Fær Barao uppreisn æru gegn Dillashaw? Pétur Marinó Jónsson skrifar 25. júlí 2015 20:30 Dillashaw fagnar sigrinum á Barao í fyrra. Vísir/Getty Fyrir rúmu ári síðan mættust þeir Renan Barao og TJ Dillashaw um bantamvigtarbelti UFC. Fyrir bardagann var Barao mun sigurstranglegri en eftir sannfærandi en óvæntan sigur Dillashaw hefur taflið snúist við. Renan Barao hafði ekki tapað í 33 bardögum í röð þegar kom að bardaganum gegn TJ Dillashaw þann 24. maí 2014. Barao var bantamvigtarmeistari UFC og að margra mati einn besti bardagamaður heims pund fyrir pund. Andstæðingur hans átti ekki mikla möguleika samkvæmt veðbönkum. Dillashaw þótti efnilegur en full óreyndur fyrir bardaga að þessari stærðargráðu og bjóst enginn við öðru en enn öðrum sigri Barao. Öllum að óvörum gjörsigraði Dillashaw hinn brasilíska Barao. Hann hafði yfirburði frá fyrstu sekúndu bardagans þangað til hann rotaði Barao í fimmtu og síðustu lotunni með hásparki. Hér má sjá bardaga þeirra í heild sinni og frábæran upphitunarþátt UFC. Kapparnir áttu að mætast aftur í ágúst í fyrra en bardaginn var blásinn af aðeins sólarhringi fyrir bardagann. Daginn sem vigtunin fór fram var Barao lagður inn á sjúkrahús þar sem hann hafði reynt að skera of mikið niður til að ná 135 punda takmarkinu og var því meinað að keppa. Í hans stað kom Joe Soto sem Dillashaw sigraði með hásparki í 5. lotu eftir mikla yfirburði. Í fyrri bardaga Dillashaw og Barao tókst Dillashaw að kýla Barao niður í fyrstu lotu. Margir vilja meina (þar á meðal Barao og hans lið) að Barao hafi ekki getað jafnað sig eftir þetta högg og því hafi sigur Dillashaw verið svo sannfærandi. Aðrir telja að Dillashaw sé einfaldlega betri bardagamaður en Barao. Hversu miklu máli skipti þetta högg í fyrstu lotu? Þetta er spurning sem bardagaaðdáendur hafa deilt um í rúmt ár og á morgun verður henni svarað. Að þessu sinni er Dillashaw sigurstranglegri samkvæmt veðbönkum og því hefur taflið snúist við. Barao getur þó hefnt ófaranna frá því í fyrra og endurheimt beltið. Bardaginn er aðalbardaginn á UFC on Fox 16 bardagakvöldinu sem fer fram í kvöld. Bardaginn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin á miðnætti. Eftirtaldir fjórir bardagar verða á dagskrá:Titilbardagi í bantamvigt: TJ Dillashaw gegn Renan BaraoBantamvigt kvenna: Miesha Tate gegn Jessica EyeLéttvigt: Edson Barboza gegn Paul FelderLéttvigt: Joe Lauzon gegn Takenori Gomi MMA Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Risaleikur og nýjar stjörnur Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Róbert Orri semur við Víkinga Í beinni: Osasuna - Real Sociedad | Skorar Orri aftur? Í beinni: Haukar - Þór Þorl. | Unnu síðast útileik fyrir þremur mánuðum Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Lewandowski tryggði Barcelona sigur Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Sjá meira
Fyrir rúmu ári síðan mættust þeir Renan Barao og TJ Dillashaw um bantamvigtarbelti UFC. Fyrir bardagann var Barao mun sigurstranglegri en eftir sannfærandi en óvæntan sigur Dillashaw hefur taflið snúist við. Renan Barao hafði ekki tapað í 33 bardögum í röð þegar kom að bardaganum gegn TJ Dillashaw þann 24. maí 2014. Barao var bantamvigtarmeistari UFC og að margra mati einn besti bardagamaður heims pund fyrir pund. Andstæðingur hans átti ekki mikla möguleika samkvæmt veðbönkum. Dillashaw þótti efnilegur en full óreyndur fyrir bardaga að þessari stærðargráðu og bjóst enginn við öðru en enn öðrum sigri Barao. Öllum að óvörum gjörsigraði Dillashaw hinn brasilíska Barao. Hann hafði yfirburði frá fyrstu sekúndu bardagans þangað til hann rotaði Barao í fimmtu og síðustu lotunni með hásparki. Hér má sjá bardaga þeirra í heild sinni og frábæran upphitunarþátt UFC. Kapparnir áttu að mætast aftur í ágúst í fyrra en bardaginn var blásinn af aðeins sólarhringi fyrir bardagann. Daginn sem vigtunin fór fram var Barao lagður inn á sjúkrahús þar sem hann hafði reynt að skera of mikið niður til að ná 135 punda takmarkinu og var því meinað að keppa. Í hans stað kom Joe Soto sem Dillashaw sigraði með hásparki í 5. lotu eftir mikla yfirburði. Í fyrri bardaga Dillashaw og Barao tókst Dillashaw að kýla Barao niður í fyrstu lotu. Margir vilja meina (þar á meðal Barao og hans lið) að Barao hafi ekki getað jafnað sig eftir þetta högg og því hafi sigur Dillashaw verið svo sannfærandi. Aðrir telja að Dillashaw sé einfaldlega betri bardagamaður en Barao. Hversu miklu máli skipti þetta högg í fyrstu lotu? Þetta er spurning sem bardagaaðdáendur hafa deilt um í rúmt ár og á morgun verður henni svarað. Að þessu sinni er Dillashaw sigurstranglegri samkvæmt veðbönkum og því hefur taflið snúist við. Barao getur þó hefnt ófaranna frá því í fyrra og endurheimt beltið. Bardaginn er aðalbardaginn á UFC on Fox 16 bardagakvöldinu sem fer fram í kvöld. Bardaginn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin á miðnætti. Eftirtaldir fjórir bardagar verða á dagskrá:Titilbardagi í bantamvigt: TJ Dillashaw gegn Renan BaraoBantamvigt kvenna: Miesha Tate gegn Jessica EyeLéttvigt: Edson Barboza gegn Paul FelderLéttvigt: Joe Lauzon gegn Takenori Gomi
MMA Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Risaleikur og nýjar stjörnur Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Róbert Orri semur við Víkinga Í beinni: Osasuna - Real Sociedad | Skorar Orri aftur? Í beinni: Haukar - Þór Þorl. | Unnu síðast útileik fyrir þremur mánuðum Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Lewandowski tryggði Barcelona sigur Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Sjá meira