Ásmundur: Þetta verður smá púsluspil Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. júlí 2015 18:22 „Það er bara mjög stutt síðan. Þetta gerðist á síðustu 2-3 dögum,“ sagði Ásmundur Arnarsson, nýráðinn þjálfari ÍBV, í samtali við Akraborgina í dag aðspurður um aðdragandann að ráðningunni hjá Eyjamönnum. Ásmundur, sem var rekinn frá Fylki fyrr í mánuðinum, var í dag ráðinn ÍBV út tímabilið. Jóhannes Harðarson verður í persónulegu leyfi út sumarið. „Mér líst mjög vel á þetta. Þetta er búið að vera smá rússíbanareið síðustu vikur. Síðasti leikur sem ég stýrði Fylki var einmitt mér,“ sagði Ásmundur en hann var rekinn eftir 4-0 bikartap Fylkis á Hásteinsvelli. „Ekki óraði mig fyrir því í framhaldinu að þetta yrði niðurstaðan, en um leið og þessi möguleiki kom upp þá heillaði ahnn verulega.“ „Ég hef fylgst með Eyjaliðinu vaxa og dafna undanfarnar vikur. Það býr mikið í þessum hóp þannig það verður spennandi að byggja ofan á þetta góða starf sem unnið er hér.“Aldrei sáttur við að vera rekinn Ingi Sigurðsson hefur stýrt Eyjaliðinu í undanförnum leikjum, en undir hans stjórn vann liðið tvo deildarleiki og einn bikarleik með markatölunni 10-0. Það kom ekki til greina að hann yrði áfram. „Mér skylst að það var ekki möguleiki í stöðinni. Þeir vildu fá mann í brúnna til að stýra þessu,“ sagði Ásmundur sem er ekki sáttur við brottreksturinn frá Fylki. „Maður er aldrei sáttur við það, en þessi bolti er bara svona. Maður býr við þetta og áttar sig á því að enginn er eilífur í þessu. Ef mönnum finnst þurfa að gera breytingar verða þeir að gera þær og standa og falla með þeim.“Býr í Kópavogi Ásmundur verður á milli lands og Eyja nú eftir að hann gerðist þjálfari liðsins, en hann þarf að hagræða hlutum í kringum þjálfarastarfið. „Þetta verður smá púsluspil. Ég bý í Kópavogi og sinni einhverjum störfum í bænum. Ég sagði strax við Eyjamenn að þetta yrði púsluspil, en ég fann að hér var mikill hugur að láta þetta ganga upp. Ég mun njóta aðstoðar þeirra manna sem hafa látið þetta ganga undanfarið,“ sagði Ásmundur, en kemur til greina að hann verði áfram eftir tímabilið? „Það var bara sameiginleg ákvörðun að gera þetta svona núna og það er mjög skynsamlegt að horfa á þetta þannig fyrst. Svo kemur í ljós hvort það verði áhugi beggja aðila fyrir áframhaldandi samstarfi,“ sagði Ásmundur Arnarsson. Hægt er að hlusta á allt viðtalið í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Handbolti Skýrsla Vals: Píptest og svefnlyf Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Grænhöfðaeyjum: Hlaðborð fyrir hornamennina Handbolti „Ég gerði það sem ég geri á æfingum“ Sport Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Fótbolti Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin: Körfuboltakvöld og enska b-deildin Sport „Þetta tók eina eða tvær sóknir en svo var ég rólegur“ Handbolti Töfræðin á móti Grænhöfðaeyjum: Orri nýtti allt sitt í fyrsta HM-leiknum Handbolti Fleiri fréttir Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Sjá meira
„Það er bara mjög stutt síðan. Þetta gerðist á síðustu 2-3 dögum,“ sagði Ásmundur Arnarsson, nýráðinn þjálfari ÍBV, í samtali við Akraborgina í dag aðspurður um aðdragandann að ráðningunni hjá Eyjamönnum. Ásmundur, sem var rekinn frá Fylki fyrr í mánuðinum, var í dag ráðinn ÍBV út tímabilið. Jóhannes Harðarson verður í persónulegu leyfi út sumarið. „Mér líst mjög vel á þetta. Þetta er búið að vera smá rússíbanareið síðustu vikur. Síðasti leikur sem ég stýrði Fylki var einmitt mér,“ sagði Ásmundur en hann var rekinn eftir 4-0 bikartap Fylkis á Hásteinsvelli. „Ekki óraði mig fyrir því í framhaldinu að þetta yrði niðurstaðan, en um leið og þessi möguleiki kom upp þá heillaði ahnn verulega.“ „Ég hef fylgst með Eyjaliðinu vaxa og dafna undanfarnar vikur. Það býr mikið í þessum hóp þannig það verður spennandi að byggja ofan á þetta góða starf sem unnið er hér.“Aldrei sáttur við að vera rekinn Ingi Sigurðsson hefur stýrt Eyjaliðinu í undanförnum leikjum, en undir hans stjórn vann liðið tvo deildarleiki og einn bikarleik með markatölunni 10-0. Það kom ekki til greina að hann yrði áfram. „Mér skylst að það var ekki möguleiki í stöðinni. Þeir vildu fá mann í brúnna til að stýra þessu,“ sagði Ásmundur sem er ekki sáttur við brottreksturinn frá Fylki. „Maður er aldrei sáttur við það, en þessi bolti er bara svona. Maður býr við þetta og áttar sig á því að enginn er eilífur í þessu. Ef mönnum finnst þurfa að gera breytingar verða þeir að gera þær og standa og falla með þeim.“Býr í Kópavogi Ásmundur verður á milli lands og Eyja nú eftir að hann gerðist þjálfari liðsins, en hann þarf að hagræða hlutum í kringum þjálfarastarfið. „Þetta verður smá púsluspil. Ég bý í Kópavogi og sinni einhverjum störfum í bænum. Ég sagði strax við Eyjamenn að þetta yrði púsluspil, en ég fann að hér var mikill hugur að láta þetta ganga upp. Ég mun njóta aðstoðar þeirra manna sem hafa látið þetta ganga undanfarið,“ sagði Ásmundur, en kemur til greina að hann verði áfram eftir tímabilið? „Það var bara sameiginleg ákvörðun að gera þetta svona núna og það er mjög skynsamlegt að horfa á þetta þannig fyrst. Svo kemur í ljós hvort það verði áhugi beggja aðila fyrir áframhaldandi samstarfi,“ sagði Ásmundur Arnarsson. Hægt er að hlusta á allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Handbolti Skýrsla Vals: Píptest og svefnlyf Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Grænhöfðaeyjum: Hlaðborð fyrir hornamennina Handbolti „Ég gerði það sem ég geri á æfingum“ Sport Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Fótbolti Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin: Körfuboltakvöld og enska b-deildin Sport „Þetta tók eina eða tvær sóknir en svo var ég rólegur“ Handbolti Töfræðin á móti Grænhöfðaeyjum: Orri nýtti allt sitt í fyrsta HM-leiknum Handbolti Fleiri fréttir Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Sjá meira