Íslenski boltinn

Schoop klárar tímabilið | Frederiksen semur út næsta ár

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Jacob Schoop hefur verið frábær í sumar.
Jacob Schoop hefur verið frábær í sumar. vísir/stefán
Danski miðjumaðurinn Jacob Schoop, sem hefur verið besti leikmaður KR í Pepsi-deildinni í sumar, klárar tímabilið með Vesturbæjarliðinu.

Þetta staðfestir Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR, við fótbolti.net, en KR-ingar gátu misst Schoop þegar leikmannaglugginn verður opnaður á Norðurlöndum 15. júlí.

Samlandi Schoop, framherjinn Sören Frederiksen, framlengdi samning sinn við KR um eitt ár og spilar með liðinu í Pepsi-deildinni á næstu leiktíð.

Sören fer vel af stað með KR í deildinni og er búinn að skora þrjú mörk í ellefu leikjum.

Gengið var frá nýjum samningum við leikmennina á Írlandi þar sem KR-liðið er statt og mætir Cork City í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld.


Tengdar fréttir

Hólmbert Aron búinn að skrifa undir samning við KR

Hólmbert Aron Friðjónsson hefur gengið frá tveggja og hálfs árs samning við KR og verður löglegur með Vesturbæjarliðinu í Pepsi-deildinni þegar glugginn opnar 15. júlí næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×