Íslenski boltinn

FH kallar Diedhiou til baka úr láni

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Mynd/FH.is
FH-ingar hafa kallað Amath Andre Dansokho Diedhiou, senegalska kantmanninn, aftur úr láni en hann hefur verið hjá Leikni það sem af er tímabilsins.

Hinn 25 árs gamli Diedhiou lék alls sex leiki með Leikni í Pepsi-deildinni og einn í Borgunarbikarnum en hann hefur aðeins leikið örfáar mínútur síðan hann var síðast í byrjunarliði Leiknis í 0-3 tapi gegn Fjölni þann 15. júní síðastliðinn. Kom hann stuttlega inná í 0-1 tapi gegn KR þann 28. júní en hann hefur ekkert leikið frá þeim tíma.

Hann gæti leikið gegn Keflavík á þriðjudaginn en liðsfélagar hans í FH eru þessa stundina í Azerbaídjan þar sem þeir eiga leik gegn Inter Bakú í dag.

Er Diedhiou annar leikmaðurinn sem FH kallar aftur úr láni á skömmum tíma en FH ákvað að kalla á dögunum markvörðinn Kristján Pétur Þórisson


Tengdar fréttir

FH samdi við Senegalann

FH-ingar halda áfram að styrkja sig fyrir átökin í Pepsi-deildinni í sumar.

FH lánar Diedhiou til Leiknis

Leiknismenn hafa fengið liðsstyrk fyrir átökin í Pepsi-deild karla en í dag fengu Breiðhyltingar Amath André Diedhiou á láni frá FH.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×