Íslenski boltinn

Gunnlaugur Hlynur lánaður til Víkings Ólafsvíkur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gunnlaugur var á sínum tíma á mála hjá Club Brügge.
Gunnlaugur var á sínum tíma á mála hjá Club Brügge. vísir/pjetur
Breiðablik hefur lánað miðjumanninn Gunnlaug Hlyn Birgisson til Víkings Ólafsvíkur út tímabilið.

Gunnlaugur, sem er tvítgur að aldri, var í byrjunarliði Breiðabliks í fyrstu tveimur leikjum liðsins í Pepsi-deildinni í sumar en hefur síðan þá ekkert komið við sögu í deildinni. Hann lék hins vegar báða leiki Blika í Borgunarbikarnum.

Gunnlaugur kom til Breiðabliks frá Club Brügge um mitt síðasta sumar en hann var á mála hjá belgíska liðinu um tveggja ára skeið.

Gunnlaugur lék á sínum tíma átta leiki með U-19 ára landsliði Íslands og 13 leiki með U-17 ára liðinu.

Víkingur er í 2. sæti 1. deildar, aðeins stigi á eftir toppliði Þróttar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×