Signý Íslandsmeistari í höggleik í fyrsta sinn Kristinn Páll Teitsson á Akranesi skrifar 26. júlí 2015 16:55 Signý. Mynd/GSÍ Signý Arnórsdóttir er Íslandsmeistari í höggleik í kvennaflokki eftir að hafa borið sigur úr býtum á Íslandsmótinu á Akranesi í dag. Signý lék gríðarlega vel á lokahringnum en hún fékk alls sex fugla á hringnum. Signý var með tveggja högga forskot fyrir lokahringinn á Ólöfu Þórunni Kristinsdóttir og Sunnu Víðisdóttir eftir að hafa leikið stöðugt og gott golf fyrstu þrjá daga á Íslandsmótinu. Signý lék gríðarlega vel í upphafi og var komin á parið eftir að hafa leikið á fjórum höggum undir pari á tíundu holu. Það var hinsvegar hart sótt að henni í dag. Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni átti frábæran dag en hún lék á fimm höggum undir pari og var jöfn Signýju er hún lauk leik að þessu sinni. Þá sótti Ólafía Þórunn Kristinsdóttir sem varð Íslandsmeistari í höggleik á síðasta ári hart að Signýju en missti af góðu tækifæri til þess að saxa á hana er Ólafía þrípúttaði á sextándu braut. Signý fékk tvo skolla með stuttu millibili á 13. og 14. braut sem hleypti Ólafíu og Valdísi inn í þetta á ný en hún átti heldur betur eftir að svara fyrir það. Signý náði forskotinu á ný á sautjándu braut þegar hún setti niður pútt af tveggja metra færi, stuttu eftir að Valdís lauk leik og þurfti hún því aðeins par á 18. holu vallarins. Lék hún hana af miklu öryggi en hún setti boltann á besta stað og tvípúttaði fyrir Íslandsmeistaratitlinum. Er þetta í fyrsta sinn sem hún stendur uppi sem Íslandsmeistari í höggleik en hún hefur næst komist því þegar hún lenti í öðru sæti í Grafarholtinu. Lýkur mótinu eftir örskamma stund en Þórður Rafn Gissurarson er með örugga forystu í karlaflokkinum á sautjándu braut. Lesa má beina textalýsingu frá deginum hér. Golf Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Signý Arnórsdóttir er Íslandsmeistari í höggleik í kvennaflokki eftir að hafa borið sigur úr býtum á Íslandsmótinu á Akranesi í dag. Signý lék gríðarlega vel á lokahringnum en hún fékk alls sex fugla á hringnum. Signý var með tveggja högga forskot fyrir lokahringinn á Ólöfu Þórunni Kristinsdóttir og Sunnu Víðisdóttir eftir að hafa leikið stöðugt og gott golf fyrstu þrjá daga á Íslandsmótinu. Signý lék gríðarlega vel í upphafi og var komin á parið eftir að hafa leikið á fjórum höggum undir pari á tíundu holu. Það var hinsvegar hart sótt að henni í dag. Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni átti frábæran dag en hún lék á fimm höggum undir pari og var jöfn Signýju er hún lauk leik að þessu sinni. Þá sótti Ólafía Þórunn Kristinsdóttir sem varð Íslandsmeistari í höggleik á síðasta ári hart að Signýju en missti af góðu tækifæri til þess að saxa á hana er Ólafía þrípúttaði á sextándu braut. Signý fékk tvo skolla með stuttu millibili á 13. og 14. braut sem hleypti Ólafíu og Valdísi inn í þetta á ný en hún átti heldur betur eftir að svara fyrir það. Signý náði forskotinu á ný á sautjándu braut þegar hún setti niður pútt af tveggja metra færi, stuttu eftir að Valdís lauk leik og þurfti hún því aðeins par á 18. holu vallarins. Lék hún hana af miklu öryggi en hún setti boltann á besta stað og tvípúttaði fyrir Íslandsmeistaratitlinum. Er þetta í fyrsta sinn sem hún stendur uppi sem Íslandsmeistari í höggleik en hún hefur næst komist því þegar hún lenti í öðru sæti í Grafarholtinu. Lýkur mótinu eftir örskamma stund en Þórður Rafn Gissurarson er með örugga forystu í karlaflokkinum á sautjándu braut. Lesa má beina textalýsingu frá deginum hér.
Golf Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira