Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - ÍBV 3-1 | Eyjamenn aftur á byrjunarreit | Sjáðu mörkin Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Norðurálsvelli skrifar 12. júlí 2015 19:30 Jón Vilhelm Ákason, leikmaður ÍA. vísir/valgarður ÍA stöðvaði sigurgöngu ÍBV og vann um leið dýrmæt stig í botnbaráttu Pepsi-deildar karla með sigri á ÍBV á heimavelli. ÍA byrjaði leikinn illa og Eyjamenn komust yfir snemma leiks er Víðir Þorvarðarson skoraði með skalla. En þeir misstu tökin eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn og ÍA náði að jafna með glæsimarki Arnars Más Guðjónssonar áður en flautað var til hálfleiks. Síðari hálfleikurinn var svo að mestu eign ÍA sem landaði öruggum 3-1 sigri með mörkum þeirra Arsenij Buinickij og Halls Flosasonar. Sigurinn er mikið áfall fyrir ÍBV sem hafði verið að gera mjög góða hluti við erfiðar aðstæður. Jóhannes Þór, þjálfari, þurfti frá að hverfa vegna veikinda í fjölskyldu hans og þá var Tryggva Guðmundssyni aðstoðarþjálfara sagt upp störfum eins og ítrekað hefur verið fjallað um. En mótlætið þjappaði liði ÍBV saman og liðið vann tvo góða sigra í röð. Útlitið var því bjart fyrir leikinn á Skipaskaga og með sigri hefði ÍBV komið sér úr fallsæti. Miðað við byrjun leiksins leit allt út fyrir að það yrði raunin. ÍA, sem tapaði illa fyrir Val í síðustu umferð, leit jafn illa út á upphafsmínútunum og í þeim leik. ÍBV sótti nánast að vild og skoraði Víðir eftir klaufagang í varnarleik heimamanna. ÍBV sótti stíft eftir þetta og hefði getað gert út um leikinn með öðru marki. En þeir virtust einfaldlega hætta eftir 20 mínútna leik og ÍA kom sér inn í leikinn, hægt og rólega. ÍA skoraði mark sem var dæmt af vegna rangstöðu en náði svo að jafna metin með bylmingsskoti Arnars Más sem hafði klúðrað opnu skallafæri skömmu áður. ÍBV sýndi smá lífsmerki undir lok fyrri hálfleiksins sem virtist gefa þeim smá von fyrir síðari hálfleikinn. Sú von hvarf eins og dögg fyrir sólu þegar Ásgeir Marteinsson fíflaði Tom Even Skogsrud á hægri kantinum og gaf boltann á Arsenij sem skoraði með skalla af stuttu færi. Leikurinn var nokkuð opinn eftir þetta og bar þess merki að liðin eru betri sóknarlið en varnarlið. Skagamenn fengu þó betri færi og Hallur Flosason skoraði þriðja markið með skalla eftir að hafa farið illa að ráði sínu skömmu áður. Rétt eins og Arnar Már náði hann að kvitta fyrir það. Mörkin hefðu getað orðið fleiri hjá ÍA en þrjú mörk dugðu til í dag og liðið getur nú andað léttar eftir að hafa komið sér upp í áttunda sæti deildarinnar, um stundarsakir að minnsta kosti. ÍBV þarf aftur að leita til þess sem virkaði í sigurleikjunum gegn Breiðabliki (í deildinni) og Fylki (í bikarnum). Úrslitin þýða að liðið er komið í afar vonda stöðu og þarf að byrja aftur að safna stigum sem allra fyrst ef ekki á illa að fara.Arnar Már: Ég varð að skjóta Glæsimark Arnars Más Guðjónssonar kom Skagamönnum á bragðið gegn ÍBV í kvöld. „Ég er gríðarlega ánægður með sigurinn enda sex stiga leikur. Þetta var æðislegt,“ sagði Arnar Már í samtali við Vísi eftir leikinn. Hann segir að það megi ef til vill skrifa slæma byrjun Skagamanna á stress en eftir að liðið færði Ásgeir Marteinsson aðeins til þá fóru hlutirnir að ganga betur. „Hann færði sig aðeins neðar til að taka seinni boltana og þá hættu þeir að sækja sífellt á okkur eins og þeir gerðu. Þetta færði ró yfir liðið og við komumst betur inn í leikinn.“ Arnar fór illa með dauðafæri eftir hornspyrnu skömmu áður en hann jafnaði metin fyrir ÍA með frábæru skoti. „Ég varð að taka þetta skot til að bæta upp fyrir klúðrið. Við vildum alls ekki vera undir í hálfleik og þetta mark tók smá pressu af okkur.“ „Okkur leið vel í seinni hálfleik og þetta var svo endanlega komið eftir að þriðja markið kom,“ sagði Arnar sem segir liðið á réttri leið eftir dapra frammistöðu gegn Val í síðustu umferð.Gunnlaugur: Gott að fá samkeppni í liðið Þjálfari Skagamanna var hæstánægður með sína menn eftir sigurinn á ÍBV sem hann segir verðskuldaðan. „Ég get ekki neitað því að það fór um mann. Við vorum í tómu brasi fyrstu 20 mínúturnar og fengum verðskuldað mark á okkur þá,“ sagði Gunnlaugur. „Þetta er mikill og góður karakter sem liðið sýnir með því að koma til baka og vinna góðan sigur. Það er mikil liðsheild í liðinu og menn eru til í að standa upp og sækja þrátt fyrir áföll.“ ÍA tapaði fyrir Val í síðustu umferð en Gunnlaugur segir að hans menn hafi í kvöld svarað fyrir frammistöðuna í þeim leik. „Við gerðum það að mörgu leyti. Við getum auðvitað spilað betur og við fengum færi á okkur. Gegn Val vorum við slakir en fínir í dag og þetta var verðskuldaður sigur.“ „Við erum á réttri leið. Ég var ánægður með liðið í fyrstu þremur umferðunum áður en lentum svo í brasi. En frá og með bikarleiknum gegn Fjölni hefur verið góður stígandi í okkar liði, ef leikurinn gegn Val er tekinn frá, og nú þurfum við að standa betur í betri liðum deildarinnar.“ Garðar Gunnlaugsson kom inn á sem varamaður eftir að hafa verið frá í sex vikur. Gunnlaugur segir að hann sé allur að koma til. „Hann hefur æft í rúma viku og er á góðri leið. En okkur hefur tekist að skora án hans og það er gott að vita af því að við eigum Garðar inni. Það er gott að fá alvöru samkeppni í liðið.“Jóhannes Þór: Viðbrögð leikmanna frábær Þjálfari ÍBV lofar sína menn fyrir viðbrögð þeirra við öllum þeim áföllum sem dunið hafa yfir liðið á síðustu viknum, þrátt fyrir 3-1 tap gegn ÍA í dag. ÍBV vann tvo leiki í röð fyrir þennan og komst yfir snemma leiks. En ÍA tók þá völdin í leiknum og vann að lokum verðskuldaðan sigur. „Það fer óstjórnlega í taugarnar á mér að við höfum ekki fengið neitt úr þessum leik. Við byrjuðum mjög vel og við hefðum átt að skora meira en eitt mark miðað við spilamennskuna,“ segir hann. „En þess í stað bjóðum við þeim inn í leikinn með því að gera hluti sem við eigum ekki að gera. Við erum svo eins og lúðar í upphafi seinni hálfleiks.“ „Eftir við komumst yfir misstum við pressuna á boltamanninn þeirra og ÍA fær meiri tíma og meira pláss til að athafna sig. Við reyndum að lagfæra það í hálfleik og gerðum breytingar sem við töldum skynsamar en þær breyttu engu fyrir okkur.“ Engu að síður segir Jóhannes að það sé undarlegt að ÍBV hafi skorað bara eitt mark miðað við færin sem þeir fengu. „Við vorum því ekki nógu skilvirkir fyrir framan mark þeirra heldur,“ segir hann. Hann veit ekki hvaða áhrif þetta tap hefur eftir tvo góða sigra í röð í leikjunum á undan. „Það verður bara að koma í ljós um næstu helgi. Nú þurfum við að koma okkur upp á teinana aftur en strákarnir brugðust frábærlega við öllu því sem gerðist hér um daginn,“ sagði Jóhannes og átti þar við brotthvarf hans síðustu vikna sem og uppákomuna í tengslum við Tryggva Guðmundsson, aðstoðarþjálfara, sem var sagt upp störfum eftir að hafa mætt á æfingu undir áhrifum áfengis. „Þeir þjöppuðu sér saman og það hefði aldrei tekist nema með mikilli liðsheild sem ég tel að okkur hafi tekist að skapa innan hópsins. Við þurfum að byggja á því áfram.“ Jóhannes varð frá að hverfa vegna veikinda í fjölskyldu hans en hún býr í Noregi. Hann flaug þó hingað til lands fyrir þennan leik og á von á því að aðkoma hans að liðinu næstu vikurnar verði með svipuðum hætti. „Ég er ekki alltaf líkamlega til staðar en eins mikið og ég mögulega get. Hlutirnir eru að mjakast í rétta átt og vonandi að áður en langt um líður get ég komið aftur.“Víðir Þorvarðarson kemur ÍBV í 0-1: Arnar Már Guðjónsson jafnaði metin með þrumuskot, 1-1: Arsenij Buinickij kemur Skagamönnum yfir með skallamarki. Hallur Flosason kom ÍA í 3-1 með Skallamarki: Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Handbolti Segir áhorfendatölur á HM ýktar: „Leið eins og það væru svona fimm hundruð“ Handbolti Lætur ekki glepjast þrátt fyrir þrettán marka sigur: „Hafa ekki efni á þessu“ Handbolti „Óheppni ef þú gerir þetta einu sinni en síendurtekið er þetta bara lélegt“ Handbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti HM í dag: Bitur Króati og blaðamenn í brasi Handbolti Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Enski boltinn Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Fótbolti Skýrsla Vals: Píptest og svefnlyf Handbolti Myndasyrpa úr stórsigri strákanna í fyrsta leik á HM Handbolti Fleiri fréttir Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Sjá meira
ÍA stöðvaði sigurgöngu ÍBV og vann um leið dýrmæt stig í botnbaráttu Pepsi-deildar karla með sigri á ÍBV á heimavelli. ÍA byrjaði leikinn illa og Eyjamenn komust yfir snemma leiks er Víðir Þorvarðarson skoraði með skalla. En þeir misstu tökin eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn og ÍA náði að jafna með glæsimarki Arnars Más Guðjónssonar áður en flautað var til hálfleiks. Síðari hálfleikurinn var svo að mestu eign ÍA sem landaði öruggum 3-1 sigri með mörkum þeirra Arsenij Buinickij og Halls Flosasonar. Sigurinn er mikið áfall fyrir ÍBV sem hafði verið að gera mjög góða hluti við erfiðar aðstæður. Jóhannes Þór, þjálfari, þurfti frá að hverfa vegna veikinda í fjölskyldu hans og þá var Tryggva Guðmundssyni aðstoðarþjálfara sagt upp störfum eins og ítrekað hefur verið fjallað um. En mótlætið þjappaði liði ÍBV saman og liðið vann tvo góða sigra í röð. Útlitið var því bjart fyrir leikinn á Skipaskaga og með sigri hefði ÍBV komið sér úr fallsæti. Miðað við byrjun leiksins leit allt út fyrir að það yrði raunin. ÍA, sem tapaði illa fyrir Val í síðustu umferð, leit jafn illa út á upphafsmínútunum og í þeim leik. ÍBV sótti nánast að vild og skoraði Víðir eftir klaufagang í varnarleik heimamanna. ÍBV sótti stíft eftir þetta og hefði getað gert út um leikinn með öðru marki. En þeir virtust einfaldlega hætta eftir 20 mínútna leik og ÍA kom sér inn í leikinn, hægt og rólega. ÍA skoraði mark sem var dæmt af vegna rangstöðu en náði svo að jafna metin með bylmingsskoti Arnars Más sem hafði klúðrað opnu skallafæri skömmu áður. ÍBV sýndi smá lífsmerki undir lok fyrri hálfleiksins sem virtist gefa þeim smá von fyrir síðari hálfleikinn. Sú von hvarf eins og dögg fyrir sólu þegar Ásgeir Marteinsson fíflaði Tom Even Skogsrud á hægri kantinum og gaf boltann á Arsenij sem skoraði með skalla af stuttu færi. Leikurinn var nokkuð opinn eftir þetta og bar þess merki að liðin eru betri sóknarlið en varnarlið. Skagamenn fengu þó betri færi og Hallur Flosason skoraði þriðja markið með skalla eftir að hafa farið illa að ráði sínu skömmu áður. Rétt eins og Arnar Már náði hann að kvitta fyrir það. Mörkin hefðu getað orðið fleiri hjá ÍA en þrjú mörk dugðu til í dag og liðið getur nú andað léttar eftir að hafa komið sér upp í áttunda sæti deildarinnar, um stundarsakir að minnsta kosti. ÍBV þarf aftur að leita til þess sem virkaði í sigurleikjunum gegn Breiðabliki (í deildinni) og Fylki (í bikarnum). Úrslitin þýða að liðið er komið í afar vonda stöðu og þarf að byrja aftur að safna stigum sem allra fyrst ef ekki á illa að fara.Arnar Már: Ég varð að skjóta Glæsimark Arnars Más Guðjónssonar kom Skagamönnum á bragðið gegn ÍBV í kvöld. „Ég er gríðarlega ánægður með sigurinn enda sex stiga leikur. Þetta var æðislegt,“ sagði Arnar Már í samtali við Vísi eftir leikinn. Hann segir að það megi ef til vill skrifa slæma byrjun Skagamanna á stress en eftir að liðið færði Ásgeir Marteinsson aðeins til þá fóru hlutirnir að ganga betur. „Hann færði sig aðeins neðar til að taka seinni boltana og þá hættu þeir að sækja sífellt á okkur eins og þeir gerðu. Þetta færði ró yfir liðið og við komumst betur inn í leikinn.“ Arnar fór illa með dauðafæri eftir hornspyrnu skömmu áður en hann jafnaði metin fyrir ÍA með frábæru skoti. „Ég varð að taka þetta skot til að bæta upp fyrir klúðrið. Við vildum alls ekki vera undir í hálfleik og þetta mark tók smá pressu af okkur.“ „Okkur leið vel í seinni hálfleik og þetta var svo endanlega komið eftir að þriðja markið kom,“ sagði Arnar sem segir liðið á réttri leið eftir dapra frammistöðu gegn Val í síðustu umferð.Gunnlaugur: Gott að fá samkeppni í liðið Þjálfari Skagamanna var hæstánægður með sína menn eftir sigurinn á ÍBV sem hann segir verðskuldaðan. „Ég get ekki neitað því að það fór um mann. Við vorum í tómu brasi fyrstu 20 mínúturnar og fengum verðskuldað mark á okkur þá,“ sagði Gunnlaugur. „Þetta er mikill og góður karakter sem liðið sýnir með því að koma til baka og vinna góðan sigur. Það er mikil liðsheild í liðinu og menn eru til í að standa upp og sækja þrátt fyrir áföll.“ ÍA tapaði fyrir Val í síðustu umferð en Gunnlaugur segir að hans menn hafi í kvöld svarað fyrir frammistöðuna í þeim leik. „Við gerðum það að mörgu leyti. Við getum auðvitað spilað betur og við fengum færi á okkur. Gegn Val vorum við slakir en fínir í dag og þetta var verðskuldaður sigur.“ „Við erum á réttri leið. Ég var ánægður með liðið í fyrstu þremur umferðunum áður en lentum svo í brasi. En frá og með bikarleiknum gegn Fjölni hefur verið góður stígandi í okkar liði, ef leikurinn gegn Val er tekinn frá, og nú þurfum við að standa betur í betri liðum deildarinnar.“ Garðar Gunnlaugsson kom inn á sem varamaður eftir að hafa verið frá í sex vikur. Gunnlaugur segir að hann sé allur að koma til. „Hann hefur æft í rúma viku og er á góðri leið. En okkur hefur tekist að skora án hans og það er gott að vita af því að við eigum Garðar inni. Það er gott að fá alvöru samkeppni í liðið.“Jóhannes Þór: Viðbrögð leikmanna frábær Þjálfari ÍBV lofar sína menn fyrir viðbrögð þeirra við öllum þeim áföllum sem dunið hafa yfir liðið á síðustu viknum, þrátt fyrir 3-1 tap gegn ÍA í dag. ÍBV vann tvo leiki í röð fyrir þennan og komst yfir snemma leiks. En ÍA tók þá völdin í leiknum og vann að lokum verðskuldaðan sigur. „Það fer óstjórnlega í taugarnar á mér að við höfum ekki fengið neitt úr þessum leik. Við byrjuðum mjög vel og við hefðum átt að skora meira en eitt mark miðað við spilamennskuna,“ segir hann. „En þess í stað bjóðum við þeim inn í leikinn með því að gera hluti sem við eigum ekki að gera. Við erum svo eins og lúðar í upphafi seinni hálfleiks.“ „Eftir við komumst yfir misstum við pressuna á boltamanninn þeirra og ÍA fær meiri tíma og meira pláss til að athafna sig. Við reyndum að lagfæra það í hálfleik og gerðum breytingar sem við töldum skynsamar en þær breyttu engu fyrir okkur.“ Engu að síður segir Jóhannes að það sé undarlegt að ÍBV hafi skorað bara eitt mark miðað við færin sem þeir fengu. „Við vorum því ekki nógu skilvirkir fyrir framan mark þeirra heldur,“ segir hann. Hann veit ekki hvaða áhrif þetta tap hefur eftir tvo góða sigra í röð í leikjunum á undan. „Það verður bara að koma í ljós um næstu helgi. Nú þurfum við að koma okkur upp á teinana aftur en strákarnir brugðust frábærlega við öllu því sem gerðist hér um daginn,“ sagði Jóhannes og átti þar við brotthvarf hans síðustu vikna sem og uppákomuna í tengslum við Tryggva Guðmundsson, aðstoðarþjálfara, sem var sagt upp störfum eftir að hafa mætt á æfingu undir áhrifum áfengis. „Þeir þjöppuðu sér saman og það hefði aldrei tekist nema með mikilli liðsheild sem ég tel að okkur hafi tekist að skapa innan hópsins. Við þurfum að byggja á því áfram.“ Jóhannes varð frá að hverfa vegna veikinda í fjölskyldu hans en hún býr í Noregi. Hann flaug þó hingað til lands fyrir þennan leik og á von á því að aðkoma hans að liðinu næstu vikurnar verði með svipuðum hætti. „Ég er ekki alltaf líkamlega til staðar en eins mikið og ég mögulega get. Hlutirnir eru að mjakast í rétta átt og vonandi að áður en langt um líður get ég komið aftur.“Víðir Þorvarðarson kemur ÍBV í 0-1: Arnar Már Guðjónsson jafnaði metin með þrumuskot, 1-1: Arsenij Buinickij kemur Skagamönnum yfir með skallamarki. Hallur Flosason kom ÍA í 3-1 með Skallamarki:
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Handbolti Segir áhorfendatölur á HM ýktar: „Leið eins og það væru svona fimm hundruð“ Handbolti Lætur ekki glepjast þrátt fyrir þrettán marka sigur: „Hafa ekki efni á þessu“ Handbolti „Óheppni ef þú gerir þetta einu sinni en síendurtekið er þetta bara lélegt“ Handbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti HM í dag: Bitur Króati og blaðamenn í brasi Handbolti Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Enski boltinn Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Fótbolti Skýrsla Vals: Píptest og svefnlyf Handbolti Myndasyrpa úr stórsigri strákanna í fyrsta leik á HM Handbolti Fleiri fréttir Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Sjá meira