Íslenski boltinn

„Þjálfararnir bera jafn mikla ábyrgð“

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Milos Milojevic og Ólafur Þórðarson.
Milos Milojevic og Ólafur Þórðarson. Vísir/Ernir
Heimir Gunnlaugsson, varaformaður knattspyrnudeildar Víkings, segir að það hafi í raun ekki komið til greina að reka Milos Milojevic úr starfi þjálfara liðsins.

Þess í stað var ákveðið að bregðast við slæmu gengi liðsins í sumar með því að segja Ólafi Þórðarsyni upp störfum. Heimir sagði í viðtali í Akraborginni í gær að það hafi verið tímabært að gera breytingu.

„Þetta er flækjustigið við að hafa tvo þjálfara. Við þurftum að gera breytingu og þetta var niðurstaðan,“ sagði Heimir en viðtalið má heyra í heild sinni hér fyrir ofan. Hann neitar því að Ólafur beri meiri ábyrgð en Milos á gengi liðsins.

„Ábyrgðin er ekki meiri hjá Óla. Við töldum nauðsynlegt að gera breytingu en þeir bera jafn mikla ábyrgð í þessu.“

Heimir segir enn fremur að það hafi ekki komið til greina að reka Milos. „Það voru allir möguleikar ræddir en í raun kom það ekki til greina.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×