson.Milos: Við vorum betri aðilinn í þessum leik Milos Milojevic, þjálfari Víkings, var máturlega sáttur við stigið sem hann fékk í Garðabænum í kvöld, en undir hans stjórn hafa Víkingar nú náð í átta stig af tólf mögulegum. "Það var ekki mikið af opnum færum hjá okkur né hjá þeim. Leikurinn var að spilast nákvæmlega eins og við vildum. Við gerðum ein varnarmistök og þeir refsa okkur grimmt fyrir þau," sagði Milos við Vísi. "Við sýndum samt frábæran karakter að koma til baka eftir það og vorum grimmir í öllum návígum eftir það. Við vorum fastir fyrir allan leikinn og fáum tvo þeirra manna út af. Ég vildi þrjú stig í dag en er ánægður með eitt stig." Stjarnan var mun meira með boltann í kvöld en Víkingar vörðust fimlega og sóttu hratt þegar þeir gátu. Í raun voru það Víkingar sem fengu betri færi í leiknum en Gunnar Nielsen var fyrir þeim í marki heimamanna. "Mér fannst við betri aðilinn í leiknum. Við fengum besta færið í fyrri hálfleik þegar Hallgrímur skýtur í stöngina og svo ver Gunnar aftur frá honum úr dauðafæri.- í seinni hálfleik," sagði Milos. "Við vorum sterkari og leyfðum þeim bara að vera með boltann. Þú mátt alveg vera með boltann því ef þú skorar ekki mark á móti okkur er mér alveg sama." Víkingur er nú búinn að gera tvö jafntefli í röð en í byrjun tímabils var liðið að gera svolítið af jafnteflum áður en löng taphrina tók við. "Mér fannst strákarnir svara vel fyrir síðasta leik þar sem ég var ekki ánægður með þá. Liðið spilaði vel og holningin á því var góð. Við gerðum bara ein mistök en allt annað var fullkomið. Það væri ekki ósanngjarnt ef við færum heim með öll stigin hér í kvöld," sagði Milos, en þarf liðið ekki að passa upp á í næstu leikjum að láta jafnteflin telja? "Þrjú stig eru alltaf kærkomin en það er alltaf betra að fá eitt stig heldur en ekkert stig. Nú eigum við tvo risaleiki fyrir höndum. Sem betur fer er vika á milli þeirra. Nú förum við bara að einbeita okkur að toppslagnum á móti Leikni. Það eru alltaf hörkuleikir þegar við spilum á móti þeim," sagði Milos Milojevic.1-0: 1-1: Stjörnumenn hafa aðeins unnið heimaleik í sumar.vísir/ernirÞað var kuldalegt yfirbragð á varamannabekk Stjörnunnar í kvöld.vísir/ernirMilos ásamt Helga Sigurðssyni, aðstoðarmanni sínum.vísir/ernir Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Í beinni: Liverpool - Real Madrid | Lendir Real í enn meiri vandræðum? Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira
Víkingur og Stjarnan skilja vanalega jöfn þegar þau mætast í Pepsi-deild karla í fótbolta og sú var niðurstaðan í kvöld þegar lærisveinar Milosar Milojevic heimsóttu Garðabæinn. Liðin skildu jöfn í fimmta sinn í síðustu sex leikjum gegn hvort öðru í efstu deild, 1-1. Varamaðurinn Þórhallur Kári Knútsson kom Stjörnunni yfir en Vladimir Tufgdzeic jafnaði metin í leik þar sem tvö rauð spjöld fóru á loft. Fyrri hálfleikurinn var tíðindalítill sem hentaði gestunum ágætlega. Þeir lögðu upp með að verjast og sækja hratt, en fyrstu 20 mínútur leiksins voru algjör eign Stjörnumanna. Stjörnunni gekk samt bölvanlega að skapa sér færi í fyrri hálfleik. Guðjón Baldvinsson slapp í gegn en missti boltann og langt frá sér þegar hann var kominn framhjá Nielsen í marki Víkings. Þrátt fyrir yfirburðina úti á vellinum komust heimamenn lítt áleiðis gegn Víkingum í fyrri hálfleik. Viktor Bjarki Arnarsson spilaði vel inn á miðjunni og lét Stjörnumennina finna fyrir sér endalaust. Milos Zivkovic var svo sterkur í vörninni. Hallgrímur Mar Steingrímsson minnti á sig með tveimur skotum; það fyrra beint á markið eftir fínan ein leik og það síðara small í stönginni af 25 metra færi eftir frábær tilþrif. Eftir því sem á leið fyrri hálfleikinn komust Víkingar betur inn í leikinn, en rétt eins og gegn Skagamönnum í síðustu umferð gekk gestunum ekkert að skapa sér alvöru færi. Fátt var í raun um fína drætti í fyrri hálfleiknum og staðan markalaus eftir hann.Það tók 75 mínútur fyrir leikinn að fara almennilega í gang en þá sprakk líka allt í loft upp. Á síðustu fimmtán mínútunum voru skoruð tvö mörk og Stjörnumenn fengu tvö rauð spjöld. Þórhallur Kári Knútsson hleypti öll upp með að brjóta ísinn á 75. mínútu, en hann tók færið sitt vel í teignum eftir fyrirgjöf Daníels Laxdal. Vel gert hjá varamanninum en þarna var fjörið rétt að byrja. Michael Præst, fyrirliði Stjörnunnar, fékk rautt spjald í næstu sókn Víkinga fyrir að sparka Hallgrím Mar niður aftan frá. Hallgrímur skýldi boltanum og danski fyrirliðinn sparkaði aftan í hælana á honum. Gult spjald og hressilegt tiltal hefði líklega verið nóg en Ívar Orri Kristjánsson vísaði honum af velli. Það má deila um dóminn hjá Ívar en brotið var óþarfi hjá Præst. Sex mínútum síðar jafnaði Víkingur með marki Serbans Vladimir Tufegdiz. Hann stangaði boltann í netið af stuttu færi eftir aukaspyrnu Hallgríms Mar inn á teiginn. Hallgrímur er heldur betur að sýna þessa dagana að hann er tilbúinn í Pepsi-deildina. Húsvíkingurinn var mjög góður í dag. Fjörið var ekki búið því Brynjar Gauti Guðjónsson átti eftir að fá gult spjald í annað sinn fyrir að trufla Thomas Nielsen þegar hann ætlaði að losa boltann í skyndisókn. Brotið, ef brot má kalla, virtist algjört óviljaverk og í raun sturlað að reka manninn af velli. Tveimur fleiri náðu Víkingar ekki að stela hinum stigunum tveimur og niðurstaðan mátulega sanngjarnt jafntefli, 1-1. Leikáætlun Víkinga gekk vel upp í kvöld en þeir leyfðu Stjörnunni að vera með boltann og sóttu svo hratt. Þeir sköpuðu sér nokkur færi en Gunnar Nielsen, sem átti fínan dag, sá við þeim í markinu. Stjörnumenn eiga að vera fúlir með þetta stig þegar á heildina er litið miðað við hvað þeir voru mikið með boltann. Það er bara ekkert samasemmerki á milli þess og að skapa sér færi eins og Garðbæingar hafa heldur betur áttað sig á í sumar. Víkingar eru nú með 17 stig í Pepsi-deildinni og á leið inn í tvo stærstu leiki sumarsins; sex stiga leiki gegn Leikni og ÍBV. Lífsbarátta þeirra heldur áfram á meðan Stjarnan varð fyrir enn einu áfallinu í baráttunni um Evrópudeildarsæti.Rúnar Páll: Glórulaust hjá dómaranum "Það er erfitt að skapa eitthvað á móti Víkingunum þegar þeir liggja svona aftarlega og beita skyndisóknum. Við vissum að þeir myndu spila svona því þessu hafa þeir beitt síðan Milos tók við og gert það vel," sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, við Vísi eftir leikinn. "Mér fannst við spila vel í dag. Við sköpuðum samt ekkert mikið af færum en eftir að við skoruðum vildi maður sigla þessu í höfn. Þannig er það nú bara. Við vorum ekkert óheppnir heldur bara klaufar að taka þetta ekki." Michael Præst, fyrirliði Stjörnunnar, fékk beint rautt spjald fyrir að sparka Hallgrím Mar Steingrímsson niður á 77. mínútu og seinna fékk Brynjar Gauti Guðjónsson sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir að hlaupa fyrir Thomas Nielsen, markvörð Víkings. "Þetta var glórulaust rautt spjald sem Præst fær en það var óþarfi hjá honum að fara út í svona tæklingar. Svo fær Brynjar rautt spjald eftir tilviljanakenndar pælingar hjá dómaranum. Alveg glórulaust. Það var erfitt að vera tveimur færri síðustu mínúturnar," sagði Rúnar og hélt áfram um Brynjar Gauta: "Þetta er alveg glórulaust. Brynjar Gauti var bara að hlaupa til baka og hvort hann hafi rekist í boltann eða einhver annar veit ég ekki. Ég held að dómarinn hafi ekki vitað það sjálfur og gaf Brynjari því þetta fína gula spjald. Ég á eftir að sjá þetta aftur en ég held að þetta sé ekki rétt hjá dómaranum." "Þetta er dýrt fyrir okkur, en sem betur fer erum við með sterkan hóp og við leysum þetta fyrir mánudaginn." Stjörnuþjálfarinn kættist ekkert yfir því að fá eitt stig þrátt fyrir að tveimur færri síðasta hluta leiksins. "Ég er ekkert sáttur við stigið. Þeir eru að ræna tveimur stigum frá okkur. Við vorum miklu betri aðilinn í þessum leik og eigum að fá meira út úr þessu en raun ber vitni," sagði Rúnar Páll. Hann kveðst vonsvikinn yfir því að liðið hafi ekki loks farið í gang eftir sannfærandi sigur á Eyjamönnum á dögunum. Þeim sigri fylgdu Stjörnumenn eftir með tapi gegn Leikni og jafntefli í kvöld. "Auðvitað vonaðist ég til þess að við myndum hrökkva í gang. Við vorum miklu betri aðilinn upp í Breiðholti í síðustu umferð en fengum ekkert þar. Frammistaðan þar var svo sem ekkert til að hrópa húrra fyrir en í dag var hún góð og við áttum skilið meira en eitt stig," sagði Rúnar Páll. Aðspurður að lokum um umræðuna í kringum Jeppe Hansen á Þjóðhátíð í Eyjum sagði Rúnar Páll engar agareglur hafa verið brotnar. Daninn byrjaði á bekknum í dag eftir að vera veikur í í síðustu umferð. "Menn fengu bara frí á laugardag og sunnudag. Það voru engar agareglur brotnar eða neitt slíkt," sagði Rúnar Páll Sigmundsson.Milos: Við vorum betri aðilinn í þessum leik Milos Milojevic, þjálfari Víkings, var máturlega sáttur við stigið sem hann fékk í Garðabænum í kvöld, en undir hans stjórn hafa Víkingar nú náð í átta stig af tólf mögulegum. "Það var ekki mikið af opnum færum hjá okkur né hjá þeim. Leikurinn var að spilast nákvæmlega eins og við vildum. Við gerðum ein varnarmistök og þeir refsa okkur grimmt fyrir þau," sagði Milos við Vísi. "Við sýndum samt frábæran karakter að koma til baka eftir það og vorum grimmir í öllum návígum eftir það. Við vorum fastir fyrir allan leikinn og fáum tvo þeirra manna út af. Ég vildi þrjú stig í dag en er ánægður með eitt stig." Stjarnan var mun meira með boltann í kvöld en Víkingar vörðust fimlega og sóttu hratt þegar þeir gátu. Í raun voru það Víkingar sem fengu betri færi í leiknum en Gunnar Nielsen var fyrir þeim í marki heimamanna. "Mér fannst við betri aðilinn í leiknum. Við fengum besta færið í fyrri hálfleik þegar Hallgrímur skýtur í stöngina og svo ver Gunnar aftur frá honum úr dauðafæri.- í seinni hálfleik," sagði Milos. "Við vorum sterkari og leyfðum þeim bara að vera með boltann. Þú mátt alveg vera með boltann því ef þú skorar ekki mark á móti okkur er mér alveg sama." Víkingur er nú búinn að gera tvö jafntefli í röð en í byrjun tímabils var liðið að gera svolítið af jafnteflum áður en löng taphrina tók við. "Mér fannst strákarnir svara vel fyrir síðasta leik þar sem ég var ekki ánægður með þá. Liðið spilaði vel og holningin á því var góð. Við gerðum bara ein mistök en allt annað var fullkomið. Það væri ekki ósanngjarnt ef við færum heim með öll stigin hér í kvöld," sagði Milos, en þarf liðið ekki að passa upp á í næstu leikjum að láta jafnteflin telja? "Þrjú stig eru alltaf kærkomin en það er alltaf betra að fá eitt stig heldur en ekkert stig. Nú eigum við tvo risaleiki fyrir höndum. Sem betur fer er vika á milli þeirra. Nú förum við bara að einbeita okkur að toppslagnum á móti Leikni. Það eru alltaf hörkuleikir þegar við spilum á móti þeim," sagði Milos Milojevic.1-0: 1-1: Stjörnumenn hafa aðeins unnið heimaleik í sumar.vísir/ernirÞað var kuldalegt yfirbragð á varamannabekk Stjörnunnar í kvöld.vísir/ernirMilos ásamt Helga Sigurðssyni, aðstoðarmanni sínum.vísir/ernir
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Í beinni: Liverpool - Real Madrid | Lendir Real í enn meiri vandræðum? Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira