Þetta er maðurinn sem mætir Gunnari Nelson Pétur Marinó Jónsson skrifar 7. júlí 2015 17:15 Brandon Thatch er afar hættulegur andstæðingur. Vísir/Getty Aðeins fjórir dagar eru í risabardaga Gunnars Nelson gegn Brandon Thatch á UFC 189. Brandon Thatch er einn hættulegasti andstæðingur Gunnars á ferlinum en hér lítum við nánar á hinn hættulega Thatch.Brandon Thatch er kannski ekki þekktasta nafnið í UFC en þetta er nafn sem margir telja að verði nálægt toppnum í veltivigt UFC í náinni framtíð. Hann hefur aðeins þrisvar barist í UFC, tveir sigrar og eitt tap, og gat ekkert barist árið 2014 vegna meiðsla. Miklar vonir eru bundnar við hann en hann er í raun stærri, sterkari og hraðari útgáfan af bardagamanninum Carlos Condit. Thatch hefur klárað alla 11 sigra sína í fyrstu lotu, sex af þeim á innan við 60 sekúndum. Sjö bardaga hefur hann sigrað með rothöggi og fjóra með uppgjafartaki. Brandon Thatch er virkilega árásargjarn standandi og með mjög góða tæknilega pressu. Hann er með eitruð spörk, skiptir oft um fótastöður (úr örvhentri fótastöðu í rétthenda og öfugt) og notar tæknilega fótavinnu til að pressa andstæðingana að búrinu. Upp við búrið gefur hann andstæðingunm fáar útgönguleiðir og þar byrjar Thatch að raða inn höggunum. Hann er með góðar hendur en stærstu vopnin hans eru spörk og hnéspörk. Háspörkin hans virka áreynslulaus og beitir hann þeim ótt og títt. Hann stígur inn með þung hnéspörk í skrokkinn og fljúgandi hnéspörk í skrokk eða höfuð ef andstæðingurinn gerir sig líklegan til að fara í fellu. Í „clinchinu“ er hann einnig afar sterkur. Löngu útlimir hans gefa honum vogarafl til að færa andstæðinginn til og frá á meðan hann raðar inn hnéspörkum og olnbogum í haus og skrokk. Glíman er ekki hans helsti styrkleiki en hefur sýnt ágætis fellur sjálfur. Árásargirni hans kemur honum stundum í vandræði ef andstæðingurinn getur tímasett hreyfingar hans. Hann er þó iðulega mjög snöggur upp ef hann endar á bakinu og notar búrið vel til að standa upp. Gegn Ben Henderson í hans síðasta bardaga gaf hann bakið á sér í tvígang þegar hann var að reyna að standa upp. Það er eitthvað sem hann getur alls ekki gert gegn Gunnari.Nokkrir hlutir til að hafa í hugaGrimmar fléttur: Þegar Thatch er búinn að pressa andstæðinginn að búrinu raðar hann inn höggunum. Hnefahögg, hné, háspörk, olnbogar, öllu þessu fléttar hann saman og finnur nánast alltaf opnur á vörn andstæðingsins.Vanur karate: Margir andstæðingar Gunnars eiga erfitt með að átta sig á óhefðbundinni fótastöðu og hreyfingum Gunnars sem koma úr karate. Thatch var aftur á móti sjálfur lengi í karate og er því öllu vanur.Drápseðli: Þegar hann sér andstæðinginn vankaðan er hann ekkert að tvínóna við hlutina – hann klárar bardagann. Að meðaltali er Thatch aðeins 80 sekúndur að klára bardaga sína.Gefur á sér bakið: Þegar Ben Henderson tókst að koma Thatch í gólfið gaf Thatch á sér bakið þegar hann reyndi að standa upp. Það er eitthvað sem Thatch má alls ekki gera gegn Gunnari. Henderson sigraði Thatch eftir hengingu af bakinu svo Thatch gæti hafa unnið í þessu á undanförnum mánuðum.Gengur illa ef hann klárar ekki strax: Allir sigrar hans hafa komið í fyrstu lotu en þegar honum hefur ekki tekist að sigra í fyrstu lotu hefur hann tapað. Það er kannski dálítið ýkt að segja að honum gangi illa ef hann klárar bardagann ekki strax þar sem hann stóð sig mjög vel gegn Ben Henderson (tapaði í 4. lotu). Auk þess er Thatch að skera mikið niður og það gæti unnið með Gunnari.Leið til sigurs: Það sem Thatch mun gera gegn Gunnari er að þjarma að honum við búrið þar sem Gunnar hefur lítið pláss til að hreyfa sig. Þar mun Thatch leitast eftir að raða inn höggunum. Gunnar sýndi að hann er með sterka höku gegn Rick Story en það getur verið erfitt að harka af sér þung högg í skrokkinn. Áhugasamir geta lesið um leið Gunnars til sigurs á vef MMA Frétta hér.Sjá einnig: UFC 189: Thomas Almeida gegn Brad PickettUFC 189 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. MMA Tengdar fréttir Leiðin að búrinu: Gunnar Nelson vs. Brandon Thatch Eftir aðeins fimm daga mun Gunnar Nelson stíga í búrið á UFC 189 og mæta Brandon Thatch. Þetta verður fyrsti bardagi Gunnars síðan hann tapaði fyrir Rick Story í október. 6. júlí 2015 09:45 Gunnar Nelson: Verð mjög ánægður ef bardaginn fer í gólfið Gunnar Nelson mætir Brandon Thatch í búrinu á MGM Grand-hótelinu í Las Vegas á laugardaginn eftir viku. 2. júlí 2015 10:30 Brandon Thatch mætir Gunnari í Las Vegas Gunnar Nelson fær sterkari mótherja en hann átti upphaflega að berjast við á UFC-kvöldinu 11. júlí. 23. júní 2015 22:30 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Sjá meira
Aðeins fjórir dagar eru í risabardaga Gunnars Nelson gegn Brandon Thatch á UFC 189. Brandon Thatch er einn hættulegasti andstæðingur Gunnars á ferlinum en hér lítum við nánar á hinn hættulega Thatch.Brandon Thatch er kannski ekki þekktasta nafnið í UFC en þetta er nafn sem margir telja að verði nálægt toppnum í veltivigt UFC í náinni framtíð. Hann hefur aðeins þrisvar barist í UFC, tveir sigrar og eitt tap, og gat ekkert barist árið 2014 vegna meiðsla. Miklar vonir eru bundnar við hann en hann er í raun stærri, sterkari og hraðari útgáfan af bardagamanninum Carlos Condit. Thatch hefur klárað alla 11 sigra sína í fyrstu lotu, sex af þeim á innan við 60 sekúndum. Sjö bardaga hefur hann sigrað með rothöggi og fjóra með uppgjafartaki. Brandon Thatch er virkilega árásargjarn standandi og með mjög góða tæknilega pressu. Hann er með eitruð spörk, skiptir oft um fótastöður (úr örvhentri fótastöðu í rétthenda og öfugt) og notar tæknilega fótavinnu til að pressa andstæðingana að búrinu. Upp við búrið gefur hann andstæðingunm fáar útgönguleiðir og þar byrjar Thatch að raða inn höggunum. Hann er með góðar hendur en stærstu vopnin hans eru spörk og hnéspörk. Háspörkin hans virka áreynslulaus og beitir hann þeim ótt og títt. Hann stígur inn með þung hnéspörk í skrokkinn og fljúgandi hnéspörk í skrokk eða höfuð ef andstæðingurinn gerir sig líklegan til að fara í fellu. Í „clinchinu“ er hann einnig afar sterkur. Löngu útlimir hans gefa honum vogarafl til að færa andstæðinginn til og frá á meðan hann raðar inn hnéspörkum og olnbogum í haus og skrokk. Glíman er ekki hans helsti styrkleiki en hefur sýnt ágætis fellur sjálfur. Árásargirni hans kemur honum stundum í vandræði ef andstæðingurinn getur tímasett hreyfingar hans. Hann er þó iðulega mjög snöggur upp ef hann endar á bakinu og notar búrið vel til að standa upp. Gegn Ben Henderson í hans síðasta bardaga gaf hann bakið á sér í tvígang þegar hann var að reyna að standa upp. Það er eitthvað sem hann getur alls ekki gert gegn Gunnari.Nokkrir hlutir til að hafa í hugaGrimmar fléttur: Þegar Thatch er búinn að pressa andstæðinginn að búrinu raðar hann inn höggunum. Hnefahögg, hné, háspörk, olnbogar, öllu þessu fléttar hann saman og finnur nánast alltaf opnur á vörn andstæðingsins.Vanur karate: Margir andstæðingar Gunnars eiga erfitt með að átta sig á óhefðbundinni fótastöðu og hreyfingum Gunnars sem koma úr karate. Thatch var aftur á móti sjálfur lengi í karate og er því öllu vanur.Drápseðli: Þegar hann sér andstæðinginn vankaðan er hann ekkert að tvínóna við hlutina – hann klárar bardagann. Að meðaltali er Thatch aðeins 80 sekúndur að klára bardaga sína.Gefur á sér bakið: Þegar Ben Henderson tókst að koma Thatch í gólfið gaf Thatch á sér bakið þegar hann reyndi að standa upp. Það er eitthvað sem Thatch má alls ekki gera gegn Gunnari. Henderson sigraði Thatch eftir hengingu af bakinu svo Thatch gæti hafa unnið í þessu á undanförnum mánuðum.Gengur illa ef hann klárar ekki strax: Allir sigrar hans hafa komið í fyrstu lotu en þegar honum hefur ekki tekist að sigra í fyrstu lotu hefur hann tapað. Það er kannski dálítið ýkt að segja að honum gangi illa ef hann klárar bardagann ekki strax þar sem hann stóð sig mjög vel gegn Ben Henderson (tapaði í 4. lotu). Auk þess er Thatch að skera mikið niður og það gæti unnið með Gunnari.Leið til sigurs: Það sem Thatch mun gera gegn Gunnari er að þjarma að honum við búrið þar sem Gunnar hefur lítið pláss til að hreyfa sig. Þar mun Thatch leitast eftir að raða inn höggunum. Gunnar sýndi að hann er með sterka höku gegn Rick Story en það getur verið erfitt að harka af sér þung högg í skrokkinn. Áhugasamir geta lesið um leið Gunnars til sigurs á vef MMA Frétta hér.Sjá einnig: UFC 189: Thomas Almeida gegn Brad PickettUFC 189 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD.
MMA Tengdar fréttir Leiðin að búrinu: Gunnar Nelson vs. Brandon Thatch Eftir aðeins fimm daga mun Gunnar Nelson stíga í búrið á UFC 189 og mæta Brandon Thatch. Þetta verður fyrsti bardagi Gunnars síðan hann tapaði fyrir Rick Story í október. 6. júlí 2015 09:45 Gunnar Nelson: Verð mjög ánægður ef bardaginn fer í gólfið Gunnar Nelson mætir Brandon Thatch í búrinu á MGM Grand-hótelinu í Las Vegas á laugardaginn eftir viku. 2. júlí 2015 10:30 Brandon Thatch mætir Gunnari í Las Vegas Gunnar Nelson fær sterkari mótherja en hann átti upphaflega að berjast við á UFC-kvöldinu 11. júlí. 23. júní 2015 22:30 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Sjá meira
Leiðin að búrinu: Gunnar Nelson vs. Brandon Thatch Eftir aðeins fimm daga mun Gunnar Nelson stíga í búrið á UFC 189 og mæta Brandon Thatch. Þetta verður fyrsti bardagi Gunnars síðan hann tapaði fyrir Rick Story í október. 6. júlí 2015 09:45
Gunnar Nelson: Verð mjög ánægður ef bardaginn fer í gólfið Gunnar Nelson mætir Brandon Thatch í búrinu á MGM Grand-hótelinu í Las Vegas á laugardaginn eftir viku. 2. júlí 2015 10:30
Brandon Thatch mætir Gunnari í Las Vegas Gunnar Nelson fær sterkari mótherja en hann átti upphaflega að berjast við á UFC-kvöldinu 11. júlí. 23. júní 2015 22:30