Íslenski boltinn

Sjáðu mörkin úr jafnteflisleik Stjörnunnar og ÍA | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Íslandsmeistarar Stjörnunnar eru enn án sigurs á heimavelli í Pepsi-deildinni eftir 1-1 jafntefli við ÍA í dag.

Stjörnumenn komust yfir á 38. mínútu með marki Ólafs Karls Finsen og hagur þeirra vænkaðist enn frekar á 63. mínútu þegar Albert Hafsteinsson, miðjumaður ÍA, var rekinn af velli.

En tíu Skagamenn gáfust ekki upp og varamaðurinn Garðar Gunnlaugsson jafnaði metin á 76. mínútu. Átta mínútum síðar fengu Stjörnumenn vítaspyrnu þegar Jón Vilhelm Ákason brá Guðjóni Baldvinsson í teignum en Guðjón var að leika sinn fyrsta leik með Stjörnunni eftir heimkomuna.

Hinni mjög svo öruggu vítaskyttu, Halldóri Orra Björnssyni, brást hins vegar bogalistin á punktinum en spyrna hans hafnaði í stönginni.

Mörkin og helstu atvik úr leiknum má sjá í myndbandinu hér að ofan.


Tengdar fréttir

Fer Stjarnan líka til Aserbaísjan?

Ef Stjarnan slær Celtic úr leik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu fer liðið annað hvort til Aserbaísjan eða Svartfjallalands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×