Daníel og Ásta unnu Skagafjarðarrallið Finnur Thorlacius skrifar 27. júlí 2015 10:35 Daníel og Ásta Sigurðarbörn á fullri ferð í Skagafjarðarrallinu. Nú um helgina fór fram í Skagafirði þriðja umferð í Íslandsmótinu í rallý. Þar mættu til leiks ellefu áhafnir til að aka tíu sérleiðir á tveimur dögum og voru þær mjög krefjandi fyrir bæði bíla og áhafnir. Allar áhafnir skiluðu sér þó í næturhlé á föstudagskvöldið þótt eitthvað hafi verið um minniháttar bilanir. Á laugardeginum voru eknar langar sérleiðir um Mælifellsdal og Vesturdal. Keppni var geysi hörð en þó stóráfalla laus. Einungis tvær áhafnir féllu úr leik og var það vegna bilana í bílunum á laugardagsmorgninum. Í lok dags voru það því níu áhafnir sem skiluðu sér í endamark á Sauðárkróki og urðu úrslit á þá leið að systkinin Daníel og Ásta Sigurðarbörn stóðu uppi sem sigurvegarar en Valdimar Jón Sveinsson og Skafti Skúlason urðu öðru sæti. Í því þriðja urðu íslandsmeistararnir 2014, Baldur Haraldsson og Aðalsteinn Símonarson, en þeir urðu fyrir því óhappi á fyrstu leið laugardagsins að brjóta afturöxul. Dró það verulega úr hraða þeirra en þeir félagar áttu besta tímann á sex sérleiðum af tíu. Næsta keppni í Íslandsmótinu er Rallý Reykjavík sem fer fram á Suðurnesjum, Suðurlandi og Vesturlandi 27. - 29. ágúst n.k. Mest lesið Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent
Nú um helgina fór fram í Skagafirði þriðja umferð í Íslandsmótinu í rallý. Þar mættu til leiks ellefu áhafnir til að aka tíu sérleiðir á tveimur dögum og voru þær mjög krefjandi fyrir bæði bíla og áhafnir. Allar áhafnir skiluðu sér þó í næturhlé á föstudagskvöldið þótt eitthvað hafi verið um minniháttar bilanir. Á laugardeginum voru eknar langar sérleiðir um Mælifellsdal og Vesturdal. Keppni var geysi hörð en þó stóráfalla laus. Einungis tvær áhafnir féllu úr leik og var það vegna bilana í bílunum á laugardagsmorgninum. Í lok dags voru það því níu áhafnir sem skiluðu sér í endamark á Sauðárkróki og urðu úrslit á þá leið að systkinin Daníel og Ásta Sigurðarbörn stóðu uppi sem sigurvegarar en Valdimar Jón Sveinsson og Skafti Skúlason urðu öðru sæti. Í því þriðja urðu íslandsmeistararnir 2014, Baldur Haraldsson og Aðalsteinn Símonarson, en þeir urðu fyrir því óhappi á fyrstu leið laugardagsins að brjóta afturöxul. Dró það verulega úr hraða þeirra en þeir félagar áttu besta tímann á sex sérleiðum af tíu. Næsta keppni í Íslandsmótinu er Rallý Reykjavík sem fer fram á Suðurnesjum, Suðurlandi og Vesturlandi 27. - 29. ágúst n.k.
Mest lesið Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent