Íslenski boltinn

Indriði Áki til Fram | Sjöundi leikmaðurinn sem liðið fær í glugganum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Indriði Áki gæti leikið sinn fyrsta leik með Fram gegn Þór á morgun.
Indriði Áki gæti leikið sinn fyrsta leik með Fram gegn Þór á morgun. vísir/valli
Framherjinn Indriði Áki Þorláksson er genginn í raðir Fram frá FH en hann lék sem lánsmaður með Keflavík fyrri hluta sumars.

Indriði, sem er 19 ára, lék sex leiki með Keflavík í Pepsi-deildinni en náði ekki að skora. Hann hefur alls leikið 33 leiki í efstu deild og skorað í þeim átta mörk.

Fram verður fimmta liðið sem Indriði leikur með hér á landi en auk FH og Keflavíkur hefur framherjinn leikið með Val og Leikni.

Indriði er sjöundi leikmaðurinn sem Pétur Pétursson fær til Fram í glugganum en sex þeirra leika framarlega á vellinum.

Fram, sem féll úr Pepsi-deildinni í fyrra, er í 10. sæti 1. deildar með 12 stig, fjórum stigum frá öruggu sæti. Fram tekur á móti Þór á morgun í næsta leik sínum í 1. deildinni.

Leikmennirnir sjö sem Fram hefur fengið í glugganum:

Indriði Áki Þorláksson frá FH

Atli Fannar Jónsson frá Víkingi

Sigurður Gísli Snorrason frá FH

Kristján Atli Marteinsson frá Selfossi

Hrannar Einarsson frá ÍR

Ágúst Örn Arnarson frá Augnabliki

Davíð Einarsson frá Fylki




Fleiri fréttir

Sjá meira


×