Flóttamenn streyma til smáborgar í Þýskalandi Heimir Már Pétursson skrifar 29. júlí 2015 20:12 Byltingar og borgarastyrjaldir í nágrannaríkjum Evrópu á undanförnum árum hafa leitt til þess að hundruð þúsunda flóttamanna flýja þangað ár hvert og fer straumurinn vaxandi. Í smáborg í Þýskalandi við hefur flóttamönnum fjölgað úr hundrað á dag í um fimm hundruð á dag. Evrópusambandið hefur nýlega samþykkt áætlun vegna hundruð þúsunda flóttamanna sem streyma til ríkja sambandsins á hverju ári, aðallega sjóleiðina frá Afríku til Grikklands og Ítalíu. En flóttafólk kemur einnig fótgangandi landleiðina allt frá Sýrlandi og austur Evrópu. Í Passau í Þýskalandi sem er við landamærin að Austurríki búa 49 þúsund manns. Frank Koller aðalvarðstjóri lögreglunnar segir að það sem af er ári hafi 25 þúsund flóttamenn komið yfir landamærin til borgarinnar. „Í byrjun þessa árs komu á bilinu 100 til 150 flóttamenn ólöglega yfir landamærin á hverjum degi. Í maí og júní var þessi tala komin upp í um 300. En nú í júlí hafa um 500 flóttamenn komið ólöglega yfir landamærin upp á hvern einasta dag,“ segir Koller. Búist er við að tvisvar sinnum fleiri flóttamenn leiti hælis í Þýskalandi á þessu ári en þeir 200 þúsund sem leituðu hælis þar í fyrra. Meðal flóttamanna í Passau er Hesham Alshtewi, 27 ára gamli maður á flótta undan borgarastyrjöldinni í Sýrlandi. Hann segist hafa farið í gegnum sjö lönd á leið sinni til Þýskalands frá því hann flúði heimaland sitt. „Ég vil fá að vera hér og halda áfram með líf mitt. Ég hef upp á margt að bjóða ef mér verður leyft að vera hérna,“ sagði Alshtewi. Mikill fjöldi flóttamanna reynir á hverjum degi að komast frá Calais í Frakklandi um Ermarsundsgöngin til Bretlands. Í Calais er risinn allstór kofa- og tjaldbyggð sem flóttamenn hafast við í en þeir reyna að kaupa sér ólöglegt far með flutningabílum eða fela sig í þeim en í ferjum sem sigla yfir sundið. Þá reyna þeir jafnvel að komast fótgangandi í gegnum Ermarsundsgöngin og varð einn þeirra fyrir flutningabíl í dag og lést. Theresa May, innanríkisráðherra Bretlands, boðaði til neyðarfundar um málið í dag. Varnargirðing er í byggingu við gangamunann í Frakklandi og löggæsla hefur verið aukin. „Og við vinnum með frönskum stjórnvöldum á fjölmörgum öðrum sviðum til að vinna gegn þessu vandamáli. En ég ítreka að við munum taka á þessum vanda með því að ráðast að rót hans; með því að koma í veg fyrir að fólk reyni yfirleitt að leggja af stað fótgangandi í gegnum Ermarsundsgöngin,“ segir Theresa May. Flóttamenn Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Byltingar og borgarastyrjaldir í nágrannaríkjum Evrópu á undanförnum árum hafa leitt til þess að hundruð þúsunda flóttamanna flýja þangað ár hvert og fer straumurinn vaxandi. Í smáborg í Þýskalandi við hefur flóttamönnum fjölgað úr hundrað á dag í um fimm hundruð á dag. Evrópusambandið hefur nýlega samþykkt áætlun vegna hundruð þúsunda flóttamanna sem streyma til ríkja sambandsins á hverju ári, aðallega sjóleiðina frá Afríku til Grikklands og Ítalíu. En flóttafólk kemur einnig fótgangandi landleiðina allt frá Sýrlandi og austur Evrópu. Í Passau í Þýskalandi sem er við landamærin að Austurríki búa 49 þúsund manns. Frank Koller aðalvarðstjóri lögreglunnar segir að það sem af er ári hafi 25 þúsund flóttamenn komið yfir landamærin til borgarinnar. „Í byrjun þessa árs komu á bilinu 100 til 150 flóttamenn ólöglega yfir landamærin á hverjum degi. Í maí og júní var þessi tala komin upp í um 300. En nú í júlí hafa um 500 flóttamenn komið ólöglega yfir landamærin upp á hvern einasta dag,“ segir Koller. Búist er við að tvisvar sinnum fleiri flóttamenn leiti hælis í Þýskalandi á þessu ári en þeir 200 þúsund sem leituðu hælis þar í fyrra. Meðal flóttamanna í Passau er Hesham Alshtewi, 27 ára gamli maður á flótta undan borgarastyrjöldinni í Sýrlandi. Hann segist hafa farið í gegnum sjö lönd á leið sinni til Þýskalands frá því hann flúði heimaland sitt. „Ég vil fá að vera hér og halda áfram með líf mitt. Ég hef upp á margt að bjóða ef mér verður leyft að vera hérna,“ sagði Alshtewi. Mikill fjöldi flóttamanna reynir á hverjum degi að komast frá Calais í Frakklandi um Ermarsundsgöngin til Bretlands. Í Calais er risinn allstór kofa- og tjaldbyggð sem flóttamenn hafast við í en þeir reyna að kaupa sér ólöglegt far með flutningabílum eða fela sig í þeim en í ferjum sem sigla yfir sundið. Þá reyna þeir jafnvel að komast fótgangandi í gegnum Ermarsundsgöngin og varð einn þeirra fyrir flutningabíl í dag og lést. Theresa May, innanríkisráðherra Bretlands, boðaði til neyðarfundar um málið í dag. Varnargirðing er í byggingu við gangamunann í Frakklandi og löggæsla hefur verið aukin. „Og við vinnum með frönskum stjórnvöldum á fjölmörgum öðrum sviðum til að vinna gegn þessu vandamáli. En ég ítreka að við munum taka á þessum vanda með því að ráðast að rót hans; með því að koma í veg fyrir að fólk reyni yfirleitt að leggja af stað fótgangandi í gegnum Ermarsundsgöngin,“ segir Theresa May.
Flóttamenn Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira