Danny Lee sigraði eftir dramatískan lokahring á Greenbrier Kári Örn Hinriksson skrifar 5. júlí 2015 22:34 Danny Lee á lokahringnum. Getty. Lokahringuinn á Greenbrier Classic í kvöld var gríðarlega spennandi en hann endaði með því að fjórir kylfingar þuftu að fara í bráðabana um sigurinn.David Hearn, Kevin Kishner, Danny Lee og Robert Streb léku hringina fjóra á hinum aldargamla Old White TPC velli á 13 höggum undir pari og því þurfti að grípa til bráðabana á 18. holu sem er 160 metra par þrjú hola. Hearn og Lee fengu fugl á fyrstu holu í bráðabana og því þurfti að leika hina par fimm 17. holu. Þar fékk Hearn skolla en Lee par og því sigraði þessi 24 ára kylfingur frá Nýja-Sjálandi á sínu fyrsta móti á PGA-mótaröðinni.Bubba Watson sem sigraði á mótinu í fyrra átti góða titilvörn en endaði jafn í 13. sæti á tíu höggum undir pari, þremur frá efsta sætinu. Þá var Tiger Woods á meðal þátttakenda en hann sýndi oft á tíðum góða takta og lék meðal annars lokahringinn á 67 höggum án þess að fá einn einasta skolla. Hann endaði í 32. sæti á sjö höggum undir pari og virðist aðeins vera að rétta úr kútnum eftir hræðilega byrjun á árinu. Fyrir sigurinn fékk Danny Lee rúmlega 130 milljónir í verðlaunafé ásamt þátttökurétt á PGA-mótaröðinni í tvö ár. Golf Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Lokahringuinn á Greenbrier Classic í kvöld var gríðarlega spennandi en hann endaði með því að fjórir kylfingar þuftu að fara í bráðabana um sigurinn.David Hearn, Kevin Kishner, Danny Lee og Robert Streb léku hringina fjóra á hinum aldargamla Old White TPC velli á 13 höggum undir pari og því þurfti að grípa til bráðabana á 18. holu sem er 160 metra par þrjú hola. Hearn og Lee fengu fugl á fyrstu holu í bráðabana og því þurfti að leika hina par fimm 17. holu. Þar fékk Hearn skolla en Lee par og því sigraði þessi 24 ára kylfingur frá Nýja-Sjálandi á sínu fyrsta móti á PGA-mótaröðinni.Bubba Watson sem sigraði á mótinu í fyrra átti góða titilvörn en endaði jafn í 13. sæti á tíu höggum undir pari, þremur frá efsta sætinu. Þá var Tiger Woods á meðal þátttakenda en hann sýndi oft á tíðum góða takta og lék meðal annars lokahringinn á 67 höggum án þess að fá einn einasta skolla. Hann endaði í 32. sæti á sjö höggum undir pari og virðist aðeins vera að rétta úr kútnum eftir hræðilega byrjun á árinu. Fyrir sigurinn fékk Danny Lee rúmlega 130 milljónir í verðlaunafé ásamt þátttökurétt á PGA-mótaröðinni í tvö ár.
Golf Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira