Íslenski boltinn

Mörkin hans Tryggva | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Lokaþáttur knattspyrnuþáttanna Goðsagnir efstu deildar var á dagskrá Stöðvar 2 Sports í kvöld en þar var fjallað um Tryggva Guðmundsson, markahæsta leikmann í sögu efstu deildar á Íslandi.

Tryggvi skoraði 131 mark í 241 leik í efstu deild með ÍBV, KR, FH og Fylki. Hann sló markamet Inga Björns Albertssonar þegar hann skoraði sitt 127. mark í efstu deild með ÍBV gegn Stjörnunni 29. maí 2012.

Sjá einnig: Er þetta flottasta mark Tryggva Guðmundssonar?

Tryggvi varð fimm sinnum Íslandsmeistari, fjórum sinnum með FH og einu sinni með uppeldisfélaginu ÍBV. Tryggvi varð einnig bikarmeistari í tvígang, einu sinni með KR og einu sinni með FH.

Tryggvi er einn fjögurra leikmanna sem hafa skorað 19 mörk á einu tímabili í efstu deild en það gerði hann sumarið 1997 þegar ÍBV varð Íslandsmeistari í annað sinn. Hann var valinn besti leikmaður Íslandsmótsins það ár.

Tryggvi spilaði einnig við góðan orðstír sem atvinnumaður í Noregi og Svíþjóð. Þá skoraði hann 12 mörk í 42 landsleikjum.

Í spilaranum hér að ofan má sjá skemmtilega markasyrpu með Tryggva.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×