Federer í úrslit Wimbledon í tíunda sinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. júlí 2015 17:32 Federer fagnar sigrinum í dag. Vísir/Getty Roger Federer mætir Novak Djokovic í draumaúrslitaviðureign í einliðaleik karla á Wimbledon-mótinu í tennis. Federer er sjöfaldur Wimbledon-meistari og hefur tapað tveimur úrslitaleikjum þar að auki. Hann er því að spila til úrslita á mótinu í tíunda sinn á sínum magnaða ferli á sunnudag. Federer lagði Skotann Andy Murray að velli í undanúrslitum í dag í þremur settum, 7-5, 7-5 og 6-4. Federer hefur verið magnaður allt mótið og þó svo að Murray hafi barist hetjulega var Svisslendingurinn með undirtökin frá upphafi. Í öðru setti var Murray nálægt því að snúa leiknum sér í vil. Federer var yfir, 5-4 í settinu og 40-0 í lotunni, þegar Murray náði að koma til baka og vinna lotuna eftir sjö upphækkanir. Murray náði þó ekki að nýta sér meðbyrinn enda Federer einfaldlega að spila of vel. Sá svissneski vann svo næstu tvær lotur og settið þar með 7-5 sem fyrr segir. Hann komst svo í 5-4 forystu í þriðja settinu og tryggði sér svo sigurinn með því að vinna uppgjafarlotu af Murray og þar með settið 6-4. Fyrr í dag hafði Novak Djokovic betur gegn Richard Gasquet í þremur settum og mætast því tveir sterkustu tenniskappar heims um þessar mundir - efstu tveir menn heimslistans - í úrslitaleiknum á sunnudag. Federer og Bandaríkjamaðurinn Pete Sampras hafa unnið flesta titla á Wimbledon frá upphafi eða sjö talsins. Federer getur því komið sér í sögubækurnar með áttunda titlinum um helgina. Tennis Tengdar fréttir Djokovic fór örugglega í úrslit Serbinn Novak Djokovic er kominn í úrslitaleikinn á Wimbledon-mótinu eftir öruggan sigur á Frakkanum Richard Gasquet. 10. júlí 2015 14:44 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Körfubolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Sjá meira
Roger Federer mætir Novak Djokovic í draumaúrslitaviðureign í einliðaleik karla á Wimbledon-mótinu í tennis. Federer er sjöfaldur Wimbledon-meistari og hefur tapað tveimur úrslitaleikjum þar að auki. Hann er því að spila til úrslita á mótinu í tíunda sinn á sínum magnaða ferli á sunnudag. Federer lagði Skotann Andy Murray að velli í undanúrslitum í dag í þremur settum, 7-5, 7-5 og 6-4. Federer hefur verið magnaður allt mótið og þó svo að Murray hafi barist hetjulega var Svisslendingurinn með undirtökin frá upphafi. Í öðru setti var Murray nálægt því að snúa leiknum sér í vil. Federer var yfir, 5-4 í settinu og 40-0 í lotunni, þegar Murray náði að koma til baka og vinna lotuna eftir sjö upphækkanir. Murray náði þó ekki að nýta sér meðbyrinn enda Federer einfaldlega að spila of vel. Sá svissneski vann svo næstu tvær lotur og settið þar með 7-5 sem fyrr segir. Hann komst svo í 5-4 forystu í þriðja settinu og tryggði sér svo sigurinn með því að vinna uppgjafarlotu af Murray og þar með settið 6-4. Fyrr í dag hafði Novak Djokovic betur gegn Richard Gasquet í þremur settum og mætast því tveir sterkustu tenniskappar heims um þessar mundir - efstu tveir menn heimslistans - í úrslitaleiknum á sunnudag. Federer og Bandaríkjamaðurinn Pete Sampras hafa unnið flesta titla á Wimbledon frá upphafi eða sjö talsins. Federer getur því komið sér í sögubækurnar með áttunda titlinum um helgina.
Tennis Tengdar fréttir Djokovic fór örugglega í úrslit Serbinn Novak Djokovic er kominn í úrslitaleikinn á Wimbledon-mótinu eftir öruggan sigur á Frakkanum Richard Gasquet. 10. júlí 2015 14:44 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Körfubolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Sjá meira
Djokovic fór örugglega í úrslit Serbinn Novak Djokovic er kominn í úrslitaleikinn á Wimbledon-mótinu eftir öruggan sigur á Frakkanum Richard Gasquet. 10. júlí 2015 14:44