Telur BHM-dóm ekki hafa fordæmisgildi Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 16. júlí 2015 19:51 Kjaradeilu hjúkrunarfræðinga hefur verið vísað til gerðardóms en fulltrúar frá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga funduðu með dómnum í dag. Þá höfðaði félagið í dag mál gegn íslenska ríkinu vegna skipunar dómsins en lögmaður þess telur dóm í máli BHM gegn ríkinu ekki hafa fordæmisgildi hvað hjúkrunarfræðinga varðar. Eftir að hjúkrunarfræðingar felldu kjarasamning sinn við ríkið með yfirgnæfandi meirihluta í gær er komin upp nokkuð snúin staða. Segja má að deilan snúist fyrst og fremst um túlkun á 2. gr. laganna sem Alþingi samþykkti 13. júní síðastliðinn um frestun verkfallsaðgerða BHM og hjúkrunarfræðinga. Þar kemur fram að hafi aðilar ekki undirritað kjarasamning fyrir 1. júlí 2015 skuli Hæstiréttur tilnefna þrjá menn í gerðardóm. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga túlkar ákvæðið með þeim hætti að þar sem kjarasamningur var undirritaður, fari deilan ekki fyrir gerðardóm. Vill félagið setjast aftur að samningaborðinu og telur að Alþingi þurfi að setja ný lög til að koma í veg fyrir verkfallsaðgerðir hjúkrunarfræðinga. Íslenska ríkið er ósammála þessu, en fjármálaráðherra sagði þessa túlkun vera lagalega loftfimleika í fréttum Stöðvar tvö í gær. Telur ríkið að þar sem samningurinn var felldur hefði hann aldrei tekið gildi og því sé augljóst að gerðardómur ákveði kaup og kjör hjúkrunarfræðinga. Áður hefur komið fram að Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga ætlar að höfða mál gegn íslenska ríkinu vegna lagasetningarinnar. Stefna þess efnis, ásamt beiðni um flýtimeðferð, var lögð inn í Héraðsdóm Reykjavíkur fyrr í dag. Jón Sigurðsson, lögmaður félagsins, sagði í samtali við fréttastofu nú síðdegis að dómur í máli BHM, sem kveðinn var upp í gær, hefði ekki fordæmisgildi í málinu. Meðal annars hefði verkfall hjúkrunarfræðinga staðið í mun skemmri tíma auk þess sem félagið hefði fallist á nær allar undanþágubeiðnir og þannig ekki haft lömunaráhrif á starfsemi heilbrigðisstofnana. Einnig bendir Jón á að á verkfallstíma hefðu 635 stöðugildi hjúkrunarfræðinga verið mönnuð og undanþegin verkfalli. Þrátt fyrir þennan ágreining er ljóst að deilan fer fyrir gerðardóm en formaður hans, Garðar Garðarsson hæstaréttarlögmaður, staðfesti í samtali við fréttastofu í dag að atvinnuvegaráðuneytið hefði í gær vísað kjaradeilu hjúkrunarfræðinga til dómsins. Um er að ræða sama gerðardóm og úrskurðar um kaup og kjör félagsmanna BHM. Fulltrúar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga áttu stuttan fund með gerðardómnum eftir hádegi í dag til að ræða næstu skref, en boðað verður til formlegs fundar í deilunni eftir helgi. Alþingi Verkfall 2016 Tengdar fréttir Kjaradeilan fari fyrir gerðardóm: Bjarni telur hjúkrunarfræðinga í „lagalegum loftfimleikum“ Ráðamenn segja niðurstöðu úr atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning ekki koma á óvart miðað við umræðu að undanförnu. 15. júlí 2015 19:21 Íslenska ríkinu var heimilt að setja lög á verkfall BHM Dómur var kveðinn upp í máli BHM á hendur íslenska ríkinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 15. júlí 2015 14:01 Heilbrigðisráðherra gagnrýnir neikvæða umræðu í fjölmiðlum: „Fólk er skíthrætt við stöðuna í heilbrigðiskerfinu“ Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, gagnrýnir neikvæða umræðu um heilbrigðiskerfið og spyr hversu lengi fyrirsagnir á borð við þær sem prýða forsíður blaðanna í dag hafi dunið á Íslendingum. 16. júlí 2015 11:48 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Kjaradeilu hjúkrunarfræðinga hefur verið vísað til gerðardóms en fulltrúar frá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga funduðu með dómnum í dag. Þá höfðaði félagið í dag mál gegn íslenska ríkinu vegna skipunar dómsins en lögmaður þess telur dóm í máli BHM gegn ríkinu ekki hafa fordæmisgildi hvað hjúkrunarfræðinga varðar. Eftir að hjúkrunarfræðingar felldu kjarasamning sinn við ríkið með yfirgnæfandi meirihluta í gær er komin upp nokkuð snúin staða. Segja má að deilan snúist fyrst og fremst um túlkun á 2. gr. laganna sem Alþingi samþykkti 13. júní síðastliðinn um frestun verkfallsaðgerða BHM og hjúkrunarfræðinga. Þar kemur fram að hafi aðilar ekki undirritað kjarasamning fyrir 1. júlí 2015 skuli Hæstiréttur tilnefna þrjá menn í gerðardóm. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga túlkar ákvæðið með þeim hætti að þar sem kjarasamningur var undirritaður, fari deilan ekki fyrir gerðardóm. Vill félagið setjast aftur að samningaborðinu og telur að Alþingi þurfi að setja ný lög til að koma í veg fyrir verkfallsaðgerðir hjúkrunarfræðinga. Íslenska ríkið er ósammála þessu, en fjármálaráðherra sagði þessa túlkun vera lagalega loftfimleika í fréttum Stöðvar tvö í gær. Telur ríkið að þar sem samningurinn var felldur hefði hann aldrei tekið gildi og því sé augljóst að gerðardómur ákveði kaup og kjör hjúkrunarfræðinga. Áður hefur komið fram að Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga ætlar að höfða mál gegn íslenska ríkinu vegna lagasetningarinnar. Stefna þess efnis, ásamt beiðni um flýtimeðferð, var lögð inn í Héraðsdóm Reykjavíkur fyrr í dag. Jón Sigurðsson, lögmaður félagsins, sagði í samtali við fréttastofu nú síðdegis að dómur í máli BHM, sem kveðinn var upp í gær, hefði ekki fordæmisgildi í málinu. Meðal annars hefði verkfall hjúkrunarfræðinga staðið í mun skemmri tíma auk þess sem félagið hefði fallist á nær allar undanþágubeiðnir og þannig ekki haft lömunaráhrif á starfsemi heilbrigðisstofnana. Einnig bendir Jón á að á verkfallstíma hefðu 635 stöðugildi hjúkrunarfræðinga verið mönnuð og undanþegin verkfalli. Þrátt fyrir þennan ágreining er ljóst að deilan fer fyrir gerðardóm en formaður hans, Garðar Garðarsson hæstaréttarlögmaður, staðfesti í samtali við fréttastofu í dag að atvinnuvegaráðuneytið hefði í gær vísað kjaradeilu hjúkrunarfræðinga til dómsins. Um er að ræða sama gerðardóm og úrskurðar um kaup og kjör félagsmanna BHM. Fulltrúar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga áttu stuttan fund með gerðardómnum eftir hádegi í dag til að ræða næstu skref, en boðað verður til formlegs fundar í deilunni eftir helgi.
Alþingi Verkfall 2016 Tengdar fréttir Kjaradeilan fari fyrir gerðardóm: Bjarni telur hjúkrunarfræðinga í „lagalegum loftfimleikum“ Ráðamenn segja niðurstöðu úr atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning ekki koma á óvart miðað við umræðu að undanförnu. 15. júlí 2015 19:21 Íslenska ríkinu var heimilt að setja lög á verkfall BHM Dómur var kveðinn upp í máli BHM á hendur íslenska ríkinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 15. júlí 2015 14:01 Heilbrigðisráðherra gagnrýnir neikvæða umræðu í fjölmiðlum: „Fólk er skíthrætt við stöðuna í heilbrigðiskerfinu“ Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, gagnrýnir neikvæða umræðu um heilbrigðiskerfið og spyr hversu lengi fyrirsagnir á borð við þær sem prýða forsíður blaðanna í dag hafi dunið á Íslendingum. 16. júlí 2015 11:48 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Kjaradeilan fari fyrir gerðardóm: Bjarni telur hjúkrunarfræðinga í „lagalegum loftfimleikum“ Ráðamenn segja niðurstöðu úr atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning ekki koma á óvart miðað við umræðu að undanförnu. 15. júlí 2015 19:21
Íslenska ríkinu var heimilt að setja lög á verkfall BHM Dómur var kveðinn upp í máli BHM á hendur íslenska ríkinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 15. júlí 2015 14:01
Heilbrigðisráðherra gagnrýnir neikvæða umræðu í fjölmiðlum: „Fólk er skíthrætt við stöðuna í heilbrigðiskerfinu“ Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, gagnrýnir neikvæða umræðu um heilbrigðiskerfið og spyr hversu lengi fyrirsagnir á borð við þær sem prýða forsíður blaðanna í dag hafi dunið á Íslendingum. 16. júlí 2015 11:48