Íslenski boltinn

Pepsi-mörkin: Á Óli að taka meiri ábyrgð en Milos?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gengi Víkinga og þjálfaramál félagsins voru til umræðu í Pepsi-mörkunum í gærkvöldi.

Víkingur tapaði fyrir KR, 3-0, um helgina en liðið er nú í tíunda sæti með níu stig að lokinni fyrri umferð mótsins.

Ólafur Þórðarson sagði í viðtölum eftir leik að hans menn hafi ekki átt mikið skilið úr leiknum.

„Ég hef aldrei séð Óla jafn andlausan og í þessu viðtali. Þá vil ég frekar sjá hann öskra eitthvað,“ sagði Arnar Gunnlaugsson.

Hjörtur Hjartarson bendir á að ef uppskera Víkings verður jafn mikil í síðari umferðinni og þeirri fyrri muni liðið falla. Átján stig verði ekki nóg til að halda sér uppi.

Hörður Magnússon veltir því upp hvað eigi að gera. Á að skipta um báða þjálfarana, bara annan eða engan?

„Ég þekki samstarf Óla og Milos og það er mjög gott. Það var það allavega. En það reynir mest á samstarfið þegar illa gengur. Hver á þá að ráða?“ spyr Hjörtur.

„Mönnum finnst líklegra að Óli fari en mér finnst það mjög asnalegt,“ bendir hann á. „Þetta er bara 50-50 og þeir eru báðir ábyrgir fyrir lélegu gengi.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×