Daníel og Ásta unnu Skagafjarðarrallið Finnur Thorlacius skrifar 27. júlí 2015 10:35 Daníel og Ásta Sigurðarbörn á fullri ferð í Skagafjarðarrallinu. Nú um helgina fór fram í Skagafirði þriðja umferð í Íslandsmótinu í rallý. Þar mættu til leiks ellefu áhafnir til að aka tíu sérleiðir á tveimur dögum og voru þær mjög krefjandi fyrir bæði bíla og áhafnir. Allar áhafnir skiluðu sér þó í næturhlé á föstudagskvöldið þótt eitthvað hafi verið um minniháttar bilanir. Á laugardeginum voru eknar langar sérleiðir um Mælifellsdal og Vesturdal. Keppni var geysi hörð en þó stóráfalla laus. Einungis tvær áhafnir féllu úr leik og var það vegna bilana í bílunum á laugardagsmorgninum. Í lok dags voru það því níu áhafnir sem skiluðu sér í endamark á Sauðárkróki og urðu úrslit á þá leið að systkinin Daníel og Ásta Sigurðarbörn stóðu uppi sem sigurvegarar en Valdimar Jón Sveinsson og Skafti Skúlason urðu öðru sæti. Í því þriðja urðu íslandsmeistararnir 2014, Baldur Haraldsson og Aðalsteinn Símonarson, en þeir urðu fyrir því óhappi á fyrstu leið laugardagsins að brjóta afturöxul. Dró það verulega úr hraða þeirra en þeir félagar áttu besta tímann á sex sérleiðum af tíu. Næsta keppni í Íslandsmótinu er Rallý Reykjavík sem fer fram á Suðurnesjum, Suðurlandi og Vesturlandi 27. - 29. ágúst n.k. Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent
Nú um helgina fór fram í Skagafirði þriðja umferð í Íslandsmótinu í rallý. Þar mættu til leiks ellefu áhafnir til að aka tíu sérleiðir á tveimur dögum og voru þær mjög krefjandi fyrir bæði bíla og áhafnir. Allar áhafnir skiluðu sér þó í næturhlé á föstudagskvöldið þótt eitthvað hafi verið um minniháttar bilanir. Á laugardeginum voru eknar langar sérleiðir um Mælifellsdal og Vesturdal. Keppni var geysi hörð en þó stóráfalla laus. Einungis tvær áhafnir féllu úr leik og var það vegna bilana í bílunum á laugardagsmorgninum. Í lok dags voru það því níu áhafnir sem skiluðu sér í endamark á Sauðárkróki og urðu úrslit á þá leið að systkinin Daníel og Ásta Sigurðarbörn stóðu uppi sem sigurvegarar en Valdimar Jón Sveinsson og Skafti Skúlason urðu öðru sæti. Í því þriðja urðu íslandsmeistararnir 2014, Baldur Haraldsson og Aðalsteinn Símonarson, en þeir urðu fyrir því óhappi á fyrstu leið laugardagsins að brjóta afturöxul. Dró það verulega úr hraða þeirra en þeir félagar áttu besta tímann á sex sérleiðum af tíu. Næsta keppni í Íslandsmótinu er Rallý Reykjavík sem fer fram á Suðurnesjum, Suðurlandi og Vesturlandi 27. - 29. ágúst n.k.
Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent