Tiger Woods hissa á ástandinu á St. Andrews 11. júlí 2015 20:15 Tiger Woods hefur þrisvar unnið Opna breska meistaramótið í golfi en ekki margir sem veðja á sigur hans að þessu sinni. vísir/afp Tiger Woods segir að St. Andrews völlurinn í Skotlandi sé allt öðruvísi en þegar hann lék síðast á vellinum árið 2010 en Opna breska meistaramótið í golfi fer þar fram í vikunni. Tiger hefur þrisvar unnið Opna breska, fyrst árið 2000, aftur árið 2005 og svo síðast árið 2006. Tiger mætti til Skotlands í morgun, lék þrjár holur í dag og segist vera hissa á því hve grænn völlurinn er. "Ég var hissa. Ég sá myndir af vellinum fyrir mánuði síðan og þá var skraufþurr. Ég hélt að hann væri harður og hraður líkt og þegar ég spilaði á St. Andrews. Hann er öðruvísi," segir Tiger. "Ég þarf að breyta leik mínum lítillega í kringum flatirnar og púttinu mínu. Ég bjóst ekki við að flatirnar yrðu svona mjúkar. Boltinn skildi eftir sig far á flötunum. Ég man ekki til þess að það hafi gerst áður á þessum velli," bætir Tiger við. Það spáir rigningu í vikunni og Tiger býst ekki við að völlurinn verði hraðari en hann er í dag. Golf Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Tiger Woods segir að St. Andrews völlurinn í Skotlandi sé allt öðruvísi en þegar hann lék síðast á vellinum árið 2010 en Opna breska meistaramótið í golfi fer þar fram í vikunni. Tiger hefur þrisvar unnið Opna breska, fyrst árið 2000, aftur árið 2005 og svo síðast árið 2006. Tiger mætti til Skotlands í morgun, lék þrjár holur í dag og segist vera hissa á því hve grænn völlurinn er. "Ég var hissa. Ég sá myndir af vellinum fyrir mánuði síðan og þá var skraufþurr. Ég hélt að hann væri harður og hraður líkt og þegar ég spilaði á St. Andrews. Hann er öðruvísi," segir Tiger. "Ég þarf að breyta leik mínum lítillega í kringum flatirnar og púttinu mínu. Ég bjóst ekki við að flatirnar yrðu svona mjúkar. Boltinn skildi eftir sig far á flötunum. Ég man ekki til þess að það hafi gerst áður á þessum velli," bætir Tiger við. Það spáir rigningu í vikunni og Tiger býst ekki við að völlurinn verði hraðari en hann er í dag.
Golf Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira