Hallbera: Komum í Breiðablik til að vinna titla Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. júlí 2015 19:00 Hallbera hefur leikið alla leiki Breiðabliks í sumar. vísir/andri marinó Hallbera Guðný Gísladóttir er einn fimm fulltrúa Breiðabliks í úrvalsliði fyrri umferðar Pepsi-deildar kvenna en viðurkenningar fyrir hana voru veittar í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í hádeginu í dag. Hallbera er hluti af ógnarsterkri vörn Blika sem hefur aðeins fengið á sig tvö mörk í Pepsi-deildinni og haldið hreinu í síðustu átta leikjum sínum. „Þetta er alltaf skemmtilegt. Við erum búnar að hleypa fáum mörkum inn svo þetta kom ekkert sérstaklega á óvart,“ sagði Hallbera en hver er lykilinn að þessum sterka varnarleik Breiðabliks? „Ég er að spila við hliðina á Fríðu (Málfríði Ernu Sigurðardóttur) og spilaði lengi með henni í Val. Mér finnst vera góð blanda í vörninni, það er reynsla og hraði og allt sem til þarf. Þetta hefur smollið vel saman.“ Hallbera kom Breiðabliks frá Val fyrir tímabilið, ásamt Málfríði og Svövu Rós Guðmundsdóttur. Hallbera og Málfríður unnu marga titla saman með Val og komu með sigurþekkingu inn í Blikaliðið sem hefur ekki orðið Íslandsmeistari síðan 2005. „Við komum með ákveðna reynslu inn í liðið og það er ekkert leyndarmál að við komum í Breiðablik til að vinna titla. Breiðablik er búið að vera með mjög gott lið undanfarin ár en ekki náð að taka síðasta skrefið. Vonandi er blandan í liðinu rétt núna,“ sagði Hallbera en hvernig hafa fyrstu mánuðir í grænu treyjunni verið? „Ég þurfti aðeins venjast þessu en þetta er búið að vera frábært. Aðstaðan hjá Breiðabliki er mjög flott og það er hugsað vel um kvennaliðið sem skiptir miklu máli.“ Liðsfélagi Hallberu, Fanndís Friðriksdóttir, var útnefnd besti leikmaður fyrri umferðarinnar en hún hefur farið á kostum í sumar og er markahæst í Pepsi-deildinni með 14 mörk í 11 leikjum. „Það er frábært að vera með svona leikmann. Hún hefur staðið upp úr og klárað leikina fyrir okkur og heldur vonandi áfram á sömu braut,“ sagði Hallbera að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Breiðablik með fimm fulltrúa í liði fyrri umferðarinnar | Fanndís valin best Breiðablik á alls sex fulltrúa í liði fyrri umferðar Pepsi deildar kvenna, þar á meðal Fanndísi Friðriksdóttir sem var valin besti leikmaður fyrri umferðarinnar. 22. júlí 2015 12:19 Ásgerður Stefanía: Megum ekki bíða eftir að Blikar misstígi sig Íslands- og bikarmeistarar Stjörnunnar eiga tvö fulltrúa í úrvalsliði fyrri umferðar Pepsi-deildar kvenna sem var tilkynnt í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í hádeginu í dag. 22. júlí 2015 14:28 Þorsteinn: Vil helst fá viðurkenninguna eftir tvo mánuði Breiðablik fékk flestar viðurkenningar á hófi sem KSÍ hélt í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í hádeginu en þar voru veittar viðurkenningar fyrir fyrri umferð Pepsi-deildar kvenna. 22. júlí 2015 13:24 Fanndís: Þurfum að spýta aðeins í lófana Fanndís Friðriksdóttir var valinn besti leikmaður fyrri umferðar Pepsi-deildar kvenna á hófi sem var haldið í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í hádeginu í dag. 22. júlí 2015 15:34 Rakel tryggði tíu Blikum sigur gegn botnliðinu | Myndir Telma Hjaltalín sá rautt í 1-0 sigri toppliðsins gegn Aftureldingu í Kópavogi. 21. júlí 2015 21:07 Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Fleiri fréttir Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Sjá meira
Hallbera Guðný Gísladóttir er einn fimm fulltrúa Breiðabliks í úrvalsliði fyrri umferðar Pepsi-deildar kvenna en viðurkenningar fyrir hana voru veittar í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í hádeginu í dag. Hallbera er hluti af ógnarsterkri vörn Blika sem hefur aðeins fengið á sig tvö mörk í Pepsi-deildinni og haldið hreinu í síðustu átta leikjum sínum. „Þetta er alltaf skemmtilegt. Við erum búnar að hleypa fáum mörkum inn svo þetta kom ekkert sérstaklega á óvart,“ sagði Hallbera en hver er lykilinn að þessum sterka varnarleik Breiðabliks? „Ég er að spila við hliðina á Fríðu (Málfríði Ernu Sigurðardóttur) og spilaði lengi með henni í Val. Mér finnst vera góð blanda í vörninni, það er reynsla og hraði og allt sem til þarf. Þetta hefur smollið vel saman.“ Hallbera kom Breiðabliks frá Val fyrir tímabilið, ásamt Málfríði og Svövu Rós Guðmundsdóttur. Hallbera og Málfríður unnu marga titla saman með Val og komu með sigurþekkingu inn í Blikaliðið sem hefur ekki orðið Íslandsmeistari síðan 2005. „Við komum með ákveðna reynslu inn í liðið og það er ekkert leyndarmál að við komum í Breiðablik til að vinna titla. Breiðablik er búið að vera með mjög gott lið undanfarin ár en ekki náð að taka síðasta skrefið. Vonandi er blandan í liðinu rétt núna,“ sagði Hallbera en hvernig hafa fyrstu mánuðir í grænu treyjunni verið? „Ég þurfti aðeins venjast þessu en þetta er búið að vera frábært. Aðstaðan hjá Breiðabliki er mjög flott og það er hugsað vel um kvennaliðið sem skiptir miklu máli.“ Liðsfélagi Hallberu, Fanndís Friðriksdóttir, var útnefnd besti leikmaður fyrri umferðarinnar en hún hefur farið á kostum í sumar og er markahæst í Pepsi-deildinni með 14 mörk í 11 leikjum. „Það er frábært að vera með svona leikmann. Hún hefur staðið upp úr og klárað leikina fyrir okkur og heldur vonandi áfram á sömu braut,“ sagði Hallbera að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Breiðablik með fimm fulltrúa í liði fyrri umferðarinnar | Fanndís valin best Breiðablik á alls sex fulltrúa í liði fyrri umferðar Pepsi deildar kvenna, þar á meðal Fanndísi Friðriksdóttir sem var valin besti leikmaður fyrri umferðarinnar. 22. júlí 2015 12:19 Ásgerður Stefanía: Megum ekki bíða eftir að Blikar misstígi sig Íslands- og bikarmeistarar Stjörnunnar eiga tvö fulltrúa í úrvalsliði fyrri umferðar Pepsi-deildar kvenna sem var tilkynnt í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í hádeginu í dag. 22. júlí 2015 14:28 Þorsteinn: Vil helst fá viðurkenninguna eftir tvo mánuði Breiðablik fékk flestar viðurkenningar á hófi sem KSÍ hélt í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í hádeginu en þar voru veittar viðurkenningar fyrir fyrri umferð Pepsi-deildar kvenna. 22. júlí 2015 13:24 Fanndís: Þurfum að spýta aðeins í lófana Fanndís Friðriksdóttir var valinn besti leikmaður fyrri umferðar Pepsi-deildar kvenna á hófi sem var haldið í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í hádeginu í dag. 22. júlí 2015 15:34 Rakel tryggði tíu Blikum sigur gegn botnliðinu | Myndir Telma Hjaltalín sá rautt í 1-0 sigri toppliðsins gegn Aftureldingu í Kópavogi. 21. júlí 2015 21:07 Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Fleiri fréttir Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Sjá meira
Breiðablik með fimm fulltrúa í liði fyrri umferðarinnar | Fanndís valin best Breiðablik á alls sex fulltrúa í liði fyrri umferðar Pepsi deildar kvenna, þar á meðal Fanndísi Friðriksdóttir sem var valin besti leikmaður fyrri umferðarinnar. 22. júlí 2015 12:19
Ásgerður Stefanía: Megum ekki bíða eftir að Blikar misstígi sig Íslands- og bikarmeistarar Stjörnunnar eiga tvö fulltrúa í úrvalsliði fyrri umferðar Pepsi-deildar kvenna sem var tilkynnt í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í hádeginu í dag. 22. júlí 2015 14:28
Þorsteinn: Vil helst fá viðurkenninguna eftir tvo mánuði Breiðablik fékk flestar viðurkenningar á hófi sem KSÍ hélt í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í hádeginu en þar voru veittar viðurkenningar fyrir fyrri umferð Pepsi-deildar kvenna. 22. júlí 2015 13:24
Fanndís: Þurfum að spýta aðeins í lófana Fanndís Friðriksdóttir var valinn besti leikmaður fyrri umferðar Pepsi-deildar kvenna á hófi sem var haldið í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í hádeginu í dag. 22. júlí 2015 15:34
Rakel tryggði tíu Blikum sigur gegn botnliðinu | Myndir Telma Hjaltalín sá rautt í 1-0 sigri toppliðsins gegn Aftureldingu í Kópavogi. 21. júlí 2015 21:07