Íslenski boltinn

Arnar: Myndi fara frá KR í sporum Þorsteins

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Þorsteinn Már Ragnarsson var maður leiksins þegar KR vann sannfærandi sigur á Víkingum á sunnudagskvöld.

Þorsteinn Már hefur verið sterklega orðaður við Breiðablik en hann gaf það til kynna eftir sigur KR að hann yrði áfram hjá félaginu.

Engu að síður er talið líklegt að hann yfirgefi KR þegar opnað verður fyrir félagaskipti á morgun og semji við Breiðablik.

„Þorsteinn virðist ráða því hvort hann fari frá KR miðað við núverandi stöðu. En af hverju ætti hann að vilja yfirgefa KR sem er að keppa á þremur vígstöðum?“ spyr þáttastjórnandinn Hörður Magnússon.

Arnar Gunnlaugsson bendir á að KR hafi samið við Hólmbert Aron Friðjónsson og að Þorsteinn Már hafi ekki alltaf verið fyrsti kostur í byrjunarliðið fyrir.

„En nú er hann byrjaður að skora og hefur verið að spila vel. En ég myndi fara ef ég væri í hans sporum. Breiðblik er með gott lið og vantar framherja. Leikstíll Blika hentar honum vel,“ segir Arnar.

Hjörtur Hjartarson segir að Þorsteinn Már verði að velta því fyrir sér hvað gerist þegar allir framherjar KR eru heilir. „Verður Þorsteinn þá fyrsti kostur í byrjunarliðið?“

Umræðuna alla má sjá alla í spilaranum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×