Íslenski boltinn

Þór/KA í engum vandræðum með botnliðið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sandra María var á skotskónum fyrir gestina.
Sandra María var á skotskónum fyrir gestina. vísir/auðunn
Þór/KA rúllaði yfir Aftureldingu í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu í dag, en lokatölur urðu 5-1. Leikið var í Mosfellsbæ.

Sandra María Jessen kom Akureyrarliðinu yfir á tólftu mínútu og Sarah M. Miller tvöfaldaði forystuna fjórum mínútum fyrir hlé.

Klara Lindberg kom svo Þór/KA í 3-0 á 61. mínútu, en Sigríður Þóra Birgisdóttir, lánsmaður frá Stjörnunni, minnkaði muninn fyrir Aftureldingu fjórum mínútum síðar.

Klara skoraði svo annað mark sitt og fjórða mark gestanna. Þær voru ekki hættar því Silvía Rán Sigurðardóttir bætti við fimmta markinu sjö mínútum fyrir leikslok og lokatlöur 5-1.

Akureyrarliðið er í þriðja sæti með 21 stig eftir leikina tólf, en Afturelding er á botninum með eitt stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×