Tvöfalt fleiri ferðamenn á hvert starf Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. júní 2015 10:52 Ferðamönnum hefur fjölgað um 225 prósent frá árinu 2010. Hér má sjá ferðamenn við Dynjanda á dögunum. vísir/pjetur Fjöldi ferðamanna á hvert starf í ferðaþjónustu hefur tvöfaldast á síðastliðnum fimm árum. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans sem kom út í dag. 11 erlendir ferðamenn komu á fyrstu 5 mánuðum ársins fyrir hvert starf í ferðaþjónustu árið 2010 en á þessu ári voru ferðamennirnir orðnir rúmlega tvöfalt fleiri eða 22,7. Er það til marks um mikla framleiðniaukningu hjá starfandi fólki í ferðaþjónustu á þessu tímabili. Á sama tíma hefur störfum í ferðaþjónustu fjölgað um 60 prósent, störfin voru 10.500 árið 2010 en eru nú um 16.700. Aukningin á fjölda erlendra ferðamanna er þó töluvert meiri eða 225 prósent á þessu tímabili. Hlutfallslega hefur fjöldi ferðamanna á hvert starf verið að aukast hraðar utan háannar og því hefur framleiðnivöxturinn verið meiri þar. Veruleg árstíðarsveifla sé þó enn í komum ferðamanna yfir árið þrátt fyrir að hún hafi verið á undanhaldi síðustu ár.mynd/HagsjáÍ Hagsjá segir að á lágönn séu ferðamenn tiltölulega fáir á hvert starf en fleiri yfir háönnina. Á síðasta ári komu fæstir ferðamenn á hvert starf í janúar og desember eða um 3,3 í hvoru tilfelli fyrir sig. Yfir háönnina komu um 7,7 ferðamenn á hvert starf í ágúst. Sé litið á tölur Hagstofunnar um meðalfjölda starfa yfir árið eftir flokkum ferðaþjónustu sést að stærsti hlutinn liggur í veitingasölu- og þjónustu en þar voru um 7.100 stöðugildi á síðasta ári. Næststærsti hlutinn liggur í rekstri gististaða um 4.000 manns. Fjölgunin milli 2010 og 2014 hefur verið hlutfallslega mest í flokknum „ferðaskrifstofur, ferðaskipuleggjendur og bókunarþjónusta“ eða 82 prósent en einnig hefur orðið mikil fjölgun í rekstri gististaða eða 74 prósent. Fjölgunin hefur verið töluvert minni í farþegaflutningum með flugi (26 prósent) og veitingasölu- og þjónustu (28 prósent). „Sé litið til undirgreina þarf ekki að koma svo mikið á óvart að þær greinar sem standa undir stærstum hluta af heildaraukningu starfa milli 2010 og 2014 eru einmitt „ferðaskrifstofur, ferðaskipuleggjendur og bókunarþjónusta“ annars vegar og rekstur gististaða hins vegar,“ segir í Hagsjá. Fréttir af flugi Mest lesið Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Sjá meira
Fjöldi ferðamanna á hvert starf í ferðaþjónustu hefur tvöfaldast á síðastliðnum fimm árum. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans sem kom út í dag. 11 erlendir ferðamenn komu á fyrstu 5 mánuðum ársins fyrir hvert starf í ferðaþjónustu árið 2010 en á þessu ári voru ferðamennirnir orðnir rúmlega tvöfalt fleiri eða 22,7. Er það til marks um mikla framleiðniaukningu hjá starfandi fólki í ferðaþjónustu á þessu tímabili. Á sama tíma hefur störfum í ferðaþjónustu fjölgað um 60 prósent, störfin voru 10.500 árið 2010 en eru nú um 16.700. Aukningin á fjölda erlendra ferðamanna er þó töluvert meiri eða 225 prósent á þessu tímabili. Hlutfallslega hefur fjöldi ferðamanna á hvert starf verið að aukast hraðar utan háannar og því hefur framleiðnivöxturinn verið meiri þar. Veruleg árstíðarsveifla sé þó enn í komum ferðamanna yfir árið þrátt fyrir að hún hafi verið á undanhaldi síðustu ár.mynd/HagsjáÍ Hagsjá segir að á lágönn séu ferðamenn tiltölulega fáir á hvert starf en fleiri yfir háönnina. Á síðasta ári komu fæstir ferðamenn á hvert starf í janúar og desember eða um 3,3 í hvoru tilfelli fyrir sig. Yfir háönnina komu um 7,7 ferðamenn á hvert starf í ágúst. Sé litið á tölur Hagstofunnar um meðalfjölda starfa yfir árið eftir flokkum ferðaþjónustu sést að stærsti hlutinn liggur í veitingasölu- og þjónustu en þar voru um 7.100 stöðugildi á síðasta ári. Næststærsti hlutinn liggur í rekstri gististaða um 4.000 manns. Fjölgunin milli 2010 og 2014 hefur verið hlutfallslega mest í flokknum „ferðaskrifstofur, ferðaskipuleggjendur og bókunarþjónusta“ eða 82 prósent en einnig hefur orðið mikil fjölgun í rekstri gististaða eða 74 prósent. Fjölgunin hefur verið töluvert minni í farþegaflutningum með flugi (26 prósent) og veitingasölu- og þjónustu (28 prósent). „Sé litið til undirgreina þarf ekki að koma svo mikið á óvart að þær greinar sem standa undir stærstum hluta af heildaraukningu starfa milli 2010 og 2014 eru einmitt „ferðaskrifstofur, ferðaskipuleggjendur og bókunarþjónusta“ annars vegar og rekstur gististaða hins vegar,“ segir í Hagsjá.
Fréttir af flugi Mest lesið Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Sjá meira