Íslenski boltinn

Gunnar Heiðar: Þeir hjá KSÍ þurfa að hysja upp um sig buxurnar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Úr leik Stjörnunnar og ÍBV í kvöld.
Úr leik Stjörnunnar og ÍBV í kvöld. Vísir/Valli
„Við mættum bara ekki nægilega grimmir til leiks og þeir voru bara mun betri en við,“ segir Gunnar Heiðar Þorvaldsson, framherji ÍBV, eftir 3-0 tap fyrir Stjörnunni í dag.

„Við gerum síðan ekkert það sem lagt var upp með fyrir leikinn. Á móti liði eins og Stjörnunni er það bara ekki hægt og því var 3-0 tap bara verðskuldað.“

Gunnar segir að liðið hafi ætlað sér að pressa Stjörnumenn hátt upp á völlinn.

„Þeir fengu bara allt of mikið pláss og fá þá tíma til að gera sýnar kúnstir,“ segir Gunnar en hann varð að fara útaf meiddur í leiknum.

Brotið var á Gunnari í leiknum sem varð þess valdandi að hann varð að yfirgefa völlinn. Garðar Örn Hinriksson, dómari leiksins, gaf honum aftur á móti gult spjald fyrir leikaraskap í atvikinu.

„Þetta var eiginlega óskiljanlegt og ég bara næ þessu ekki. Mér finnst mjög leiðinlegt að koma heima eftir ellefu ár í atvinnumennsku  og sjá það að „standardinn“ á þessum dómurum er bara sá sami. Það er árið 2015 og þeir hjá KSÍ þurfa að hysja upp um sig buxurnar og fara gera þetta almennilega.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×