Enski boltinn

Hermann: Geggjað að koma inn í þennan hóp

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Fylkismenn sóttu frábær þrjú stig í Kópavoginn.
Fylkismenn sóttu frábær þrjú stig í Kópavoginn. vísir/andri marinó
„Við verðum að vera sáttir við þessa niðurstöðu en ég er fyrst og fremst ánægður með hvernig mínir menn hafa spilað og framlag þeirra í þessum tveimur leikjum,“ sagði Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis, eftir 1-0 sigur á Breiðabliki í kvöld.

Hann segir að leikskipulag hans hafi gengið vel upp í kvöld. „Við ætluðum í aðeins meiri hápressu en þeir voru klókir og leystu vel úr því. Blikar vita vel hvað þeir eru að gera enda með frábært lið.“

„Við þurftum því að vera þolinmóðir og þéttir - vinna saman og það gekk í raun upp hjá okkur. Við áttum þessi stig skilið. Við fengum öll bestu færin og þetta er uppskera sem við áttum skilið.“

Hann segist ánægður með fyrstu dagana sína hjá Fylki. „Mér leið strax vel þegar ég kom inn í klefann. Maður fær bakteríu þegar maður byrjar að þjálfa og mér fannst geggjað að koma inn.“

„Það eru mikil gæði í þessum hópi hjá okkur. Strákanir eru miklir vinir og langflestir Árbæingar og Fylkismenn. Þeir vilja deyja fyrir klúbbinn og þegar þeir leggja allt í þetta skiptir engu máli gegn hverjum við spilum - við getum sótt stig alls staðar.“

Hann segir að nú taki við nýtt verkefni. „Þessir leikir hjálpa okkur því miður ekkert. Við getum byggt á þessu en við verðum að næsta leik öðruvísi upp enda á heimavelli. En ef vinnuframlagið verður svipað þá verð ég kátur. Við sjáum svo til hvort að stigin fylgja með.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×