Íslenski boltinn

Gunnar Heiðar kominn heim til Eyja

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gunnar Heiðar Þorvaldsson snýr aftur í íslenska boltann.
Gunnar Heiðar Þorvaldsson snýr aftur í íslenska boltann. mynd/heimasíða norrköping
ÍBV hefur fengið frábæran liðsstyrk fyrir seinni hluta Pepsi-deildar karla í fótbolta.

Framherjinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson er á heimleið og búinn að semja við ÍBV út tímabilið. Hann verður löglegur þegar glugginn verður opnaður 15. júlí. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Eyjamönnum.

Gunnar Heiðar kemur til ÍBV frá Hacken í sænsku úrvalsdeildinni, en hann hefur spilað með Hannover, Vålerenga, Fredrikstad, Esbjerg, Norrköping og Konyaspor í Tyrklandi á löngum atvinnumannaferli.

Þessi öflugi framherji spilaði með ÍBV frá 1999-2004, en hann skoraði 39 mörk í 83 deildar- og bikarleikjum á þeim tíma og varð markakóngur efstu deildar 2004 með tólf mörk í 16 leikjum.

Gunnar Heiðar ætti að styrkja Eyjaliðið mikið í fallbaráttunni, en það er í 11. sæti með átta stig eftir tíu umferðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×