Íslenski boltinn

Tvö mörk frá Pape dugðu Djúpmönnum skammt

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Pape byrjar vel í búningi BÍ/Bolungarvíkur.
Pape byrjar vel í búningi BÍ/Bolungarvíkur. vísir/ernir
Pape Mamadou Faye, sem gekk í raðir BÍ/Bolungarvíkur í gær, byrjar vel með nýja liðinu en hann skoraði bæði mörk Djúpmanna í 2-2 jafntefli gegn Selfossi á Torfnesvelli í dag.

Selfyssingar komust yfir á 17. mínútu með marki Elton Renato Livramento Barros en Pape jafnaði metin á 36. mínútu.

Pape, sem hætti sem frægt er orðið hjá Víkingi R. eftir fjórar umferðir í Pepsi-deildinni, kom BÍ/Bolungarvík svo yfir með sínu öðru marki á 55. mínútu.

En Barros reyndist bjargvættur gestanna því hann jafnaði í 2-2 þremur mínútum fyrir leikslok.

Jafnteflið gerir lítið fyrir Djúpmenn en þeir eru enn í botnsæti deildarinnar með fimm stig, sex stigum frá öruggu sæti.

Selfyssingar eru hins vegar í 9. sæti en þeir hafa náð í fjögur stig í síðustu tveimur leikjum eftir þjálfaraskiptin.


Tengdar fréttir

Zoran hættur hjá Selfossi

Gunnar Rafn Borgþórsson tekur við Selfossi sem er í botnbaráttu 1. deildar karla.

Pape hættur hjá Víkingi

Framherjinn tilkynnti leikmönnum liðsins á æfingu í gær að hann myndi ekki mæta aftur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×