Fótbolti

Hannes orðinn leikmaður NEC í Hollandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hannes Þór Halldórsson.
Hannes Þór Halldórsson. Vísir/Ernir
Hannes Þór Halldórsson hefur gert tveggja ára samning við hollenska úrvalsdeildarfélagið NEC Nijmegen en það var tilkynnt á heimasíðu félagsins í dag.

Hannes Þór lék í kvöld sinn síðasta leik fyrir Sandnes Ulf og hélt hreinu er félagið vann góðan 1-0 útisigur á Hönefoss. Hannes skilur við Sandnes Ulf í öðru sæti norsku B-deildarinnar.

Hannes Þór er 31 árs gamall og hefur spilað með Leikni, Aftureldingu, Stjörnunni, Fram og KR hér á landi sem og Brann og Sandnes Ulf í Noregi. Hann er aðalmarkvörður íslenska landsliðsins og á að baki 28 A-landsleiki.

Hann var einnig orðaður við tyrkneskt félag sem gerði Sandnes Ulf tilboð en Hannes lagði sóttist sjálfur eftir því að ganga til liðs við NEC. Kristján Gauti Emilsson, fyrrum leikmaður FH og Liverpool, er á mála hjá NEC.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×