Arnar: Ég ætla ekki að svara þessu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. júlí 2015 21:49 Arnar Grétarsson. vísir/ernir Arnar Grétarsson var ósáttur við 1-0 tap sinna manna í Breiðabliki gegn Fylki í kvöld. Hann vildi ekki svara því hvort loforð hafi verið svikin þegar í ljós kom að KR-ingurinn Þorsteinn Már Ragnarsson kæmi ekki til liðsins í júlíglugganum. „Ég er drullusvekktur og ég held að allir drengirnir séu það líka. Þetta var gott tækifæri til að koma okkur upp í annað sæti deildarinnar en því miður voru allt of margir leikmenn að spila undir getu. Því fór sem fór.“ „Ég veit ekki hvað maður á að segja, svo ósáttur er ég. Við vorum miklu meira með boltann enda uppleggið hjá Fylki að liggja til baka og sækja hratt á okkur.“ „Það var blóðugt að bregðast ekki betur við því þegar við töpum boltanum framarlega en við gerum í kvöld. En þetta er búið og það er bara næsti leikur - hann er gegn KR og þar þurfa menn heldur betur að stíga upp og sækja þrjú stig.“ Hann segir að vandamálið sé ekki að sóknarmenn Breiðabliks hafi ekki staðið sig í stykkinu fremur en aðrir leikmenn liðsins. „Engan veginn. Það voru bara allt of margir í dag að spila undir pari og það vita þeir best sjálfir.“ „Við höfum skorað slatta af mörkum og ekki vandamál hjá okkur. Þetta hefði getað dottið okkar megin en markið hjá Alberti var algjör snilld og ekki af honum tekið. Ég er bara hundfúll.“ Arnar myndi þiggja að fá nýjan leikmann inn í glugganum í júlí til að styrkja hópinn, því neitar hann ekki. „Það er alltaf gott að vera með góðan hóp en við verðum að skoða hvað gerist - hvort einhver komi eða ekki breytir ekki öllu. Ef ekki þá getum við vel haldið áfram á þeim leikmönnum sem hafa skilað liðinu í þessa stöðu.“ Þorsteinn Már Ragnarsson hafði verið sterklega orðaður við Breiðablik en KR tilkynnti í dag að hann yrði áfram í herbúðum KR-inga. „Ef þetta er niðurstaðan og maðurinn ætlar að vera í KR þá er það bara þannig. Við óskum honum bara alls hins besta. Svona er þetta bara og ekkert við því að segja. Maður verður að virða ákvarðanir leikmanna.“ Engin svikin loforð? „Ég ætla ekki að svara þessu.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira
Arnar Grétarsson var ósáttur við 1-0 tap sinna manna í Breiðabliki gegn Fylki í kvöld. Hann vildi ekki svara því hvort loforð hafi verið svikin þegar í ljós kom að KR-ingurinn Þorsteinn Már Ragnarsson kæmi ekki til liðsins í júlíglugganum. „Ég er drullusvekktur og ég held að allir drengirnir séu það líka. Þetta var gott tækifæri til að koma okkur upp í annað sæti deildarinnar en því miður voru allt of margir leikmenn að spila undir getu. Því fór sem fór.“ „Ég veit ekki hvað maður á að segja, svo ósáttur er ég. Við vorum miklu meira með boltann enda uppleggið hjá Fylki að liggja til baka og sækja hratt á okkur.“ „Það var blóðugt að bregðast ekki betur við því þegar við töpum boltanum framarlega en við gerum í kvöld. En þetta er búið og það er bara næsti leikur - hann er gegn KR og þar þurfa menn heldur betur að stíga upp og sækja þrjú stig.“ Hann segir að vandamálið sé ekki að sóknarmenn Breiðabliks hafi ekki staðið sig í stykkinu fremur en aðrir leikmenn liðsins. „Engan veginn. Það voru bara allt of margir í dag að spila undir pari og það vita þeir best sjálfir.“ „Við höfum skorað slatta af mörkum og ekki vandamál hjá okkur. Þetta hefði getað dottið okkar megin en markið hjá Alberti var algjör snilld og ekki af honum tekið. Ég er bara hundfúll.“ Arnar myndi þiggja að fá nýjan leikmann inn í glugganum í júlí til að styrkja hópinn, því neitar hann ekki. „Það er alltaf gott að vera með góðan hóp en við verðum að skoða hvað gerist - hvort einhver komi eða ekki breytir ekki öllu. Ef ekki þá getum við vel haldið áfram á þeim leikmönnum sem hafa skilað liðinu í þessa stöðu.“ Þorsteinn Már Ragnarsson hafði verið sterklega orðaður við Breiðablik en KR tilkynnti í dag að hann yrði áfram í herbúðum KR-inga. „Ef þetta er niðurstaðan og maðurinn ætlar að vera í KR þá er það bara þannig. Við óskum honum bara alls hins besta. Svona er þetta bara og ekkert við því að segja. Maður verður að virða ákvarðanir leikmanna.“ Engin svikin loforð? „Ég ætla ekki að svara þessu.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira