Íslenski boltinn

Keflavík vill fá pening frá bæjarbúum

Lið Keflavíkur fyrr í sumar.
Lið Keflavíkur fyrr í sumar. vísir/pjetur
Knattspyrnudeild Keflavíkur vantar fjárhagsaðstoð til þess að standa undir rekstrinum.

Þorsteinn Magnússon, formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur, ritar í dag bréf á heimasíðu Víkurfrétta undir fyrirsögninni „Oft er þörf en nú er nauðsyn!"

Þar kemur fram að knattspyrnudeildin ætli sér að senda valgreiðslu á alla íbúa Reykjanesbæjar sem eru 18 ára og eldri. Valgreiðslan er upp á 3.000 krónur. Þeir sem greiða hjálpa að við rekstur deildarinnar.

Keflavík situr á botni Pepsi-deildar karla og hefur verið með sjö útlendinga í sumar. Það kostar sitt. Fjórir nýir útlendingar hafa komið í júlí en tveir eru nýfarnir frá liðinu.

Allir sem taka þátt í átakinu eiga möguleika á því að hreppa ársmiða fyrir næsta sumar. Einn ársmiði verður dreginn út fyrir hverja 50 sem greiða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×