Bíó og sjónvarp

Aðdáendur agndofa yfir nýrri stiklu

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Vísir/Skjáskot
Ný stikla um gerð væntanlegrar Star Wars-myndar, The Force Awakens, var sett á netið í gær og svo virðist vera sem aðdáendur sexleiksins ráði sér vart af spenningi fyrir myndinni.

Næstum því 2 milljónir manna hafa horft á myndbandið á þeim liðlega sólarhring sem stiklan hefur verið á netinu og rúmlega 12 þúsund manns hafa deilt því áfram á Twitter.

Í stiklunni má sjá á bakvið tjöldin á hinum fjölmörgu tökustöðum myndarinnar, sem meðal annars var tekin upp hér á Íslandi. Tökulið myndarinnar kom til Íslands í apríl og tók upp hluta myndarinnar með aðstoð True North. Að mestu var um að ræða tökur af landslagi sem notaðar eru sem bakgrunnur þegar atriði eru tekin upp með leikurum í myndveri.

Þá eru aðalleikarar myndarinnar einnig teknir tali og ljóst er að þeir skemmtu sér vel við gerð myndarinnar. „Líf mitt er fullkomnað,“ segir Simon Pegg meðal annars.

Þessi mynd er sú fyrsta í nýjum þríleik um Stjörnustríðið sem fjallar að miklu leyti um þau Loga Geimgengil, Lilju prinsessu og Han Solo og gerist þrjátíu árum eftir Return of the Jedi.


Tengdar fréttir

Hannaði Svarthöfða í Star Wars

Myndhöggvarinn Brian Muir, sem búið hefur til búninga fyrir þekktar bíómyndir líkt og Star Wars, er á leið til landsins til að hitta aðdáendur og fara á tónleika.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×