4735 sjúklingar beðið í meira en þrjá mánuði eftir aðgerð Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 2. júlí 2015 19:15 Biðlistar eftir skurðaðgerðum hér á landi hafa aldrei verið lengri en rúmlega 4700 sjúklingar hafa beðið í meira en þrjá mánuði eftir aðgerð. Landlæknir segir stöðuna mikið áhyggjuefni en hann óttast að biðlistar muni lengjast enn frekar á næstunni. Það hefur mikið gengið á í íslenska heilbrigðiskerfinu undanfarna mánuði og ár. Landspítalinn og aðrar heilbrigðisstofnanir voru um árabil fjársveltar að mati stjórnenda, þó aukið fjármagn hafi fengist undanfarin tvö ár. Þá tóku við verkfallsaðgerðir lækna, hjúkrunarfræðinga og félagsmanna BHM. Afleiðingar alls þessa – jú, samkvæmt tölum frá embætti Landlæknis hafa biðlistar eftir skurðaðgerðum hér á landi aldrei verið lengri. Sem dæmi um aðgerðir þar sem biðlistar hafa lengst frá því í febrúar má nefna gerviliðaaðgerð á mjöðm og gerviliðaaðgerð á hné en alls bíða tæplega 1200 sjúklingar eftir slíkum aðgerðum. 3616 sjúklingar bíða skurðaðgerðar á augasteini, þar af hafa 2915 beðið lengur en í þrjá mánuði en það er talinn vera ásættanlegur biðtími eftir aðgerð í nágrannalöndum Íslands. Bið eftir augasteinsaðgerð á Landspítalanum er um 21 mánuður. Biðlisti eftir hjarta- og/eða kransæðamyndatöku er að mestu óbreyttur frá því í febrúar en um 200 sjúklingar eru nú á biðlista, þar af 102 sem hafa beðið í meira en þrjá mánuði. „Það er að mér finnst mesta áhyggjuefnið því að ef þú ert settur á biðlista eftir hjartaþræðingu þá er það að mínu mati fremur aðkallandi aðgerð. Að 100 sjúklingar bíði í meira en þrjá mánuði, það er mikið áhyggjuefni finnst mér,“ segir Birgir Jakobsson, landlæknir. Fjöldi sjúklinga sem hafa beðið lengur en þrjá mánuði eftir aðgerð var 4735 þann 1. júní síðastliðinn en inn í þessa tölu vantar sjúklinga sem bíða eftir krabbameinsaðgerð.Eru vísbendingar um að þessar tölur muni hækka? „Já ég er ansi hræddur um að þær eigi eftir að hækka yfir sumarið því að biðlistar hækka venjulega yfir sumarleyfistímann. Svo að vinna við að vinna niður biðlista á ég ekki von á að hefjist fyrr en eftir sumarleyfi,“ segir Birgir. Aðspurður hvort meira fjármagn þurfi til að vinna niður biðlista segir Birgir að ekki eigi alltaf að verðlauna langa biðlista með meira fjármagni. Langir biðlistar byggi á óskilvirkri þjónustu og þá eigi að bæta þjónustuna. „Ég held núna hins vegar, af því að við höfum verið að fara illa með fjármagn í heilbrigðiskerfinu síðastliðið hálft ár, það hefur ekki verið sjálfvirkt, þá held ég að það þurfi einhverja peningafjárhæð til að komast áleiðis með þessa biðlista,“ segir Birgir. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Yfirlýsing hjúkrunarfræðinema: Ætla ekki að ráða sig í störf eftir útskrift Skortur er á hjúkrunarfræðingum hér á landi og allt að helmingur stéttarinnar gæti verið óstarfandi eftir nokkur ár. 1. júlí 2015 13:11 Fæstir hjúkrunarfræðingar í fullu starfi á spítalanum 70 prósent hjúkrunarfræðinga eru í minna en 80 prósenta hlutastarfi við Landspítalann. Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir hundrað prósenta vaktaálag of sligandi og því kjósi fólk að vera í hlutastarfi. 30. júní 2015 07:00 Hóflega bjartsýnn á að hjúkrunarfræðingar samþykki samninginn Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir markmið félagsins hafi ekki verið náð í kjarasamningi sem undirritaður var í gær. 24. júní 2015 12:00 Segir forsendur fyrir dómi gerðardóms vera brostnar Formaður Félags hjúkrunarfræðinga segir þungt hljóð í félagsmönnum. Telur að komið hafi verið í veg fyrir að laun hjúkrunarfræðinga verði ákveðin með dómi. Samningurinn hefur engin áhrif á deilu BHM við ríkið. 25. júní 2015 09:00 Uppsagnir hjúkrunarfræðinga halda áfram: 200 sagt starfi sínu lausu Forstjóri Landspítalans segir alvarlegt að svo stór hópur hafi sagt upp en fyrir vanti tugi hjúkrunarfræðinga. 30. júní 2015 12:24 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Fleiri fréttir Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Sjá meira
Biðlistar eftir skurðaðgerðum hér á landi hafa aldrei verið lengri en rúmlega 4700 sjúklingar hafa beðið í meira en þrjá mánuði eftir aðgerð. Landlæknir segir stöðuna mikið áhyggjuefni en hann óttast að biðlistar muni lengjast enn frekar á næstunni. Það hefur mikið gengið á í íslenska heilbrigðiskerfinu undanfarna mánuði og ár. Landspítalinn og aðrar heilbrigðisstofnanir voru um árabil fjársveltar að mati stjórnenda, þó aukið fjármagn hafi fengist undanfarin tvö ár. Þá tóku við verkfallsaðgerðir lækna, hjúkrunarfræðinga og félagsmanna BHM. Afleiðingar alls þessa – jú, samkvæmt tölum frá embætti Landlæknis hafa biðlistar eftir skurðaðgerðum hér á landi aldrei verið lengri. Sem dæmi um aðgerðir þar sem biðlistar hafa lengst frá því í febrúar má nefna gerviliðaaðgerð á mjöðm og gerviliðaaðgerð á hné en alls bíða tæplega 1200 sjúklingar eftir slíkum aðgerðum. 3616 sjúklingar bíða skurðaðgerðar á augasteini, þar af hafa 2915 beðið lengur en í þrjá mánuði en það er talinn vera ásættanlegur biðtími eftir aðgerð í nágrannalöndum Íslands. Bið eftir augasteinsaðgerð á Landspítalanum er um 21 mánuður. Biðlisti eftir hjarta- og/eða kransæðamyndatöku er að mestu óbreyttur frá því í febrúar en um 200 sjúklingar eru nú á biðlista, þar af 102 sem hafa beðið í meira en þrjá mánuði. „Það er að mér finnst mesta áhyggjuefnið því að ef þú ert settur á biðlista eftir hjartaþræðingu þá er það að mínu mati fremur aðkallandi aðgerð. Að 100 sjúklingar bíði í meira en þrjá mánuði, það er mikið áhyggjuefni finnst mér,“ segir Birgir Jakobsson, landlæknir. Fjöldi sjúklinga sem hafa beðið lengur en þrjá mánuði eftir aðgerð var 4735 þann 1. júní síðastliðinn en inn í þessa tölu vantar sjúklinga sem bíða eftir krabbameinsaðgerð.Eru vísbendingar um að þessar tölur muni hækka? „Já ég er ansi hræddur um að þær eigi eftir að hækka yfir sumarið því að biðlistar hækka venjulega yfir sumarleyfistímann. Svo að vinna við að vinna niður biðlista á ég ekki von á að hefjist fyrr en eftir sumarleyfi,“ segir Birgir. Aðspurður hvort meira fjármagn þurfi til að vinna niður biðlista segir Birgir að ekki eigi alltaf að verðlauna langa biðlista með meira fjármagni. Langir biðlistar byggi á óskilvirkri þjónustu og þá eigi að bæta þjónustuna. „Ég held núna hins vegar, af því að við höfum verið að fara illa með fjármagn í heilbrigðiskerfinu síðastliðið hálft ár, það hefur ekki verið sjálfvirkt, þá held ég að það þurfi einhverja peningafjárhæð til að komast áleiðis með þessa biðlista,“ segir Birgir.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Yfirlýsing hjúkrunarfræðinema: Ætla ekki að ráða sig í störf eftir útskrift Skortur er á hjúkrunarfræðingum hér á landi og allt að helmingur stéttarinnar gæti verið óstarfandi eftir nokkur ár. 1. júlí 2015 13:11 Fæstir hjúkrunarfræðingar í fullu starfi á spítalanum 70 prósent hjúkrunarfræðinga eru í minna en 80 prósenta hlutastarfi við Landspítalann. Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir hundrað prósenta vaktaálag of sligandi og því kjósi fólk að vera í hlutastarfi. 30. júní 2015 07:00 Hóflega bjartsýnn á að hjúkrunarfræðingar samþykki samninginn Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir markmið félagsins hafi ekki verið náð í kjarasamningi sem undirritaður var í gær. 24. júní 2015 12:00 Segir forsendur fyrir dómi gerðardóms vera brostnar Formaður Félags hjúkrunarfræðinga segir þungt hljóð í félagsmönnum. Telur að komið hafi verið í veg fyrir að laun hjúkrunarfræðinga verði ákveðin með dómi. Samningurinn hefur engin áhrif á deilu BHM við ríkið. 25. júní 2015 09:00 Uppsagnir hjúkrunarfræðinga halda áfram: 200 sagt starfi sínu lausu Forstjóri Landspítalans segir alvarlegt að svo stór hópur hafi sagt upp en fyrir vanti tugi hjúkrunarfræðinga. 30. júní 2015 12:24 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Fleiri fréttir Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Sjá meira
Yfirlýsing hjúkrunarfræðinema: Ætla ekki að ráða sig í störf eftir útskrift Skortur er á hjúkrunarfræðingum hér á landi og allt að helmingur stéttarinnar gæti verið óstarfandi eftir nokkur ár. 1. júlí 2015 13:11
Fæstir hjúkrunarfræðingar í fullu starfi á spítalanum 70 prósent hjúkrunarfræðinga eru í minna en 80 prósenta hlutastarfi við Landspítalann. Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir hundrað prósenta vaktaálag of sligandi og því kjósi fólk að vera í hlutastarfi. 30. júní 2015 07:00
Hóflega bjartsýnn á að hjúkrunarfræðingar samþykki samninginn Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir markmið félagsins hafi ekki verið náð í kjarasamningi sem undirritaður var í gær. 24. júní 2015 12:00
Segir forsendur fyrir dómi gerðardóms vera brostnar Formaður Félags hjúkrunarfræðinga segir þungt hljóð í félagsmönnum. Telur að komið hafi verið í veg fyrir að laun hjúkrunarfræðinga verði ákveðin með dómi. Samningurinn hefur engin áhrif á deilu BHM við ríkið. 25. júní 2015 09:00
Uppsagnir hjúkrunarfræðinga halda áfram: 200 sagt starfi sínu lausu Forstjóri Landspítalans segir alvarlegt að svo stór hópur hafi sagt upp en fyrir vanti tugi hjúkrunarfræðinga. 30. júní 2015 12:24