Íslenski boltinn

Ólsarar fá króatískan framherja

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ólsarar eru í góðri stöðu í 1. deildinni.
Ólsarar eru í góðri stöðu í 1. deildinni. vísir/valli
Víkingur Ólafsvík ætlar sér greinilega að fara upp í Pepsi-deild karla en í dag samdi liðið við króatíska framherjann Hrvoje Tokic.

Ólsarar eru í 2. sæti 1. deildar með 26 stig, aðeins einu stigi frá toppliði Þróttar. Þeir hafa þó verið fremur rólegir í markaskorun en Víkingur hefur aðeins skorað 17 mörk í fyrstu 12 umferðunum, fæst liðanna sem eru í sex efstu sætum deildarinnar. Víkingar hafa hins vegar spilað frábæran varnarleik og hafa aðeins fengið á sig sex mörk í deildinni, fæst allra liða.

Tokic, sem er 25 ára, var síðast á mála hjá Aris Limassol á Kýpur. Hann gæti leikið sinn fyrsta leik fyrir Víking gegn Gróttu á morgun.

Tokic, sem skoraði fimm mörk í níu leikjum með króatíska U-19 ára landsliðinu á sínum tíma, var á mála hjá stórliði Hajduk Split á árunum 2009-12 en náði þó aldrei að leika með aðalliði félagsins.

Í gær fékk Víkingur miðjumanninn Gunnlaug Hlyn Birgisson á láni frá Breiðabliki.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×