Sexföldum Íslandsmeistara meinað að nota golfbíl Kristinn Páll Teitsson skrifar 23. júlí 2015 07:30 Björgvin slær hér upphafshögg. Vísir/GVA Björgvin Þorsteinsson sem hefur sex sinnum staðið uppi sem Íslandsmeistari tekur um helgina í þátt í Íslandsmótinu í 53. skiptið í röð. Hann sótti um sérsaklega að fá að nota golfbíl á mótinu í ljósi þess að hann sé að berjast við krabbamein en mótastjórn Íslandsmótið hafnaði því. Þetta staðfesti Björgvin í samtali við Morgunblaðið í dag. Björgvin segir frá því að hann hafi sótt um að fá að nota golfbíl í ljósi þess að hann sé í lyfjameðferð síðan í byrjun maí sem gerir honum erfitt með gang. Þrátt fyrir að beiðni Björgvins hafi verið hafnað segist hann þó ætla að taka þátt í mótinu. „Ég ætla að spila, þetta svar kemur mér í raun ekki á óvart í ljósi afstöðu GSÍ gagnvart stráknum í Mosfellsbæ en ég vildi láta á þetta reyna. Það var illa farið með hann,“ sagði Björgvin sem vitnaði í ákvörðun GSÍ eftir að Kári Örn Hinriksson sótti um heimild fyrir notkun golfbíls á Eimskipsmótaröðinni. Kári Örn berst við krabbamein og gat ekki tekið þátt á heimavelli sínum án golfbíls en hafnaði GSÍ beiðni hans á þeim grundvelli að það myndi opna á það að fleiri keppendur gætu beðið um bíl síðar. Björgvin staðfesti síðar við Morgunblaðið að hann ætlaði að gera sitt besta um helgina þrátt fyrir synjun Golfsambandsins en hann hefur leik klukkan 09.20 upp á Skaga. „Ég ætla að ganga eins og ég get og láta á það reyna hvort ég geti klárað. Það fer eflaust að síga í á morgun en ég mun reyna að komast í gegnum niðurskurðinn eins og mér tókst í fyrra,“ sagði fyrrum Íslandsmeistarinn. Golf Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Í beinni: Littler - MVG | Undrabarnið reynir aftur Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Björgvin Þorsteinsson sem hefur sex sinnum staðið uppi sem Íslandsmeistari tekur um helgina í þátt í Íslandsmótinu í 53. skiptið í röð. Hann sótti um sérsaklega að fá að nota golfbíl á mótinu í ljósi þess að hann sé að berjast við krabbamein en mótastjórn Íslandsmótið hafnaði því. Þetta staðfesti Björgvin í samtali við Morgunblaðið í dag. Björgvin segir frá því að hann hafi sótt um að fá að nota golfbíl í ljósi þess að hann sé í lyfjameðferð síðan í byrjun maí sem gerir honum erfitt með gang. Þrátt fyrir að beiðni Björgvins hafi verið hafnað segist hann þó ætla að taka þátt í mótinu. „Ég ætla að spila, þetta svar kemur mér í raun ekki á óvart í ljósi afstöðu GSÍ gagnvart stráknum í Mosfellsbæ en ég vildi láta á þetta reyna. Það var illa farið með hann,“ sagði Björgvin sem vitnaði í ákvörðun GSÍ eftir að Kári Örn Hinriksson sótti um heimild fyrir notkun golfbíls á Eimskipsmótaröðinni. Kári Örn berst við krabbamein og gat ekki tekið þátt á heimavelli sínum án golfbíls en hafnaði GSÍ beiðni hans á þeim grundvelli að það myndi opna á það að fleiri keppendur gætu beðið um bíl síðar. Björgvin staðfesti síðar við Morgunblaðið að hann ætlaði að gera sitt besta um helgina þrátt fyrir synjun Golfsambandsins en hann hefur leik klukkan 09.20 upp á Skaga. „Ég ætla að ganga eins og ég get og láta á það reyna hvort ég geti klárað. Það fer eflaust að síga í á morgun en ég mun reyna að komast í gegnum niðurskurðinn eins og mér tókst í fyrra,“ sagði fyrrum Íslandsmeistarinn.
Golf Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Í beinni: Littler - MVG | Undrabarnið reynir aftur Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira