Erlent

Verkfræðingur Boeing segir brakið úr sömu flugvélagerð og MH370

Atli Ísleifsson skrifar
Reunion er frönsk eyja, austur af Madagaskar.
Reunion er frönsk eyja, austur af Madagaskar. Vísir/AFP
Talsmaður bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing segir að flugvélabrak sem fannst á frönsku eyjunni Reunion sé af sömu gerð og MH370 sem hvarf sporlaust í mars á síðasta ári.

Fréttaveitan AP greinir frá því að verkfræðingur á vegum Boeing hafi rannsakað brakið og segir að það sé að öllum líkindum af flugvélagerðinni 777.

MH370 hvarf af ratsjám þann 8. mars 2014 á leið sinni frá Kuala Lumpur til Beijing með 239 manns um borð. Reunion er frönsk eyja, austur af Madagaskar.

Hingað til hefur hvorki tangur né tetur fundist af flugvélinni, en gríðarlega umfangsmikil hefur farið fram þar sem 55.000 ferkílómetrar af sjávargrunni hafa verið kembdir án árangurs.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×