Íslenski boltinn

Tryggvi skrifar mögulega undir í kvöld

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Vilhelm
Tryggvi Guðmundsson verður mögulega ráðinn þjálfari Dalvíkur/Reynis eins og kom fram á Fótbolti.net í gær.

Helgi Indriðason, framkvæmdarstjóri félagsins, sagði í samtali við Vísi í dag að ekki væri enn búið að semja við Tryggva.

„Viðræður hafa átt sér stað og þær hafa verið jákvæðar. En það liggur ekki fyrir undirskrift og við erum að bíða eftir því. Mögulega klárast þetta í kvöld,“ sagði Helgi.

Tryggvi var áður aðstoðarþjálfari ÍBV en var sagt upp störfum eftir að hafa mætt á æfingu undir áhrifum áfengis, líkt og fjallað hefur verið um.

Dalvík/Reynir er í neðsta sæti 2. deildar karla með fimm stig og er sex stigum frá öruggu sæti. Ekki er útilokað að Tryggvi muni spila með liðinu í sumar en hann hefur spilað með KFS í 3. deildinni í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×