Jordan Spieth fer illa af stað á John Deere Classic 10. júlí 2015 13:30 Spieth fann sig ekki á fyrsta hring. AP/Getty Það er mikið að gerast í golfheiminum um helgina en í næstu viku hefst Opna breska meistaramótið á St. Andrews og keppast því bestu kylfingar heims um að komast í sem best form fyrir það. Á PGA-mótaröðinni í Bandaríkjunum fer fram John Deere Classic á TPC Deere Run vellinum en eftir fyrsta hring leiða Nicholas Thompson og Justin Thomas mótið á átta höggum undir pari.Jordan Spieth er meðal þátttakenda eftir tveggja vikna frí frá golfi eftir að hafa sigrað á US Open en hann fann sig aldrei á fyrsta hring og kom inn á sléttu pari. Hann er í 101. sæti en skor þátttakenda var mjög gott á fyrsta hring. Hinum megin við Atlantshafið fer fram Opna skoska meistaramótið á Evrópumótaröðinni en það fer fram á Gullaine strandarvellinum. Þar eru margir bestu kylfingar heims meðal þátttakenda en mótið er talið frábær undirbúningur fyrir Opna breska sem fer fram í svipuðum aðstæðum. Eftir fyrsta hring leiðir Thorbjorn Olesen frá Danmörku á sjö höggum undir pari en Rickie Fowler, Graeme McDowell, Jimmy Walker og Justin Rose ásamt fleiri þekktum nöfnum léku einnig vel á fyrsta hring og eru ofarlega á skortöflunni. Golf Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Enski boltinn Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Enski boltinn Newcastle bætti við martröð Man. Utd Enski boltinn Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Fótbolti Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Það er mikið að gerast í golfheiminum um helgina en í næstu viku hefst Opna breska meistaramótið á St. Andrews og keppast því bestu kylfingar heims um að komast í sem best form fyrir það. Á PGA-mótaröðinni í Bandaríkjunum fer fram John Deere Classic á TPC Deere Run vellinum en eftir fyrsta hring leiða Nicholas Thompson og Justin Thomas mótið á átta höggum undir pari.Jordan Spieth er meðal þátttakenda eftir tveggja vikna frí frá golfi eftir að hafa sigrað á US Open en hann fann sig aldrei á fyrsta hring og kom inn á sléttu pari. Hann er í 101. sæti en skor þátttakenda var mjög gott á fyrsta hring. Hinum megin við Atlantshafið fer fram Opna skoska meistaramótið á Evrópumótaröðinni en það fer fram á Gullaine strandarvellinum. Þar eru margir bestu kylfingar heims meðal þátttakenda en mótið er talið frábær undirbúningur fyrir Opna breska sem fer fram í svipuðum aðstæðum. Eftir fyrsta hring leiðir Thorbjorn Olesen frá Danmörku á sjö höggum undir pari en Rickie Fowler, Graeme McDowell, Jimmy Walker og Justin Rose ásamt fleiri þekktum nöfnum léku einnig vel á fyrsta hring og eru ofarlega á skortöflunni.
Golf Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Enski boltinn Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Enski boltinn Newcastle bætti við martröð Man. Utd Enski boltinn Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Fótbolti Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira