Fótbolti

Marca: Sergio Ramos búinn að samþykkja nýjan samning

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Sergio Ramos í æfingarleik Real Madrid gegn Inter.
Sergio Ramos í æfingarleik Real Madrid gegn Inter. Vísir/Getty
Spænska blaðið Marca greinir frá því í dag að Sergio Ramos, spænski varnarmaður liðsins, hafi samþykkt nýjan fimm ára samning hjá félaginu. Ætti það að gera út um alla orðróma um að hann sé á förum frá félaginu.

Ramos hefur undanfarnar vikur verið orðaður við Manchester United en hann á aðeins tvö ár eftir af núverandi samningi sínum. Var hann nefndur sem hluti af félagsskiptum David De Gea til Real Madrid en Ramos virðist hafa gert út um allar slíkar viðræður.

Samkvæmt Marca hafa Manchester United og Real Madrid hinsvegar endurvakið viðræður sínar um De Gea en spænski markvörðurinn hefur verið orðaður við Real Madrid í langan tíma. Samkvæmt Marca langar De Gea að snúa aftur til borgarinnar sem hann ólst upp í og kærastan hans býr í.

Verður Louis Van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United, því að snúa sér að öðrum skotmörkum en Ramos en talið er líklegt að Manchester United leggji fram tilboð í argentínska miðvörðinn Nicolas Otamendi sem hefur verið orðaður við félagið í allt í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×