Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Leiknir - Keflavík 1-1 | Baráttan skilaði hvoru liði stigi Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Leiknisvelli skrifar 13. júlí 2015 22:00 Magnús Þórir fagnar marki sínu. vísir/valli Enn lengist bið Leiknis eftir sigri í Pepsi-deild karla en liðið mátti sætta sig við 1-1 jafntefli gegn botnliði Keflavíkur í kvöld. Magnús Þórir Matthíasson kom Keflavík yfir snemma leiks en Kristján Páll Jónsson jafnaði metin fyrir Leikni áður en flautað var til hálfleiks. Leiknismenn fengu dauðafæri í síðari hálfleik þegar Hilmar Árni Halldórsson brenndi af fyrir opnu marki og Kristján Páll komst svo í gott skotfæri í blálok leiksins en lét verja frá sér. Leiknir vann síðast leik þann 26. maí og eins og gefur að skilja sogast liðið nær fallbaráttunni með hverjum leiknum. Keflavík er enn á botni deildarinnar en er nú með fimm stig og örlitlu skrefi nær því að geta bjargað sæti sínu í deildinni - þó svo að enn virðist afar langt í land. Það var hundblautt í Breiðholtinu í kvöld og það setti sterkan svip á leikinn. Pétur Guðmundsson, lögreglumaður og dómari, mátti til að mynda hafa sig allan við að dæma þennan leik. Mikilvægi leiksins var mikið og þjálfarar og leikmenn voru afar duglegir að láta í sér heyra. Leikurinn var varla byrjaður þegar Keflavík komst yfir með marki Magnúsar Þóris sem skoraði af stuttu færi eftir sendingu Sigurbergs Elíassonar. Breiðhyltingar létu þó ekki það slá sig af laginu og eftir að hafa náð áttum fyrsta stundarfjórðunginn fóru þeir að sækja meira. Á 27. mínútu voru heimamenn nálægt því að skora eftir hornspyrnu. Leiknismenn náðu að viðhalda pressunni og eftir lipra sókn barst boltinn á Kristján Pál sem skallaði boltann hátt yfir Sindra Kristinn og í mark Keflavíkur. Óvenjulegt mark. Leiknismenn fengu fleiri færi til að skora en Keflavík hélt sínu til loka hálfleiksins. Það mátti hins vegar litlu muna að heimamenn kæmust yfir eftir aðeins 45 sekúndna leik í síðari hálfleik. Hilmar Árni Halldórsson fékk þá boltann eftir að Sindri Kristinn hafði varði skot Kristjáns Páls en hitti ekki galopið markið fyrir framan sig. Þetta reyndist besta færi síðari hálfleiks en bæði lið náðu að skapa nokkur hálffæri úr allri baráttunni sem ríkti í leiknum. Samuel Jimenez fékk tvö fín skotfæri en náði ekki að nýta þau og Ólafur Hrannar var nálægt því að komast í gott færi eftir sendingu Kristjáns Páls. Kristján Páll var svo nálægt því að skora sigurmark á fimmtu mínútu uppbótartímans er hann komst inn í vítateig en skot hans var varið. Leikurinn var ekki sá fallegasti sem sést hefur í Pepsi-deild karla í sumar enda var mikið í húfi og fór leikurinn fram við krefjandi aðstæður. Heimamenn virtust þó aðeins hættulegri fram á við og geta svekkt sig á því að hafa ekki nýtt færin sín betur í kvöld. Gestirnir mega vera sáttir við stig á útivelli og þrátt fyrir að liðið sitji enn á botninum er staðan þó ekki verri en hún var fyrir þessa umferð. Keflavík á leik gegn brotnum Víkingum í næstu umferð og er von á enn einum baráttuleiknum hjá Suðurnesjamönnum. Það er langt síðan að Leiknir vann leik en engu að síður virðist lítinn bilbug að finna á Breiðhyltingum miðað við það sem þeir segja sjálfir. Samstaðan er mikil hjá Leikni en þeir þurfa að fá meira úr leikjunum sínum ef ekki á illa að fara.vísir/antonHaukur Ingi: Eitt stig betra en ekkert Haukur Ingi Guðnason, annar þjálfara Keflavíkur, sér framfaraskref á sínu liði frá því að hann kom til starfa. Liðið er þó enn á botni deildarinnar en nú með fimm stig eftir jafnteflið við Leikni í kvöld. „Ég er nokkuð sáttur við stigið. Það var mikil stöðubarátta og menn lögðu mikið í leikinn,“ segir Haukur Ingi sem var þó ekki sáttur við fyrri hálfleikinn. „Það var frekar hátt spennustig í leikmönnum. Við héldum boltanum illa og vorum að gera klaufamistök. En þetta var betra í seinni hálfleik og maður hefði óskað þess að fá smá lukku í lið með sér. En jafntefli er sanngjörn niðurstaða og fyrirfram vissi maður að það yrði ekki auðvelt að koma hingað í Breiðholtið og sækja þrjú stig.“ Keflavík gekk illa að skapa sér færi í leiknum þar til á lokamínútunum og Haukur Ingi hefði vitanlega viljað sjá sína menn beittari í sókninni eftir að hafa skorað snemma í leiknum. „Við náðum ekki að opna þá nægilega mikið framan af. Þeir voru þéttir fyrir og börðust fyrir sínu. En við megum ekki missa trúna á því sem við erum að gera og halda áfram.“ Hann sér framfaraskref á liðinu frá því að hann tók við liðinu í sameiningu með Jóhanni Birni Guðmundssyni. „Það eru ákveðin atriði sem við leggjum áherslu á sem eru að skána. En það er langt í land og margt sem við þurfum að bæta. Við erum bara með fimm stig eftir fyrri umferðina og ef við höfum ekki trú á að við getum bjargað okkur þá gætum við alveg eins hætt þessu.“ „Ég er nokkuð viss um að leikmenn og fleiri í kringum liðið hafi trú á því sem við erum að gera. Við hefðum auðvitað viljað frá þrjú stig í dag en eitt er betra en ekkert.“vísir/valliÓlafur Hrannar: Höldum ótrauðir áfram Fyrirliði Leiknismanna segir að hans menn hafi átt von á baráttuleik gegn Keflavík í kvöld. „Það er stórskemmtilegt að fá að spila svona leik. Fullkomnar fótboltaaðstæður, blautt gras og tvö hörkulið að berjast,“ segir Ólafur Hrannar sem játar því að það hafi verið erfitt að spila við Keflavík í kvöld. „Eins og gegn öllum liðum í deildinni. Þeir eru ekki með mörg stig eins og staðan er í dag en liðið er gott og það vissum við fyrir leikinn.“ Hann segir svekkjandi að hafa ekki komist 2-1 yfir þegar heimamenn fengu gott tækifæri til þess í upphafi síðari hálfleiks. „Markið hefði mögulega getað rotað þá aðeins. Okkur gekk illa að búa til fleiri almennileg færi eftir það og urðum að sætta okkur við stigið.“ Leiknir hefur nú spilað sex leiki í röð án þess að vinna en liðið vann síðast leik í lok maímánaðar. Ólafur Hrannar hefur ekki áhyggjur af áhrifum þess á leikmenn. „Við stöndum saman, allir í félaginu - leikmenn og aðrir. Við stefnum allir í sömu átt og þó svo að það sé langt síðan við unnum þá ætlum við að bæta úr því í næstu umferð. Við höldum bara ótrauðir áfram.“Leiknisljónin létu vel í sér heyra í kvöld.vísir/valliHaukur Ingi á hliðarlínunni í kvöld.vísir/valli Pepsi Max-deild karla Mest lesið Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira
Enn lengist bið Leiknis eftir sigri í Pepsi-deild karla en liðið mátti sætta sig við 1-1 jafntefli gegn botnliði Keflavíkur í kvöld. Magnús Þórir Matthíasson kom Keflavík yfir snemma leiks en Kristján Páll Jónsson jafnaði metin fyrir Leikni áður en flautað var til hálfleiks. Leiknismenn fengu dauðafæri í síðari hálfleik þegar Hilmar Árni Halldórsson brenndi af fyrir opnu marki og Kristján Páll komst svo í gott skotfæri í blálok leiksins en lét verja frá sér. Leiknir vann síðast leik þann 26. maí og eins og gefur að skilja sogast liðið nær fallbaráttunni með hverjum leiknum. Keflavík er enn á botni deildarinnar en er nú með fimm stig og örlitlu skrefi nær því að geta bjargað sæti sínu í deildinni - þó svo að enn virðist afar langt í land. Það var hundblautt í Breiðholtinu í kvöld og það setti sterkan svip á leikinn. Pétur Guðmundsson, lögreglumaður og dómari, mátti til að mynda hafa sig allan við að dæma þennan leik. Mikilvægi leiksins var mikið og þjálfarar og leikmenn voru afar duglegir að láta í sér heyra. Leikurinn var varla byrjaður þegar Keflavík komst yfir með marki Magnúsar Þóris sem skoraði af stuttu færi eftir sendingu Sigurbergs Elíassonar. Breiðhyltingar létu þó ekki það slá sig af laginu og eftir að hafa náð áttum fyrsta stundarfjórðunginn fóru þeir að sækja meira. Á 27. mínútu voru heimamenn nálægt því að skora eftir hornspyrnu. Leiknismenn náðu að viðhalda pressunni og eftir lipra sókn barst boltinn á Kristján Pál sem skallaði boltann hátt yfir Sindra Kristinn og í mark Keflavíkur. Óvenjulegt mark. Leiknismenn fengu fleiri færi til að skora en Keflavík hélt sínu til loka hálfleiksins. Það mátti hins vegar litlu muna að heimamenn kæmust yfir eftir aðeins 45 sekúndna leik í síðari hálfleik. Hilmar Árni Halldórsson fékk þá boltann eftir að Sindri Kristinn hafði varði skot Kristjáns Páls en hitti ekki galopið markið fyrir framan sig. Þetta reyndist besta færi síðari hálfleiks en bæði lið náðu að skapa nokkur hálffæri úr allri baráttunni sem ríkti í leiknum. Samuel Jimenez fékk tvö fín skotfæri en náði ekki að nýta þau og Ólafur Hrannar var nálægt því að komast í gott færi eftir sendingu Kristjáns Páls. Kristján Páll var svo nálægt því að skora sigurmark á fimmtu mínútu uppbótartímans er hann komst inn í vítateig en skot hans var varið. Leikurinn var ekki sá fallegasti sem sést hefur í Pepsi-deild karla í sumar enda var mikið í húfi og fór leikurinn fram við krefjandi aðstæður. Heimamenn virtust þó aðeins hættulegri fram á við og geta svekkt sig á því að hafa ekki nýtt færin sín betur í kvöld. Gestirnir mega vera sáttir við stig á útivelli og þrátt fyrir að liðið sitji enn á botninum er staðan þó ekki verri en hún var fyrir þessa umferð. Keflavík á leik gegn brotnum Víkingum í næstu umferð og er von á enn einum baráttuleiknum hjá Suðurnesjamönnum. Það er langt síðan að Leiknir vann leik en engu að síður virðist lítinn bilbug að finna á Breiðhyltingum miðað við það sem þeir segja sjálfir. Samstaðan er mikil hjá Leikni en þeir þurfa að fá meira úr leikjunum sínum ef ekki á illa að fara.vísir/antonHaukur Ingi: Eitt stig betra en ekkert Haukur Ingi Guðnason, annar þjálfara Keflavíkur, sér framfaraskref á sínu liði frá því að hann kom til starfa. Liðið er þó enn á botni deildarinnar en nú með fimm stig eftir jafnteflið við Leikni í kvöld. „Ég er nokkuð sáttur við stigið. Það var mikil stöðubarátta og menn lögðu mikið í leikinn,“ segir Haukur Ingi sem var þó ekki sáttur við fyrri hálfleikinn. „Það var frekar hátt spennustig í leikmönnum. Við héldum boltanum illa og vorum að gera klaufamistök. En þetta var betra í seinni hálfleik og maður hefði óskað þess að fá smá lukku í lið með sér. En jafntefli er sanngjörn niðurstaða og fyrirfram vissi maður að það yrði ekki auðvelt að koma hingað í Breiðholtið og sækja þrjú stig.“ Keflavík gekk illa að skapa sér færi í leiknum þar til á lokamínútunum og Haukur Ingi hefði vitanlega viljað sjá sína menn beittari í sókninni eftir að hafa skorað snemma í leiknum. „Við náðum ekki að opna þá nægilega mikið framan af. Þeir voru þéttir fyrir og börðust fyrir sínu. En við megum ekki missa trúna á því sem við erum að gera og halda áfram.“ Hann sér framfaraskref á liðinu frá því að hann tók við liðinu í sameiningu með Jóhanni Birni Guðmundssyni. „Það eru ákveðin atriði sem við leggjum áherslu á sem eru að skána. En það er langt í land og margt sem við þurfum að bæta. Við erum bara með fimm stig eftir fyrri umferðina og ef við höfum ekki trú á að við getum bjargað okkur þá gætum við alveg eins hætt þessu.“ „Ég er nokkuð viss um að leikmenn og fleiri í kringum liðið hafi trú á því sem við erum að gera. Við hefðum auðvitað viljað frá þrjú stig í dag en eitt er betra en ekkert.“vísir/valliÓlafur Hrannar: Höldum ótrauðir áfram Fyrirliði Leiknismanna segir að hans menn hafi átt von á baráttuleik gegn Keflavík í kvöld. „Það er stórskemmtilegt að fá að spila svona leik. Fullkomnar fótboltaaðstæður, blautt gras og tvö hörkulið að berjast,“ segir Ólafur Hrannar sem játar því að það hafi verið erfitt að spila við Keflavík í kvöld. „Eins og gegn öllum liðum í deildinni. Þeir eru ekki með mörg stig eins og staðan er í dag en liðið er gott og það vissum við fyrir leikinn.“ Hann segir svekkjandi að hafa ekki komist 2-1 yfir þegar heimamenn fengu gott tækifæri til þess í upphafi síðari hálfleiks. „Markið hefði mögulega getað rotað þá aðeins. Okkur gekk illa að búa til fleiri almennileg færi eftir það og urðum að sætta okkur við stigið.“ Leiknir hefur nú spilað sex leiki í röð án þess að vinna en liðið vann síðast leik í lok maímánaðar. Ólafur Hrannar hefur ekki áhyggjur af áhrifum þess á leikmenn. „Við stöndum saman, allir í félaginu - leikmenn og aðrir. Við stefnum allir í sömu átt og þó svo að það sé langt síðan við unnum þá ætlum við að bæta úr því í næstu umferð. Við höldum bara ótrauðir áfram.“Leiknisljónin létu vel í sér heyra í kvöld.vísir/valliHaukur Ingi á hliðarlínunni í kvöld.vísir/valli
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira