Íslenski boltinn

Þorsteinn Már klárar tímabilið með KR

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Þorsteinn Már í leik gegn ÍBV á dögunum.
Þorsteinn Már í leik gegn ÍBV á dögunum. Vísir/Stefán
Þorsteinn Már Ragnarsson, framherji KR, verður áfram hjá félaginu út tímabilið en miklar vangaveltur hafa verið um framtíð hans í Vesturbænum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá knattspyrnudeild KR sem kom út rétt í þessu en samkvæmt yfirlýsingu félagsins var um að ræða klásúlu sem gerði það að verkum að Þorsteinn gæti óskað þess að KR myndi íhuga að selja hann að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.

KR hefur hinsvegar samkvæmt yfirlýsingunni tekið þá ákvörðun um að halda Þorsteini Má út samningstímann þrátt fyrir að Þorsteinn hafi fengið heimild til þess að ræða við önnur lið í Pepsi-deildinni. Kemur fram í tilkynninguni að þessi ákvörðun sé tekin í góðri sátt við Þorstein en yfirlýsinguna má lesa hér fyrir neðan.

Tilkynning frá knattspyrnudeild KR

Undanfarnar vikur hafa verið uppi vangaveltur um framtíð Þorsteins Más Ragnarssonar og mörg lið hafa sýnt leikmanninum áhuga.  Þorsteinn Már er samningsbundinn KR út leiktímabilið 2015 en samkomulag hafði verið í gildi þess efnis að Þorsteinn Már gæti óskað eftir að KR myndi íhuga sölu á honum á miðju yfirstandandi leiktímabili, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.

Að vel athuguðu máli hefur KR ákveðið að Þorsteinn muni vera um kyrrt hjá KR út samningstímann.  Þorsteinn Már gegnir þýðingarmiklu hlutverki í liði KR og er mikils metinn af stuðningsmönnum félagsins. Ákvörðunin er tekin í góðri sátt leikmannsins og KR.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×